Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2025 15:02 Ægir Þór Steinarsson spilar tímamótalandsleik í kvöld en leikurinn á móti Ungverjum verður númer níutíu á landsliðsferlinum. FIBA Basketball Ægir Þór Steinarsson spilar í kvöld sinn nítugasta landsleik fyrir Ísland og sama kvöld getur hann hjálpað íslenska landsliðinu inn á Eurobasket í þriðja sinn. Fyrir leikinn í kvöld hafa aðeins sautján leikmenn náð að spila níutíu landsleiki fyrir Ísland. Síðastur á undan Ægi til að komast í þennan hóp var Hörður Axel Vilhjálmsson í ágúst 2021. Jón Arnór Stefánsson náði þessu 2017 og þeir Hlynur Bæringsson og Helgi Már Magnússon bættust báðir í hópinn í leik á móti Belgum í lok ágúst 2015. Fyrstur til að spila níutíu landsleiki fyrir Íslands hönd var Jón Sigurðsson 12. apríl 1981. Torfi Magnússon bættist í hópinn í apríl 1984, Valur Ingimundarson lék sinn nítugasta landsleik í desember 1988 og Jón Kr. Gíslason varð fjórði meðlimur hópsins í apríl 1991. Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína út í Kína í september 2011. Hann hefur síðan spilað landsleik á öllum árum nema árinu 2014. Ægir hefur spilað þessa 89 landsleiki fyrir þrjá þjálfara eða þá Craig Pedersen (72), Peter Öqvist (13) og Pétur Má Sigurðsson (4). Ægir hefur spilað flesta leiki á móti Belgum eða sex en jafnar það í kvöld því þetta er í sjötta sinn sem hann spilar með A-landsliðinu á móti Ungverjalandi. Ægir hefur verið í sigurliði í tveimur af þessum fimm leikjum á móti Ungverjum. „Þetta er búið að vera langur gangur allan minn feril. Maður hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum leikjum. Maður trúir því eiginlega ekki að leikirnir séu orðnir níutíu og að maður sé enn í þessu,“ sagði Ægir Þór í spjalli við Aron Guðmundsson í dag en það má sjá tengil á allt viðtalið hér fyrir ofan. Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89 Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira
Fyrir leikinn í kvöld hafa aðeins sautján leikmenn náð að spila níutíu landsleiki fyrir Ísland. Síðastur á undan Ægi til að komast í þennan hóp var Hörður Axel Vilhjálmsson í ágúst 2021. Jón Arnór Stefánsson náði þessu 2017 og þeir Hlynur Bæringsson og Helgi Már Magnússon bættust báðir í hópinn í leik á móti Belgum í lok ágúst 2015. Fyrstur til að spila níutíu landsleiki fyrir Íslands hönd var Jón Sigurðsson 12. apríl 1981. Torfi Magnússon bættist í hópinn í apríl 1984, Valur Ingimundarson lék sinn nítugasta landsleik í desember 1988 og Jón Kr. Gíslason varð fjórði meðlimur hópsins í apríl 1991. Ægir lék sinn fyrsta landsleik á móti Kína út í Kína í september 2011. Hann hefur síðan spilað landsleik á öllum árum nema árinu 2014. Ægir hefur spilað þessa 89 landsleiki fyrir þrjá þjálfara eða þá Craig Pedersen (72), Peter Öqvist (13) og Pétur Má Sigurðsson (4). Ægir hefur spilað flesta leiki á móti Belgum eða sex en jafnar það í kvöld því þetta er í sjötta sinn sem hann spilar með A-landsliðinu á móti Ungverjalandi. Ægir hefur verið í sigurliði í tveimur af þessum fimm leikjum á móti Ungverjum. „Þetta er búið að vera langur gangur allan minn feril. Maður hefur tekið þátt í mörgum skemmtilegum leikjum. Maður trúir því eiginlega ekki að leikirnir séu orðnir níutíu og að maður sé enn í þessu,“ sagði Ægir Þór í spjalli við Aron Guðmundsson í dag en það má sjá tengil á allt viðtalið hér fyrir ofan. Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89
Flestir leikir fyrir íslenska A-landsliðið: 1. Guðmundur Bragason [1987-2003] 170 landsleikir 2. Valur Ingimundarson [1980-1995] 167 3. Jón Kr. Gíslason [1982-1995] 157 4. Logi Gunnarsson [2000-2018] 147 5. Torfi Magnússon [1974-1987] 134 6. Hlynur Bæringsson [2000-2023] 131 7. Guðjón Skúlason [1988-1999] 122 8. Jón Sigurðsson [1968-1984] 120 9. Teitur Örlygsson [1986-2000] 118 10. Friðrik Stefánsson [1997-2008] 112 11. Herbert Arnarson [1992-2002] 111 12. Falur Harðarson [1989-2000] 106 13. Jón Arnar Ingvarsson [1990-2001] 104 14. Jón Arnór Stefánsson [2000-2019] 100 15. Hörður Axel Vilhjálmsson [2007-2023] 96 16. Helgi Már Magnússon [2002-2015] 95 17. Páll Axel Vilbergsson [1996-2009] 93 18. Ægir Þór Steinarsson [2011-2025] 89
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valdið matareitrun Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Enski boltinn Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Fótbolti Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Sport Úlfarnir ráku Pereira Enski boltinn Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Golf Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Sjá meira