„Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. febrúar 2025 20:49 Einar Þorsteinsson hló að meirihlutasáttmála nýs meirihluta og er strax farinn að tala eins og borgarfulltrúi í minnihluta. Hann segir sáttmála nýs meirihluta mikil vonbrigði og þjóni baklandi flokkanna frekar en borgarbúum. Vísir/Vilhelm Oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík segir nýjan meirihlutasáttmála mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Hann óttast að meirihlutinn muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar og segir ljóst að ekki ríki mikið traust milli flokkanna fimm. Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar. Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Í skugga vendinga í samningaviðræðum kennara við ríki og sveitarfélög var nýr meirihluti myndaður í borginni og nýr borgarstjóri tók við á aukafundi borgarstjórnar. Bjarki Sigurðsson ræddi oddvita meirihlutaflokka en hann talaði líka við Einar Þorsteinsson, fyrrverandi borgarstjóri, um myndun nýs meirihluta. Viðtalið við Einar má sjá frá annarri mínútur hér að neðan. Hvernig lýst þér á þennan nýja meirihluta? „Þau vilja nú ekki kalla sig meirihluta, traustið er ekki meira en það að þau kalla sig samstarfsflokka. Þessi málefnasamningur hlýtur að vera mikil vonbrigði fyrir Reykvíkinga. Þarna er svona eitthvað almennt tal. Píratar fá endurnýjaða selalaug í Húsdýragarðinum, Sósíalistar fá hjólhýsagarð og Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega,“ segir Einar. „Byggð í Úlfarsárdal, tíu þúsund íbúðir, þau kynna þetta stolt á blaðamannafundi áðan. Strax eftir blaðamannafundinn kemur nýr borgarstjóri og segir: ,Jújú, við ætlum að gera þetta en þetta er plan til næstu tuttugu, þrjátíu eða fjörutíu ára.' Það er greinilega ekkert útfært og ósamstaða um það hvað á að gera.“ „Þessi málefnasáttmáli sýnir manni að þessir flokkar eru alls ekki að horfast í augu við stóru áskoranirnar í borginni,“ segir hann. Óttast mikið tjón á fjárhag borgarinnar Þú ert strax tilbúinn að fara í minnihluta? „Við sprengdum þennan meirihluta til þess að knýja á um það að flokkarnir tækjust á við stóru áskoranirnar og áttuðu sig á því að það þarf að brjóta meira land til þess að hraða húsnæðisupbbyggingu og fara strax í það. Ekki á næstu tuttugu, þrjátíu, fjörutíu árum. Flokkur fólksins vildi það líka en virðist hafa látið plata sig hérna,“ segir Einar. „Þetta eru fimm flokkar á vinstri vængnum, það er ekki minnst á hagræðingu eða það að fara vel með fé í þessum málefnasáttmála. Það er mikið áhyggjuefni. Okkur í Framsókn tókst að snúa við halla, sextán milljörðum í afgang á einu ári,“ segir hann. „Ég óttast það að þessi meirihluti muni vinna mikið tjón á fjárhag borgarinnar á þessum stutta tíma sem er eftir af þessu kjörtímabili ef þau ætla að útfæra það sem stendur í þessum meirihlutasáttmála.“ Greinilega ekki mikið traust milli flokkanna Þrátt fyrir það vonar Einar að nýr borgarstjóri, Heiða Björg Hilmisdóttir, muni standa sig ágætlega og óskar hann meirihlutanum góðs gengis. „Við erum öll hérna að reyna að gera okkar besta en þessir flokkar eru greinilega að ná saman um einhver markmið sem þjóna þeirra baklandi frekar en borgarbúum og ber þess skýrt merki,“ segir hann. Það hafi tekið langan tíma að komast að því hver ætti að gera hvað. „Formaður borgarráðs og formaður umhverfis- og skipulagsráðs ætla að skipta um sæti á þessum stutta tíma. Þetta hefur greinilega verið mjög erfitt og ekki mikið traust á milli þessara flokka og það er áhyggjuefni. Það þarf að hlaupa miklu hraðar en þessi málefnasáttmáli gefur til kynna,“ segir Einar.
Borgarstjórn Reykjavík Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Píratar Vinstri græn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels