Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Smári Jökull Jónsson skrifar 22. febrúar 2025 23:17 Leikir á heimsmeistaramótinu sumarið 2026 munu meðal annars fara fram í New York. Vísir/Getty Heimsmeistaramótið í knattspyrnu fer fram í Bandaríkjunum á næsta ári og Ólympíuleikarnir í Los Angeles tveimur árum seinna. Hagsmunaaðilar ferðamála í landinu segja Bandaríkin ekki tilbúin að halda þessa stóru íþróttaviðburði. Tveir af stærstu íþróttaviðburðum heims fara fram í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. Sumarið 2026 fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu fram í ellefu borgum í Bandaríkjunum auk þriggja borga í Mexíkó og tveggja í Kanada. Þá fara Ólympíuleikarnir fram í Los Angeles árið 2028. Í síðustu viku kom út skýrsla US Travel Association sem eru hagsmunasamtök ferðamála í Bandaríkjunum en þjónustuaðilar á öllum stigum ferðamála í landinu eiga aðild að samtökunum. Í skýrslunni eru viðraðar miklar áhyggjur af innviðum í Bandaríkjunum en við skýrslugerðina var leitað til fyrrum starfsmanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna auk sérfræðinga í ferðamálaiðnaðnum. Þar kemur fram að ónægir innviðir, seinagangur vegabréfsáritana og úrelt öryggistækni á flugvöllum séu stórar hindranir í móttöku allra þeirra gesta sem búist er við að heimsæki landið vegna viðburðanna. Gætu tapað 2600 milljörðum króna Fram kemur að gert sé ráð fyrir sex milljónum gesta á heimsmeistaramótinu eftir rúmt ár og Geoff Freeman, stjórnarformaður US Travel, segir að ekki sé mögulegt að taka á móti öllum þessum fjölda miðað við núverandi innviði. „Forsetinn hefur verið skýr að þetta eigi að verða besta heimsmeistaramótið og bestu Ólympíuleikar sögunnar. Ef það á að takast þá þarf að fjárfesta.“ Freeman segir að seinagangur í afgreiðslu vegabréfsáritana verði til þess að fólk hætti við að koma til Bandaríkjanna á viðburðina. Stungið er upp á að nefnd undir forystu Hvíta hússins verði skipuð til að flýta ferlinu og til að vinna að nútímavæðingu öryggisgæslu á flugvöllum. Þá er vísað í rannsókn Oxford Economics sem fullyrðir að Bandaríkin geti tapað allt að 2600 milljörðum króna í tekjur vegna ferðamanna verði ekki gerð bragarbót á áritunum vegabréfa. HM 2026 í fótbolta Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira
Tveir af stærstu íþróttaviðburðum heims fara fram í Bandaríkjunum á næstu þremur árum. Sumarið 2026 fer heimsmeistaramótið í knattspyrnu fram í ellefu borgum í Bandaríkjunum auk þriggja borga í Mexíkó og tveggja í Kanada. Þá fara Ólympíuleikarnir fram í Los Angeles árið 2028. Í síðustu viku kom út skýrsla US Travel Association sem eru hagsmunasamtök ferðamála í Bandaríkjunum en þjónustuaðilar á öllum stigum ferðamála í landinu eiga aðild að samtökunum. Í skýrslunni eru viðraðar miklar áhyggjur af innviðum í Bandaríkjunum en við skýrslugerðina var leitað til fyrrum starfsmanna ríkisstjórnar Bandaríkjanna auk sérfræðinga í ferðamálaiðnaðnum. Þar kemur fram að ónægir innviðir, seinagangur vegabréfsáritana og úrelt öryggistækni á flugvöllum séu stórar hindranir í móttöku allra þeirra gesta sem búist er við að heimsæki landið vegna viðburðanna. Gætu tapað 2600 milljörðum króna Fram kemur að gert sé ráð fyrir sex milljónum gesta á heimsmeistaramótinu eftir rúmt ár og Geoff Freeman, stjórnarformaður US Travel, segir að ekki sé mögulegt að taka á móti öllum þessum fjölda miðað við núverandi innviði. „Forsetinn hefur verið skýr að þetta eigi að verða besta heimsmeistaramótið og bestu Ólympíuleikar sögunnar. Ef það á að takast þá þarf að fjárfesta.“ Freeman segir að seinagangur í afgreiðslu vegabréfsáritana verði til þess að fólk hætti við að koma til Bandaríkjanna á viðburðina. Stungið er upp á að nefnd undir forystu Hvíta hússins verði skipuð til að flýta ferlinu og til að vinna að nútímavæðingu öryggisgæslu á flugvöllum. Þá er vísað í rannsókn Oxford Economics sem fullyrðir að Bandaríkin geti tapað allt að 2600 milljörðum króna í tekjur vegna ferðamanna verði ekki gerð bragarbót á áritunum vegabréfa.
HM 2026 í fótbolta Ólympíuleikar 2028 í Los Angeles Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Þetta verður erfitt, en við munum reyna okkar besta” Dagskráin í dag: Meiri Meistaradeild og Big Ben „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Janus sagður á leið til Barcelona Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Sjá meira