Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. febrúar 2025 19:13 Anastasiia stendur hér fyrir framan blokkina þar sem hún bjó fyrst um sinn eftir komuna til Íslands. Hún hefur síðan flutt sig um set en býr þó enn á Reykjanesskaganum. Vísir/Ívar Leikstjóri heimildarmyndar um úkraínska flóttamenn hér á landi segist vilja snúa aftur heim, en þó aldrei ef Rússar fá sínu framgengt. Á morgun verða þrjú ár liðin frá innrásinni í Úkraínu. Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“ Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira
Hér að neðan má sjá stiklu að heimildamyndinni Tímabundið skjól, sem verður frumsýnd hér á landi á morgun, en þá verða þrjú ár frá innrás Rússa í Úkraínu. Leikstjóri myndarinnar, sem kom hingað til lands sem flóttamaður eftir innrásina, segir myndinni ætlað að veita áhorfendum innsýn í líf flóttamanna. Allt breytist á einum degi „Á einum degi getur allt líf manns umturnast og maður flytur út á hafsauga, og þarf að hefjast handa við að búa sér nýtt líf,“ segir Anastasiia Bortuali, leikstjóri myndarinnar. Hún segist hafa byrjað að mynda atburði í lífi sínu í apríl 2022, þegar hún kom til Íslands. Í upphafi hafi tökurnar verið einskonar dagbókarfærslur til einkanota. Síðar hafi hún fengið styrk til að vinna handrit að heimildamynd. „Markmiðið var ekki að gera mynd um ‚aumingja flóttamennina, aumingja fólkið', heldur að gefa þessu orði, flóttamaður, andlit.“ Samtöl við annað flóttafólk höfðu góð áhrif Anastasiia kom hingað ásamt systur sinni og móður, án þess að þekkja hér nokkurn mann. Hún taldi í upphafi að hún myndi búa í Reykjavík, en við komuna til landsins var henni fyrst um sinn komið fyrir í gamalli varnarliðsblokk á Ásbrú. „Þá grét ég. Ég hélt að lífi mínu væri klárlega lokið.“ Á Ásbrú hafi hún hitt fyrir fleiri flóttamenn, víðar að en frá Úkraínu. Það hafi verið heilandi að hlusta á sögur þessa fólks. „Og þegar þetta fólk tók að opna sig fyrir mér held ég að það hafi verið þeim ákveðin meðferð líka. Við hjálpuðum hvert öðru,“ segir Anastasiia. Heimildamynd Anastasiiu verður frumsýnd hér á landi á morgun en var fyrst sýnd á Toronto International Film Festival í september síðastliðnum.Vísir/Ívar Faðir Anastasiiu varð eftir í Úkraínu, sem og frændi hennar sem gekk í herinn og hefur barist á vígvellinum. „Við vitum ekki hvort hann muni lifa af,“ segir Anastasiia. Hún bætir við að amma hennar í Úkraínu sé einnig fallin frá. „Hún sagði alltaf við okkur að stríðinu myndi ljúka næsta vor. Ég spurði hvaðan hún hefði þær upplýsingar, og hún sagðist bara vita. En amma mín er látin og stríðinu er ekki lokið.“ Anastasiia segist vilja eiga möguleika á því að snúa aftur heim að stríði loknu. „En ekki ef það verður undir rússneskum fána. Aldrei.“
Flóttafólk á Íslandi Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Flóttamenn Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Sjá meira