Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kjartan Kjartansson skrifar 24. febrúar 2025 11:56 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, tekur í höndina á Volodýmýr Selenskíj, forseta Úkraínu. Eiginkona hans Olega stendur honum við hlið. Stjórnarráðið Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, greindi frá því að ríkisstjórnin hefði samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um rúma tvo milljarða króna í ávarpi á leiðtogafundi í Kænugarði í morgun. Stuðningur íslenskra stjórnvalda við varnir Úkraínu nema þá um 3,6 milljörðum króna á þessu ári. Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda. Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira
Leiðtogar og embættismenn frá tólf ríkjum komu saman í Kænugarði í dag í tilefni af því að þrjú ár eru liðin frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Notuðu leiðtogar Norðurlandanna og Eystrasaltsríkjanna tækifærið til þess að greina frá auknum framlögum sínum til Úkraínu. Það gerði Kristrún einnig en í tilkynningu frá stjórnarráðinu kemur fram að ríkisstjórn hennar hafi samþykkt tillögu Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra, um að auka varnartengdan stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna á þessi áru. „Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,“ sagði Kristrún í ávarpi sínu. Lýsti hún innrásardeginum 24. febrúar 2022 sem dimmum degi í sögu Evrópu. Rússar hefðu með innrásinni þverbrotið alþjóðalög. Sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum og réttlátum friði. „Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyr varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ er ennfremur haft eftir Kristrúnu í tilkynningu stjórnarráðsins. Í samræmi við skuldbindingu NATO-ríkja Framlag Íslands er í samræmi við samkomulag sem var gert á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins í Washington-borg í júlí í fyrra. NATO-ríki skuldbundu sig þar til þess að veita að lágmarki samtals fjörutíu milljörðum evra á ári í varnartengdan stuðning við Úkraínu og að byrðum yrði dreift á milli þeirra í hlutfalli við verga landsframleiðslu. Hlutdeild Íslands í því átti að nema 3,6 milljörðum króna. Utanríkisráðuneytið er sagt vinna að frekari útfærslu á varnartengdum stuðningi Íslands við Úkraínu sem eigi að renna til sambærilegra verkefna og Ísland hafi stutt hingað til að beiðni úkraínskra stjórnvalda.
Innrás Rússa í Úkraínu Utanríkismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Úkraína Öryggis- og varnarmál NATO Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Innlent Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Innlent Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Innlent Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Innlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Fleiri fréttir „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Sjá meira