Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. febrúar 2025 08:08 Ef marka má Pútín eru viðræður um frið í Úkraínu aðeins skammt á veg komnar. Getty Vladimir Pútín Rússlandsforseti virðist hafa í hyggju að kaupa sér velþóknun Donald Trump Bandaríkjaforseta með því að bjóða honum gull og græna skóga. Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Pútín sagði í sjónvarpsviðtali í gær að Bandaríkjamenn gætu hagnast verulega á samningum við Rússa og komið að námugreftri á hernumdum svæðum í Úkraínu, þar sem mikið er af fágætum málmum. Forsetinn sagði Rússa hins vegar búa yfir mun meira magni af málmunum en Úkraína og að stjórnvöld í Mosvku væru reiðubúin til að vinna að því með bandamönnum sínum, meðal annars Bandaríkjamönnum, að nýta þessar auðlindir. Þá gætu bandarísk fyrirtæki hagnast vel á því að koma að álframleiðslu í Síberíu. Pútín gaf hins vegar lítið fyrir meintan árangur í viðræðum um vopnahlé og frið í Úkraínu og sagði málið aðeins hafa verið rætt stuttlega í símasamtali hans og Trump 12. febrúar síðastliðinn og á fundi rússneskra og bandarískra erindreka í Sádi Arabíu í síðustu viku. Þetta rímar engan veginn við yfirlýsingar Trump, sem hefur sagt góðan gang í viðræðunum og að vopnahlé gæti verið á næstu grösum. Pútín sagði ríkin hins vegar aðeins hafa komist að samkomulagi um að þoka málum í þessa átt. Forsetinn var spurður að því hvort Bandaríkjamenn hefðu gefið eftir Rússum en hann neitaði því. Pútín sagði Trump hins vegar hafa nálgast málið á rökrænan hátt. Þá væri hann í einstakri stöðu: „Hann segir ekki bara það sem hann er að hugsa, hann lætur í ljós hvað hann vill,“ sagði Pútín um Trump. Pútín sagði gagnrýni Trump á ákvörðun Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta að boða ekki til kosninga réttmæta og sagði hershöfðingjann Valery Zaluzhny, sem nú er sendiherra í Lundúnum, tvöfalt vinsælli en Selenskí. Samkvæmt New York Times eru þetta ýkjur hjá forsetanum en kannanir virðast benda til þess að hershöfðinginn sé sannarlega eitthvað vinsælli en Selenskí. Pútín tjáði sig einnig um hugmyndir Trump um að Bandaríkin, Rússland og Kína helminguðu framlög sín til varnarmála og sagðist tilbúinn í viðræður þess efnis.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Hernaður Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira