„Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Siggeir Ævarsson skrifar 25. febrúar 2025 21:10 Ólafur Jónas Sigurðsson mætti með derhúfu í kvöld til að fela nýja hárlitinn Vísir/Pawel Cieslikiewicz Stjarnan vann góðan sigur á Grindavík í kvöld í Bónus-deild kvenna 77-64 en þetta var í annað sinn á viku sem liðin mætast. Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“ Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Grindvíkingar fóru með sigur af hólmi síðast þegar liðin mættust og Stjarnan hafði því harma að hefna í kvöld. Ólafur Jónas Sigurðsson, þjálfari Stjörnunnar, sem var með derhúfu á hliðarlínunni í kvöld til að fela nýjan og glæsilegan hárlit sinn, sagði að hann hefði í raun ekki breytt neinu á milli leikja. Nema kannski hárlitnum? „Svo sem ekki neitt. Við mættum bara ekki jafn flatar til leiks eins og síðast. Margt sem við gerðum ótrúlega vel í dag og ég er ógeðslega ánægður með varnarleikinn hérna í seinni hálfleik. Við höldum útlendingunum þeirra í sex, sjö og sex eða eitthvað. Bara kraftmiklar, flottar, ákveðnar. Við fórum í seinni hálfleikinn til að drepa og ég er ánægður með það.“ Það gekk allt upp á köflum hjá Stjörnunni í kvöld á báðum endum vallarins en æfingar síðustu daga virðast hafa skilað sér vel inn á völlinn í kvöld. „Síðan við spiluðum við þær síðast erum við bara búnar að vera í „transition“ drillum og varnar drillum, og „that's it“. Við reyndar vorum í svæðisvörn líka helling og þær skoruðu alltaf á okkur í svæðinu en það er annað mál. Við erum búnar að vera að drilla þetta vel og við erum búnar að vera að bíða eftir þessa. Ég er rosalega ánægður með að Kasia setti svolítið tóninn. Hún var að skutla sér á boltana og gera hluti sem skipta svo ógeðslega miklu máli og hinar fylgdu svo á eftir.“ Stjarnan fékk mjög drjúga frammistöðu frá fjórum af sínum lykilmönnum í kvöld en Óli vildi hrósa öllum sem lögðu í púkkið í kvöld. „Allir sem komu inn á gerðu eitthvað. Heiðrún á hérna hreyfingu ársins og það komu bara allir með eitthvað að borðinu. Þetta er það sem við erum búin að vera að tala um. Ef þú ætlar að koma inn á völlinn, komdu þá með eitthvað. Þú verður að skilja eitthvað eftir á gólfinu og mér fannst þær gera það helvíti vel í dag, allar.“ Ólafur var ekki endilega sannfærður um að allt væri á leið í rétta átt hjá Stjörnunni en liðið hefur ekki fundið stöðugleika til að byggja á í vetur. „Það var allt í rétta átt eftir Þórsleikinn um daginn, svo bara töpum við. Ég er að bíða eftir, við höfum náð einu sinni tveimur leikjum í röð í vetur. Ég er að bíða eftir að við náum að byggja ofan á frammistöðuna okkar þannig að við getum farið inn í næsta leik og verið jafnvel betri og vonandi kemur það í næsta leik.“ En þessi glæsilegi nýi hárlitur, hann er kannski síðasta púslið sem vantaði? „Hundrað prósent, hundrað prósent! Það er ýmislegt sem maður leggur á sig þegar maður er grunnskólakennari svo það er eins gott að þeir fari að fokking semja. Sjáðu hvað maður er að leggja á sig, maður er eins og hálfviti. Þannig að já, ég held að þessi hárlitur sé kominn til að vera.“
Körfubolti Bónus-deild kvenna Stjarnan Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira