„Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. febrúar 2025 12:19 Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ. vísir/vilhelm Forseti Alþýðusambands Íslands segir nýgerðan kjarasamning Kennarasambands Íslands hafa komið sér í opna skjöldu. Samningurinn skjóti skökku við og það sé áhyggjuefni hvernig hann verði fjármagnaður. Bæjarstjóri sveitarfélags sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu segir að um krefjandi verkefni verði að ræða. Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að nýir kjarasamningar Kennarasambands Íslands hafi komið sér í opna skjöldu. Það sé furðulegt að tólf þúsund félagsmenn KÍ hljóti launahækkanir upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum á meðan ASÍ og önnur félög sýndu hófsemi til að ná böndum á verðbólgu á vöxtum. „Það er töluvert umfram það sem við vorum að semja við ríkið og sveitarfélög. Okkar samningar voru á milli sextán og átján prósent og þetta er töluvert upp úr því. Við erum einfaldlega á annarri vegferð en samt sem áður vorum við að semja við sömu aðila. Þannig að þetta skýtur svolítið skökku við. Ekki það að ég sé að leggja neinn dóm á það hvort þau þurfi á þessu að halda eða ekki, okkar fólk þarf líka á launahækkun að halda. Það verða bara uppgjörsdagar þegar okkar samningar eru útrunnir.“ Mjög slæmt ef draga eigi úr þjónustu við almenning Finnbjörn segir það koma á óvart að samningar hafi verið gerðir án þess að neitt sé í hendi varðandi hvernig þeir verði fjármagnaðir. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri búið að kostnaðarmeta samninganna og að líklegast þyrfti að draga saman til að koma kostnaðinum fyrir í rekstri sveitarfélaga. „Við höfum verulega áhyggjur af þeirri hlið málsins. Því ef þeir ætla að fara í útvistun starfa sem við höfum mjög slæma reynslu af. Ef þeir ætla að fara draga úr þjónustu við almenning þá er það bara mjög slæmt. Ef þeir ætla að fara hækka skatta eða safna skuldum þá mun það líka lenda á okkur, almenningi.“ Finnbjörn sagði í samtali við mbl.is í október á síðasta ári að ASÍ gerði enga athugasemd við þá launahækkun sem KÍ krafðist á þeim tíma. Þá nam krafan um 49 prósenta launahækkun. Þá sagðist hann ekki hafa skoðun á því hvað aðrir geri með sína kjarasamninga. Spurður um þetta segir Finnbjörn: „Ég sagði að við höfum enga skoðun á kaupkröfum annara. Við höfum skoðun á samningunum hjá þeim. Þeir eru með sinn sjálfstæða samningsrétt og við gerum engar athugasemdir við það en þegar við erum með sömu viðsemjendur og þeir semja á allt öðrum nótum við þá heldur en okkur þá gerum við athugasemdir við það. Við gerum það við viðsemjendur þeirra ekki gagnvart Kennarasambandinu.“ Krefjandi verkefni sem verði leyst Árborg er eitt af fjölmörgum sveitarfélögum sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu. Bragi Bjarnason bæjarstjóri Árborgar fagnar því að samningsaðilar hafi náð saman þó að um krefjandi verkefni sé að ræða. Það sé með öllu óljóst hvaða áhrif kjarasamningarnir muni hafa á rekstur sveitarfélagsins og hvernig þeir verði fjármagnaðir. „Við erum búin að vera í gífurlega krefjandi vegferð núna síðastliðin ár að snúa við rekstri sveitarfélagsins. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna í framhaldinu þegar við sjáum hver áhrifin verða, hvernig við ætlum að brúa þetta og leysa þetta.“ Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.vísir/egill Bragi vonast til þess að samningurinn bjóði upp á ný tækifæri á þessu sviði. „Maður vonar að samningarnir séu það góðir að fólk vilji líka auka við stéttina. Hjá okkur erum við með 85 prósent fagmenntaða í grunnskólunum og 42 prósent í leikskólunum. Það eru allir sammála um það að vilja hækka þessar prósentur. Það er líka jákvæður þáttur.“ Hann bætir við að hann vonist til þess að samningarnir verði samþykktir af félagsmönnum KÍ og mikilvægt sé að nálgast verkefnið með jákvæðnina að leiðarljósi. „Eins og maður hefur verið að vinna hérna síðast liðin tvö ár. Við þurfum að nálgast þetta með lausnarmiðaðri hugsun og jákvæðni og sjá kostina í þessu og tækifæri. Ég segi bara til hamingju að við séum búin að klára samninga og vonandi að allir geti gengið jákvæðir fram.“ Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Árborg ASÍ Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir í samtali við fréttastofu að nýir kjarasamningar Kennarasambands Íslands hafi komið sér í opna skjöldu. Það sé furðulegt að tólf þúsund félagsmenn KÍ hljóti launahækkanir upp á 20 til 25 prósent á næstu fjórum árum á meðan ASÍ og önnur félög sýndu hófsemi til að ná böndum á verðbólgu á vöxtum. „Það er töluvert umfram það sem við vorum að semja við ríkið og sveitarfélög. Okkar samningar voru á milli sextán og átján prósent og þetta er töluvert upp úr því. Við erum einfaldlega á annarri vegferð en samt sem áður vorum við að semja við sömu aðila. Þannig að þetta skýtur svolítið skökku við. Ekki það að ég sé að leggja neinn dóm á það hvort þau þurfi á þessu að halda eða ekki, okkar fólk þarf líka á launahækkun að halda. Það verða bara uppgjörsdagar þegar okkar samningar eru útrunnir.“ Mjög slæmt ef draga eigi úr þjónustu við almenning Finnbjörn segir það koma á óvart að samningar hafi verið gerðir án þess að neitt sé í hendi varðandi hvernig þeir verði fjármagnaðir. Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, sagði í samtali við fréttastofu í gær að ekki væri búið að kostnaðarmeta samninganna og að líklegast þyrfti að draga saman til að koma kostnaðinum fyrir í rekstri sveitarfélaga. „Við höfum verulega áhyggjur af þeirri hlið málsins. Því ef þeir ætla að fara í útvistun starfa sem við höfum mjög slæma reynslu af. Ef þeir ætla að fara draga úr þjónustu við almenning þá er það bara mjög slæmt. Ef þeir ætla að fara hækka skatta eða safna skuldum þá mun það líka lenda á okkur, almenningi.“ Finnbjörn sagði í samtali við mbl.is í október á síðasta ári að ASÍ gerði enga athugasemd við þá launahækkun sem KÍ krafðist á þeim tíma. Þá nam krafan um 49 prósenta launahækkun. Þá sagðist hann ekki hafa skoðun á því hvað aðrir geri með sína kjarasamninga. Spurður um þetta segir Finnbjörn: „Ég sagði að við höfum enga skoðun á kaupkröfum annara. Við höfum skoðun á samningunum hjá þeim. Þeir eru með sinn sjálfstæða samningsrétt og við gerum engar athugasemdir við það en þegar við erum með sömu viðsemjendur og þeir semja á allt öðrum nótum við þá heldur en okkur þá gerum við athugasemdir við það. Við gerum það við viðsemjendur þeirra ekki gagnvart Kennarasambandinu.“ Krefjandi verkefni sem verði leyst Árborg er eitt af fjölmörgum sveitarfélögum sem er nú þegar í erfiðri fjárhagsstöðu. Bragi Bjarnason bæjarstjóri Árborgar fagnar því að samningsaðilar hafi náð saman þó að um krefjandi verkefni sé að ræða. Það sé með öllu óljóst hvaða áhrif kjarasamningarnir muni hafa á rekstur sveitarfélagsins og hvernig þeir verði fjármagnaðir. „Við erum búin að vera í gífurlega krefjandi vegferð núna síðastliðin ár að snúa við rekstri sveitarfélagsins. Þetta er verkefni sem við þurfum að vinna í framhaldinu þegar við sjáum hver áhrifin verða, hvernig við ætlum að brúa þetta og leysa þetta.“ Bragi Bjarnason, bæjarstjóri Árborgar.vísir/egill Bragi vonast til þess að samningurinn bjóði upp á ný tækifæri á þessu sviði. „Maður vonar að samningarnir séu það góðir að fólk vilji líka auka við stéttina. Hjá okkur erum við með 85 prósent fagmenntaða í grunnskólunum og 42 prósent í leikskólunum. Það eru allir sammála um það að vilja hækka þessar prósentur. Það er líka jákvæður þáttur.“ Hann bætir við að hann vonist til þess að samningarnir verði samþykktir af félagsmönnum KÍ og mikilvægt sé að nálgast verkefnið með jákvæðnina að leiðarljósi. „Eins og maður hefur verið að vinna hérna síðast liðin tvö ár. Við þurfum að nálgast þetta með lausnarmiðaðri hugsun og jákvæðni og sjá kostina í þessu og tækifæri. Ég segi bara til hamingju að við séum búin að klára samninga og vonandi að allir geti gengið jákvæðir fram.“
Kennaraverkfall 2024-25 Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Sveitarstjórnarmál Árborg ASÍ Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira