Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jón Þór Stefánsson skrifar 27. febrúar 2025 15:00 Kristján Markús Sívarsson hefur neitað sök og kannast ekkert við þessa meintu árás. Vísir Kristján Markús Sívarsson hefur verið ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás, en honum er gefið að sök að hafa um nokkurra daga skeið í nóvember á heimili sínu í Hafnarfirði beitt konu gríðarlegu ofbeldi. DV greindi fyrst frá þessu, en fréttastofa hefur ákæruna undir höndum. Þess er krafist fyrir hönd konunnar að Kristján greiði henni sex milljónir króna. Kristján Markús hefur sjö sinnum hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, síðast í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka en hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Rétt er að vara lesendur við lýsingum sem fram koma í fréttinni að neðan. Það sem hann er nú ákærður fyrir er beita konuna ofbeldi frá byrjun nóvember til 10. þess sama mánaðar, en það var um það leyti sem hann hlaut áðurnefndan dóm. Honum er gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Samkvæmt ákæru hlaut konan fyrir vikið mikla áverka, en í ákæru er þeim lýst með þessum hætti. „Allt framangreint með þeim afleiðingum að hún hlaut krónubrot í annarri framtönn, hægra megin í efri góm (tönn 12) og skemmd á hægri framtönn í efri góm (tönn 11), mar og skurði í hársverði, skrámur á hvirfli, sár á hnakka, mar og rispur á enni, skurð milli augabrúna, mar í kringum bæði augu, mar á hægra kinnbeini, mar og sár á hægra eyra, mar á vinstra eyra og aftan við eyrað, skrámur, rispur og mar á hálsi, hringlaga skurð á vinstri framhandlegg og rispur og skurðir þar í kring, mar og rispur á hægri upphandlegg og efri útlim, mar og bjúgur frá neðanverðum framhandlegg, úlnlið, handbaki og út á fingur hægra handar, skrámur og rispur á vinstri efri útlim, sár á vinstri framhandlegg, skrámur og mar á brjóstkassa, mar yfir vinstra rifjabarði, ótilfært brot í 7. rifbeini vinstra megin, útbreidda marbletti og rispur á kvið, hægri og vinstri síðu, öllu bakinu og niður á rasskinnar, mar ofan við lífbein, hringlaga skurð framanvert á vinstra læri og annan skurð ofar á vinstra lærinu, útbreidda marbletti, skurði og rispur á báðum fótleggjum og opið sár á hægri ökla.“ Þar að auki er Kristján ákærður fyrir vörslu á nokkrum grömmum af fíkniefnum, og fyrir að hafa fimm haglaskot og .45 kalíbera skothylki sem lögregla lagði hald á daginn sem málið kom upp. Sagðist aldrei hafa séð annað eins Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu og vettvangur tryggður. Leit var gerð á heimili hans. Lögreglan lagði hald á föt, lak, sem og hamar og dúkahníf. Þá voru tekin sýni af blóði sem fannst á veggjum í svefnherbergi heimilisins. Neitaði sök Daginn eftir að konan fór á bráðamóttökuna tók lögregla skýrslu af Kristjáni. Hann neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa þekkt konuna í um það bil mánuð og hún ætti það til að fá gistingu hjá honum. Hann sagðist hafa tekið eftir áverkum á henni og aðstoðað hana við að búa um þá. Breytti framburði sínum Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þætti ósanngjarnt að Kristján, sem hefur neitað sök, sitji í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hafi ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Hún sagðist eingöngu muna að hún hefði vaknað heima hjá Kristjáni með áverka, án þess að geta nefnt þá sem voru á staðnum eða hver hefði valdið áverkunum. Hún og Kristján hefðu rifist, og hún átt upptökin að rifrildunum. Þá hefði komið til slagsmála þeirra á milli og hún þá kýlt Kristján en hann sparkað í hana. Konan er sögð engu geta svarað um hvar þessi átök hafi átt sér stað. Hún hafi borið fyrir sig að hún hafi verið í mikilli neyslu. Þrátt fyrir þennan nýja framburð konunnar var það niðurstaða Lansdréttar í janúar að Kristján skyldi sitja áfram í gæsluvarðhaldi. Dómurinn vísaði til ítarlegs og samhljóða framburðar konunnar í fyrri skýrslutökum sem samrýmist rannsóknargögnum málsins. Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
DV greindi fyrst frá þessu, en fréttastofa hefur ákæruna undir höndum. Þess er krafist fyrir hönd konunnar að Kristján greiði henni sex milljónir króna. Kristján Markús hefur sjö sinnum hlotið dóm fyrir ofbeldisbrot, síðast í nóvember þegar hann var sakfelldur fyrir að ráðast á konu með kertastjaka en hún hlaut höfuðkúpubrot og mar á heila. Árið 2015 hlaut hann fjögurra ára og níu mánaða fangelsisdóm vegna tveggja frelsissviptinga. Rétt er að vara lesendur við lýsingum sem fram koma í fréttinni að neðan. Það sem hann er nú ákærður fyrir er beita konuna ofbeldi frá byrjun nóvember til 10. þess sama mánaðar, en það var um það leyti sem hann hlaut áðurnefndan dóm. Honum er gefið að sök að slá konuna víðsvegar í líkama og höfuð, meðal annars með hleðslusnúru, hamri, járnröri og tréspýtu. Þá er hann sagður hafa slegið hana í andlitið með kveikjara og lagt logandi sígarettur að hálsi hennar. Jafnframt er hann ákærður fyrir að taka höndum um háls konunnar, þrengja að og stinga hana í líkamann með sprautunálum, skera fótleggi hennar með hníf. Þar að auki er hann sagður hafa stigið og traðkað á báðum fótleggjum hennar, og sparka víðs vegar í líkama hennar, og hrækja framan í hana, og líka skvetta vatni á hana. Samkvæmt ákæru hlaut konan fyrir vikið mikla áverka, en í ákæru er þeim lýst með þessum hætti. „Allt framangreint með þeim afleiðingum að hún hlaut krónubrot í annarri framtönn, hægra megin í efri góm (tönn 12) og skemmd á hægri framtönn í efri góm (tönn 11), mar og skurði í hársverði, skrámur á hvirfli, sár á hnakka, mar og rispur á enni, skurð milli augabrúna, mar í kringum bæði augu, mar á hægra kinnbeini, mar og sár á hægra eyra, mar á vinstra eyra og aftan við eyrað, skrámur, rispur og mar á hálsi, hringlaga skurð á vinstri framhandlegg og rispur og skurðir þar í kring, mar og rispur á hægri upphandlegg og efri útlim, mar og bjúgur frá neðanverðum framhandlegg, úlnlið, handbaki og út á fingur hægra handar, skrámur og rispur á vinstri efri útlim, sár á vinstri framhandlegg, skrámur og mar á brjóstkassa, mar yfir vinstra rifjabarði, ótilfært brot í 7. rifbeini vinstra megin, útbreidda marbletti og rispur á kvið, hægri og vinstri síðu, öllu bakinu og niður á rasskinnar, mar ofan við lífbein, hringlaga skurð framanvert á vinstra læri og annan skurð ofar á vinstra lærinu, útbreidda marbletti, skurði og rispur á báðum fótleggjum og opið sár á hægri ökla.“ Þar að auki er Kristján ákærður fyrir vörslu á nokkrum grömmum af fíkniefnum, og fyrir að hafa fimm haglaskot og .45 kalíbera skothylki sem lögregla lagði hald á daginn sem málið kom upp. Sagðist aldrei hafa séð annað eins Lögreglu barst tilkynning um málið um miðjan dag 10. nóvember síðastliðinn. Það var bráðamóttaka Landspítalans sem greindi lögreglu frá málinu, en þangað var konan komin vegna líkamsmeiðinga sem hún hafði orðið fyrir dagana á undan. Hjúkrunarfræðingur sagðist aldrei hafa séð aðra eins áverka. Konan sagði Kristján hafa veitt sér áverkana og í kjölfarið var hann handtekinn á heimili sínu og vettvangur tryggður. Leit var gerð á heimili hans. Lögreglan lagði hald á föt, lak, sem og hamar og dúkahníf. Þá voru tekin sýni af blóði sem fannst á veggjum í svefnherbergi heimilisins. Neitaði sök Daginn eftir að konan fór á bráðamóttökuna tók lögregla skýrslu af Kristjáni. Hann neitaði alfarið sök. Hann sagðist hafa þekkt konuna í um það bil mánuð og hún ætti það til að fá gistingu hjá honum. Hann sagðist hafa tekið eftir áverkum á henni og aðstoðað hana við að búa um þá. Breytti framburði sínum Á Þorláksmessu gaf konan síðan aðra skýrslu. Þá sagði hún að Kristján Markús hefði ekki veitt henni alla áverkana, og í raun hefði hún átt upptök að átökum þeirra á milli. Konunni þætti ósanngjarnt að Kristján, sem hefur neitað sök, sitji í gæsluvarðhaldi fyrir eitthvað sem hann hafi ekki gert. Hún sagðist ekki hafa verið beitt þrýstingi til að breyta frásögn sinni. Samband hennar og Kristjáns væri gott. Hún sagðist eingöngu muna að hún hefði vaknað heima hjá Kristjáni með áverka, án þess að geta nefnt þá sem voru á staðnum eða hver hefði valdið áverkunum. Hún og Kristján hefðu rifist, og hún átt upptökin að rifrildunum. Þá hefði komið til slagsmála þeirra á milli og hún þá kýlt Kristján en hann sparkað í hana. Konan er sögð engu geta svarað um hvar þessi átök hafi átt sér stað. Hún hafi borið fyrir sig að hún hafi verið í mikilli neyslu. Þrátt fyrir þennan nýja framburð konunnar var það niðurstaða Lansdréttar í janúar að Kristján skyldi sitja áfram í gæsluvarðhaldi. Dómurinn vísaði til ítarlegs og samhljóða framburðar konunnar í fyrri skýrslutökum sem samrýmist rannsóknargögnum málsins.
„Allt framangreint með þeim afleiðingum að hún hlaut krónubrot í annarri framtönn, hægra megin í efri góm (tönn 12) og skemmd á hægri framtönn í efri góm (tönn 11), mar og skurði í hársverði, skrámur á hvirfli, sár á hnakka, mar og rispur á enni, skurð milli augabrúna, mar í kringum bæði augu, mar á hægra kinnbeini, mar og sár á hægra eyra, mar á vinstra eyra og aftan við eyrað, skrámur, rispur og mar á hálsi, hringlaga skurð á vinstri framhandlegg og rispur og skurðir þar í kring, mar og rispur á hægri upphandlegg og efri útlim, mar og bjúgur frá neðanverðum framhandlegg, úlnlið, handbaki og út á fingur hægra handar, skrámur og rispur á vinstri efri útlim, sár á vinstri framhandlegg, skrámur og mar á brjóstkassa, mar yfir vinstra rifjabarði, ótilfært brot í 7. rifbeini vinstra megin, útbreidda marbletti og rispur á kvið, hægri og vinstri síðu, öllu bakinu og niður á rasskinnar, mar ofan við lífbein, hringlaga skurð framanvert á vinstra læri og annan skurð ofar á vinstra lærinu, útbreidda marbletti, skurði og rispur á báðum fótleggjum og opið sár á hægri ökla.“
Dómsmál Hafnarfjörður Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira