GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sindri Sverrisson skrifar 28. febrúar 2025 10:01 Pavel Ermolinskij bíður spenntur eftir því að sjá Álftanes og Tindastól í kvöld, í fyrsta leik eftir landsleikjahléið. Stöð 2 Sport Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon segja ljóst að blóðug barátta taki nú við á öllum vígstöðvum í Bónus-deild karla í körfubolta, í síðustu umferðunum fram að sjálfri úrslitakeppninni. Þeir lýsa leik Álftaness og Tindastóls í kvöld. Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD. Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Sjá meira
Leikurinn á Álftanesi, í fyrstu umferð eftir landsleikjahléið, verður hinn svokallaði GAZ-leikur kvöldsins og verður hann sýndur á Stöð 2 BD. Upphitun GAZ-bræðra má sjá hér að neðan. Klippa: GAZ-leikurinn: Álftanes - Tindastóll „Fyrir þessa pásu þá áttu Álftnesingar virkilega góðan mánuð. Þetta var langbesti mánuðurinn þeirra í vetur og eini raunverulega góði mánuðurinn þeirra, þar sem þeir spiluðu af fullri getu,“ segir Pavel og bætir við: „Maður býst við að þeir komi eins út núna, eða betri, en það væri synd og leiðinlegt að sjá ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta, og komi út úr þessari pásu með eitthvað þannig sjálfstraust. Manni líður eins og það sé einhver vinna eftir þarna.“ „Ég held að þeir átti sig á því en það voru rosaleg batamerki á liðinu þennan mánuð, samanborið við þegar þeir spiluðu við sömu lið fyrr á tímabilinu. Þeir unnu líka þá en það voru allt tæpir leikir á meðan að núna var þetta mjög sannfærandi. Svo spiluðu þeir við Grindavík án síns sterkasta manns í vetur, Justin James sem hefur leitt þennan breytingarfasa hjá liðinu, en þeir náðu samt að harka út sigur. En þeir hljóta að átta sig á því að það vantar ekkert svakalega mikið upp á til að þeir geri sig gildandi sem eitthvað vesen fyrir stóru liðin í þessari deild,“ segir Helgi. Allt annað dæmi ef Tindastóll á heimaleikjarétt Núna bíður Álftaness hins vegar risastórt próf gegn efsta liði deildarinnar. „Þeir eru búnir að vera besta lið deildarinnar í vetur en það eru fjórir leikir eftir og þeir eru með Stjörnuna við hliðina á sér. Það verður að vera alveg skýrt hversu ótrúlega mikilvægur deildarmeistaratitill er fyrir Tindastóll. Það er gulls ígildi fyrir þá að tryggja sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina,“ segir Pavel og bætir við: „Þeir eiga eftir krefjandi leiki og hafa engan tíma til að koma sér aftur af stað. Þetta þarf að byrja strax.“ „Hjá Stjörnunni snýst þetta um að Tindastóll fái ekki heimavallarrétt. Þetta er allt annar leikur ef að Stólarnir eru með heimavallarréttinn út úrslitakeppnina,“ segir Helgi en Tindastóll hangir fyrir ofan Stjörnuna vegna innbyrðis úrslita, þó að bæði lið hafi safnað 28 stigum. Álftanes er í 5. sæti með 18 stig en þó aðeins tveimur stigum frá 10. sæti deildarinnar, eins ótrúlegt og það kann að hljóma. Allir leikir kvöldsins verða sýndir á sportrásum Stöðvar 2 í kvöld og Skiptiborðið verður á sínum stað á Stöð 2 Sport. GAZ-leikurinn er sýndur á Stöð 2 BD.
Bónus-deild karla UMF Álftanes Tindastóll Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Sjá meira