Körfubolti

Ís­land mátti þola stórt tap

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Þungt tap í fyrsta leik.
Þungt tap í fyrsta leik. KKÍ

Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 20 ára og yngri mátti þola tap gegn Svíþjóð á Evrópumótinu sem nú fer fram í Portúgal. Lokatölur 92-76 Svíum í vil. Leikinn í heild sinni má sjá neðst í fréttinni.

Segja má að Svíþjóð hafi gefið tóninn strax frá fyrstu mínútu. Þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður var staðan 18-4 og í raun ljóst í hvað stefndi. Staðan í hálfleik var 56-32 og þó íslenska liðið hafi náð að minnka muninn enn frekar í síðari hálfleik varð leikurinn aldrei spennandi.

Kolbrún María Ármannsdóttir var stigahæst í íslenska liðinu með 18 stig. Hún tók einnig 9 fráköst. Dzana Crnac skoraði 17 stig. Þar á eftir kom Heiður Karlsdóttir með 12 stig ásamt því að taka 6 fráköst.

Um var að ræða fyrsta leik Íslands á mótinu. Á morgun mæta íslensku stelpurnar Tyrklandi og á mánudag mæta þær Lettlandi í síðasta leik sínum í riðlakeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×