Körfubolti

NBA reynslu­bolti hand­tekinn fyrir ávísunarfals

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Marcus Morris hefur spilað með fjölmörgum liðum í NBA á þrettán árum sínum í deildinni.
Marcus Morris hefur spilað með fjölmörgum liðum í NBA á þrettán árum sínum í deildinni. Getty/ Rich Schultz

NBA körfuboltamaðurinn Marcus Morris var handtekinn á Flórída um helgina. Hann hneykslast sjálfur á kringumstæðunum og þá einkum orðalaginu í kærunni.

Morris er einn af reyndustu leikmönnum NBA deildarinnar í körfubolta en hann hefur spilað í þrettán tímabil í deildinni.

Morris var handtekinn fyrir að falsa ávísun og á ekki möguleika á að vera leystur út gegn tryggingu þar sem hann gæti flúið fylkið að mati dómarans.

Morris er 35 ára gamall og handtekinn á flugvellinum á Flórída samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni.

„Orðalagið í ákærunni er fáránlegt,“ skrifaði tvíburabróðir hans Markeef Morris á samfélagsmiðlum.

„Fjandinn hafi það að lenda í þessu fyrir þetta okurverð sem þú og fjölskylda þín eru rukkuð um á flugvöllum. Þeir fá síðan alla til að halda það að ég standi í einhverjum fjársvikum,“ skrifaði Morris.

„Þið þurfið að heyra alla söguna. Það eina sem ég get sagt nú að þetta hefur verið eitthvað til að læra af. Þetta er svo skrýtið að ég fæ höfuðverk af því að hugsa um þetta,“ skrifaði Morris.

Marcus Morris hefur spilað 908 leiki í NBA en spilaði ekki á síðasta tímabili eftir að New York Knicks lét hann fara í september.

Hann hefur spilað fyrir Houston Rockets, Phoenix Suns, Detroit Pistons, Boston Celtics, Los Angeles Clippers, Philadelphia 76ers og Cleveland Cavaliers.

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×