Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2025 21:01 Sigvaldi Björn sýndi sínar bestu hliðar. Beate Oma Dahle/NTB Sigvaldi Björn Guðjónsson fór mikinn þegar Kolstad lagði Magdeburg óvænt í Meistaradeild Evrópu karla í handbolta. Þá átti Janus Daði Smárason góðan leik þegar Pick Szeged gerði jafntefli við Barcelona. Eftir jafnan fyrri hálfleik í Noregi var það Kolstad sem leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 15-14. Í síðari hálfleik voru það áfram heimamenn sem voru með undirtökin og unnu þeir á endanum óvæntan fjögurra marka sigur, lokatölur 31-27. Sigvaldi Björn var svo gott sem óstöðvandi í liði Kolstad en hann skoraði 10 mörk og gaf eina stoðsendingu. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark í liði heimamanna á meðan hvorki bróðir hans Arnór Snær né Sveinn Jóhannsson komust á blað. Hvað gestina varðar þá voru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hvorugur með. Í Ungverjalandi var Barcelona í heimsókn og fór það svo að leiknum lauk með 29-29 jafntefli. Janus Daði skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Mario Šoštarić kom að jafn mörgum mörkum í liði heimamanna. A heart-stopping finish in Szeged. The defending champions @FCBhandbol 🔵🔴 rescue 1 point with 𝟮 𝗴𝗼𝗮𝗹𝘀 𝗶𝗻 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗮𝘀𝘁 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲!#CLM #handball #ehfcl pic.twitter.com/xMM2res0u7— EHF Champions League (@ehfcl) February 27, 2025 Báðir leikirnir voru í B-riðli Meistaradeildarinnar og er staðan þannig að Pick Szeged er í 4. sæti með 13 stig að loknum jafn mörgum leikjum. Magdeburg er með 11 stig í 5. sæti líkt og Kolstad sem er sæti neðar. Öll liðin hafa leikið 13 leiki og aðeins ein umferð eftir. Alls eru leiknir 14 leikir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Að þeim loknum fara efstu tvö liðin í báðum riðlum beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Þá skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk þegar Bjerringbro-Silkeborg og Sönderjyske gerðu jafntefli í efstu deild Danmerkur, lokatölur 31-31. Guðmundur Bragi og félagar sitja nú í 5. sæti með 23 stig að loknum 20 leikjum. Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Eftir jafnan fyrri hálfleik í Noregi var það Kolstad sem leiddi með einu marki í hálfleik, staðan þá 15-14. Í síðari hálfleik voru það áfram heimamenn sem voru með undirtökin og unnu þeir á endanum óvæntan fjögurra marka sigur, lokatölur 31-27. Sigvaldi Björn var svo gott sem óstöðvandi í liði Kolstad en hann skoraði 10 mörk og gaf eina stoðsendingu. Benedikt Gunnar Óskarsson skoraði eitt mark í liði heimamanna á meðan hvorki bróðir hans Arnór Snær né Sveinn Jóhannsson komust á blað. Hvað gestina varðar þá voru Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson hvorugur með. Í Ungverjalandi var Barcelona í heimsókn og fór það svo að leiknum lauk með 29-29 jafntefli. Janus Daði skoraði fjögur mörk ásamt því að gefa þrjár stoðsendingar. Aðeins Mario Šoštarić kom að jafn mörgum mörkum í liði heimamanna. A heart-stopping finish in Szeged. The defending champions @FCBhandbol 🔵🔴 rescue 1 point with 𝟮 𝗴𝗼𝗮𝗹𝘀 𝗶𝗻 𝘁𝗵𝗲 𝗹𝗮𝘀𝘁 𝗺𝗶𝗻𝘂𝘁𝗲!#CLM #handball #ehfcl pic.twitter.com/xMM2res0u7— EHF Champions League (@ehfcl) February 27, 2025 Báðir leikirnir voru í B-riðli Meistaradeildarinnar og er staðan þannig að Pick Szeged er í 4. sæti með 13 stig að loknum jafn mörgum leikjum. Magdeburg er með 11 stig í 5. sæti líkt og Kolstad sem er sæti neðar. Öll liðin hafa leikið 13 leiki og aðeins ein umferð eftir. Alls eru leiknir 14 leikir í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu. Að þeim loknum fara efstu tvö liðin í báðum riðlum beint í 8-liða úrslit á meðan liðin í 3. til 6. sæti fara í umspil um sæti í 8-liða úrslitum. Þá skoraði Guðmundur Bragi Ástþórsson tvö mörk þegar Bjerringbro-Silkeborg og Sönderjyske gerðu jafntefli í efstu deild Danmerkur, lokatölur 31-31. Guðmundur Bragi og félagar sitja nú í 5. sæti með 23 stig að loknum 20 leikjum.
Handbolti Meistaradeild Evrópu í handbolta karla Mest lesið „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu Fótbolti „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Íslenski boltinn Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Fótbolti Dagskráin í dag: Sextán beinar útsendingar Sport Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita