Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2025 11:15 Caro-Quintero er sagður hafa staðið að ráninu á Enrique "Kiki" Camarena, sem var pyntaður og myrtur árið 1985. FBI Yfirvöld í Mexíkó framseldu í gær 29 morðingja og háttsetta leiðtoga fíkniefnagengja til Bandaríkjanna. Einn þeirra hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Stjórnvöld í Mexíkó hafa sætt miklum þrýstingi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók embætti í janúar og meðal annars verið hótað með háum tollum. Trump vill sjá Mexíkóa gera meira til að stemma stigu við flæði eiturlyfja yfir landamærin. Svo virðist sem aðferðir Trump séu að bera árangur en samkvæmt New York Times eru aðgerðirnar í gær einar veigamestu aðgerðir sem yfirvöld í Mexíkó hafa ráðist í frá því að stríðið gegn fíkniefnum hófst. Meðal þeirra sem flogið var með til Bandaríkjanna í gær var Rafael Caro-Quintero, einn stofnenda Sinaloa-fíkniefnagengisins, sem var dæmdur í Mexíkó fyrir að leggja á ráðin um morðið á Enrique Camarena árið 1985. Þegar Camarena var myrtur hafði hann nýlega átt aðkomu að umfangsmiklum aðgerðum gegn milljarð dala marjúanaræktun í Mexíkó.Getty/Kypros Camarena starfaði fyrir Drug Enforcement Administration (DEA) og Caro-Quintero hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Það vakti miklar reiði vestanhafs þegar Caro-Quintero var sleppt í Mexíkó árið 2013 en hann var handtekinn á ný árið 2022. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í gær að Trump hefði verið mjög skýr í þeirri afstöðu sinni að fíkniefnagengin væru hryðjuverkahópar og að ráðuneytið væri staðráðið í því að vinna á þeim. Aðrir sem voru fluttir til Bandaríkjanna voru til að mynda bræðurnir Miguel Angel Treviño og Omar Treviño, stofnendur Zetas-gengisins, og José Ángel Canobbio Inzunza, hægri hönd Iván Archivaldo Guzmán Salazar, sonar Joaquín Guzmán Loera. Síðarnefndi er betur þekktur undir viðurnefninu El Chapo. Bandaríkin Mexíkó Fíkniefnabrot Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira
Stjórnvöld í Mexíkó hafa sætt miklum þrýstingi eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti tók embætti í janúar og meðal annars verið hótað með háum tollum. Trump vill sjá Mexíkóa gera meira til að stemma stigu við flæði eiturlyfja yfir landamærin. Svo virðist sem aðferðir Trump séu að bera árangur en samkvæmt New York Times eru aðgerðirnar í gær einar veigamestu aðgerðir sem yfirvöld í Mexíkó hafa ráðist í frá því að stríðið gegn fíkniefnum hófst. Meðal þeirra sem flogið var með til Bandaríkjanna í gær var Rafael Caro-Quintero, einn stofnenda Sinaloa-fíkniefnagengisins, sem var dæmdur í Mexíkó fyrir að leggja á ráðin um morðið á Enrique Camarena árið 1985. Þegar Camarena var myrtur hafði hann nýlega átt aðkomu að umfangsmiklum aðgerðum gegn milljarð dala marjúanaræktun í Mexíkó.Getty/Kypros Camarena starfaði fyrir Drug Enforcement Administration (DEA) og Caro-Quintero hefur verið eftirlýstur í Bandaríkjunum í 40 ár. Það vakti miklar reiði vestanhafs þegar Caro-Quintero var sleppt í Mexíkó árið 2013 en hann var handtekinn á ný árið 2022. Pam Bondi, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði í yfirlýsingu í gær að Trump hefði verið mjög skýr í þeirri afstöðu sinni að fíkniefnagengin væru hryðjuverkahópar og að ráðuneytið væri staðráðið í því að vinna á þeim. Aðrir sem voru fluttir til Bandaríkjanna voru til að mynda bræðurnir Miguel Angel Treviño og Omar Treviño, stofnendur Zetas-gengisins, og José Ángel Canobbio Inzunza, hægri hönd Iván Archivaldo Guzmán Salazar, sonar Joaquín Guzmán Loera. Síðarnefndi er betur þekktur undir viðurnefninu El Chapo.
Bandaríkin Mexíkó Fíkniefnabrot Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Sjá meira