„Staðan er erfið og flókin“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2025 13:01 Sigurður Ingimundarson hefur nýtt tímann vel í landsleikjahléinu. Vísir/Diego Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur í körfubolta, tók nýliðinni landsleikjapásu fagnandi. Með henni gafst tími til að stilla saman strengi fyrir spennandi lokakafla tímabilsins. Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er. Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
Sigurður tók við Keflavíkurliðinu af Pétri Ingvarssyni á miðju móti. Hann náði að stýra Keflavík í einum leik fyrir landsleikjahléið, sem var 104-95 sigur á Haukum. Hann hefur því ekki haft mikinn tíma til að setja sinn svip á liðið fyrir komandi átök og segir pásuna hafa nýst vel. „Hún bara nýttist nokkuð vel hjá Keflavík eins og öðrum liðum. Menn eru spenntir og fullir eftirvæntingar að sjá hverju það skilar okkur í leiknum í kvöld,“ segir Sigurður í samtali við íþróttadeild og bætir við: „Fyrir mig var það mjög gott til að læra betur á liðið og sjá allskonar. Væntanlega aðeins að setja fingraför á spilamennskuna.“ Munum við þá sjá þau fingraför á leik kvöldsins við Grindavík? „Það á eftir að koma í ljós, ég er nú ekki búinn að vera svo lengi. Við sjáum bara hvað gerist. Ég er allavega spenntur fyrir þessu, þetta verður skemmtilegt,“ segir Sigurður. Keflavík og Grindavík eru bæði í þeirri afar jöfnu baráttu sem er um sæti í úrslitakeppninni. Aðeins tveimur stigum munar á liðunum, Grindavík er fyrir ofan. „Þetta leggst fínt í mig. Þetta verður hörkuleikur. Grindavík er mjög gott lið og við ætlum að setja allt í botn í þennan leik og sjá hverju það skilar okkur,“ segir Sigurður. Snúin staða Væntingarnar voru miklar hjá Keflavík fyrir leiktíðina og kröfurnar aukist með stórum prófílum sem hafa samið við liðið í vetur. Það gekk ekki sem skyldi hjá forvera Sigurðar í starfi og staðan snúin. Keflavík er eitt fjögurra liða sem er með 16 stig í 7.-10. sæti deildarinnar. Aðeins átta lið fara í úrslitakeppnina og því má vel vera að tvö lið, eða fleiri, sem endi jöfn að stigum fari ýmist í úrslitakeppnina eða ekki. Keflavík hefur komist í úrslitakeppnina á hverju einasta ári síðan 1987. Það yrði því sögulegt færi liðið ekki þangað í ár. „Staðan er erfið og flókin. Við erum í 10. sæti eins og staðan er og spilum alla nema einn leik sem eftir eru á útivöllum á móti mjög góðum liðum. Þetta gæti eiginlega ekki verið snúnara. En þetta er áskorun og við erum spenntir að takast á við hana,“ segir Sigurður um áskorunina sem fram undan er.
Keflavík ÍF Bónus-deild karla UMF Grindavík Körfubolti Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira