„Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ Stefán Marteinn skrifar 28. febrúar 2025 21:42 Rúnar Ingi einbeittur á hliðarlínunni. vísir / diego Njarðvík tók á móti Haukum í IceMar-höllinni í kvöld þegar nítjánda umferð Bónus deild karla hóf göngu sína. Njarðvíkingar gátu með sigri styrkt stöðu sína í þriðja sæti deildarinnar og um leið formlega fellt Hauka. Í leik sem aldrei varð spennandi voru það Njarðvíkingar sem kjöldrógu Hauka 103-81. „Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum. Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
„Virkilega ánægður með fyrri hálfleikinn sérstaklega hjá mínu liði og bara fagmennskuna sem við sýndum þessum verkefni. Það getur verið svona „tricky“ fyrir bæði lið að koma inn í svona leik þar sem liðin eru á öfugum stað í töflunni, mismunandi pólum,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkinga eftir sigurinn í kvöld. „Við vorum alveg ákveðnir í því að gefa þeim enga von og búa til eitthvað sjálfstraust. Mér fannst fyrri hálfleikurinn bara virkilega fagmannlega spilaður af okkur og við svolítið krömdum þá strax á þessum fyrstu tuttugu mínútum,“ hélt Rúnar Ingi áfram. Njarðvíkingar náðu snemma mikilli forystu sem þeir létu ekki af hendi. Njarðvíkingar voru með 29 stiga forskot í hálfleik en hvað var hægt að segja til að fá menn til að slaka ekki á? „Það er mjög erfitt en ég sjálfur hef spilað marga svona leiki þar sem þú ert einhvernveginn búin að klára leikinn í fyrri hálfleik og þú ert inni í klefa að reyna peppa þig upp í seinni hálfleikinn og það ætla allir að gefa í en svo byrjar seinni hálfleikurinn og þá fer ákvörðunartakan niður. Mikilvægi varnarstoppsins er ekki alltaf jafn mikið og þú ert kannski aðeins viljugri til þess að fara í einstaklingsframtök í sókninni. Þetta snýst um þetta hugarfar að halda áfram með það sem við vorum að gera,“ Njarðvíkingar fóru að gefa ungum leikmönnum séns í kvöld og einn þeirra var Patrik Birmingham sem setti fyrsta skotið sitt í leiknum úr opnum þrist í horninu. „Þetta gefur aðeins meira oft. Það er gríðarlega efnilegur leikmaður og ég er heppinn þjálfari með fullt af góðum leikmönnum sem að fá kannski oft lítið að spila. Það er bara styrkleiki deildarinnar og styrkleiki liðsins. Það er virkileg samkeppni um mínútur hjá okkur og núna þegar allir eru heilir þá er ekkert gefið að fá að vera á gólfinu. Þeir sem að standa sig og leggja sig fram þeir setja tilkall á það að fá fleiri mínútur og það sem það sem við þurfum á að halda núna í næstu leikjum inn í erfiðan mars mánuð,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvíkingar styrku með sigrinum stöðu sína í þriðja sætið og fóru langt með að tryggja sér heimavallarréttinn fyrir fyrstu umferð í úrslitakeppninni. „Það er svo stutt á milli í þessu. Við erum búnir að vinna hérna tæpa spennuleiki eftir áramót og ef að eitt eða tvö skot hefðu farið hinseginn þá værum við núna í baráttu um að komast í úrslitakeppnina. Það er svakalega stutt á milli en með hverjum sigrinum þá höldum við allavega í þriðja sætið. Það er spurning hvernig hinir leikirnir fóru, við eigum Stjörnuna og Tindastól eftir, hvort við getum farið að horfa upp fyrir okkur en að vera með heimavöll í fyrstu umferð það var okkar markmið fyrir tímabilið og við ætlum að gera allt til þess að sjá til þess að það gangi eftir,“ sagði Rúnar Ingi að lokum.
Körfubolti Bónus-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira