Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sindri Sverrisson skrifar 3. mars 2025 12:00 Milena Widlak hefði getað verið að keppa á HM ungmenna í Östersund í Svíþjóð en lenti í skelfilegu slysi á æfingu. Instagram/Milena Widlak Hin 18 ára gamla Milena Widlak, pólsk skíðaskotfimikona, lenti í skelfilegu slysi á æfingu fyrir tveimur vikum og nú telja læknar aðeins eitt prósent líkur á því að hún muni einhvern tímann geta svo mikið sem sest upp sjálf. Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvernig slysið átti sér stað en þó er ljóst að Widlak klessti á tré sem var 2-3 metrum utan brautarinnar sem hún æfði á. Áreksturinn olli afar alvarlegum skaða á höfði og mænu. Widlak var um tíma vart hugað líf en er nú úr lífshættu og er líðan hennar stöðug. Engu að síður er ástand hennar enn grafalvarlegt og líklegast að hún sé lömuð frá mitti og niður, líkt og Agnieszka Cyl, yfirmaður íþróttamála hjá pólska skíðaskotfimisambandinu, sagði við fjölmiðla: „Ástand okkar ungu skíðaskotfimikonu er afar, afar slæmt. Eftir mænuaðgerð hafa læknarnir sagt að hún eigi eins prósents líkur á að geta nokkurn tímann sest upp sjálf.“ Man ekki sjálf hvað gerðist Svo virðist sem að Widlak hafi fallið áður en hún lenti á trénu og að hún hafi ekki náð að gera neitt til að draga úr árekstrinum. Widlak man sjálf ekki nákvæmlega hvað gerðist. Pólski miðillinn Fakt spurði Tomasz Sikora, fremsta skíðaskotfimimann sem Pólverjar hafa átt, út í slysið og hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. „Ég man eftir alvarlegum slysum í skíðaskotfimi en níutíu prósent þeirra tengjast notkun á vopnum. Vanalega gerast slysin ekki á skíðaæfingum. Ég man að einu sinni féll trjágrein á einhvern eftir að hún brotnaði í sterkum vindi. Ég man hins vegar ekki eftir neinu svona slysi á skíðagöngusvæði,“ sagði Sikora sem telur ekki raunhæft að draga úr slysahættu með því til að mynda að klæða öll tré með dýnum til að draga úr mögulegum höggum. Skíðaíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira
Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvernig slysið átti sér stað en þó er ljóst að Widlak klessti á tré sem var 2-3 metrum utan brautarinnar sem hún æfði á. Áreksturinn olli afar alvarlegum skaða á höfði og mænu. Widlak var um tíma vart hugað líf en er nú úr lífshættu og er líðan hennar stöðug. Engu að síður er ástand hennar enn grafalvarlegt og líklegast að hún sé lömuð frá mitti og niður, líkt og Agnieszka Cyl, yfirmaður íþróttamála hjá pólska skíðaskotfimisambandinu, sagði við fjölmiðla: „Ástand okkar ungu skíðaskotfimikonu er afar, afar slæmt. Eftir mænuaðgerð hafa læknarnir sagt að hún eigi eins prósents líkur á að geta nokkurn tímann sest upp sjálf.“ Man ekki sjálf hvað gerðist Svo virðist sem að Widlak hafi fallið áður en hún lenti á trénu og að hún hafi ekki náð að gera neitt til að draga úr árekstrinum. Widlak man sjálf ekki nákvæmlega hvað gerðist. Pólski miðillinn Fakt spurði Tomasz Sikora, fremsta skíðaskotfimimann sem Pólverjar hafa átt, út í slysið og hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það. „Ég man eftir alvarlegum slysum í skíðaskotfimi en níutíu prósent þeirra tengjast notkun á vopnum. Vanalega gerast slysin ekki á skíðaæfingum. Ég man að einu sinni féll trjágrein á einhvern eftir að hún brotnaði í sterkum vindi. Ég man hins vegar ekki eftir neinu svona slysi á skíðagöngusvæði,“ sagði Sikora sem telur ekki raunhæft að draga úr slysahættu með því til að mynda að klæða öll tré með dýnum til að draga úr mögulegum höggum.
Skíðaíþróttir Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Sjá meira