Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bjarki Sigurðsson skrifar 4. mars 2025 11:41 Sigríður Júlía Brynleifsdóttir er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Ísafjarðarbær Bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar segir slæmt fyrir allt samfélagið á Vestfjörðum verði ekkert áætlunarflug þangað. Hún var slegin eftir fréttir gærdagsins en fundar með Icelandair seinna í vikunni um málið. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía. Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, tilkynnti í gær að eftir sumarið 2026 myndi félagið hætta áætlunarflugi til Ísafjarðar. „Ástæðan er sú að við höfum verið að nota vélar af tegundinni Bombardier Dash-200 í þetta flug og höfum notað þær líka í flug til Grænlands. Aðstæður eru að breytast í Grænlandi, flugbrautir að lengjast, svo þær geta tekið við stærri flugvélum. Þessar vélar verða þá ekki samkeppnishæfar þar. Ísafjarðarflugið stendur ekki undir rekstri vélanna eitt og sér. Við þurfum því miður að taka þær úr flotanum. Við erum með aðrar vélar í innanlandsfluginu, Q-400, sem eru stærri. Við getum ekki flogið þeim inn á Ísafjörð,“ segir Bogi. Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir tilkynningu Icelandair hafa komið mjög á óvart. „Mín fyrstu viðbrögð eru náttúrulega að maður er sleginn. Það er frekar þungt í mér hljóðið,“ segir Sigríður Júlía. „Við verðum að finna lausn á þessu, það er ekki í boði að hafa ekkert flug til Ísafjarðar. Þetta eru einu almenningssamgöngurnar hingað vestur þannig það er mikilvægt að við finnum einhverjar lausnir.“ Skoða alla möguleika Bæjar- og sveitarstjórar á Vestfjörðum funda með Icelandair um málið á fimmtudaginn. „Það eru fleiri flugfélög á landinu þannig það er spurning hvort það sjái sér einhver hag í því að fljúga hingað. Eða að ríkið styrki flugið hingað vestur, ég veit það ekki. Við þurfum að taka stöðuna og greina hvaða möguleika við höfum,“ segir Sigríður Júlía. Það hefði gríðarleg áhrif á samfélagið á Vestfjörðum í heild sinni að missa flugið. „Þetta bara kollvarpar mjög miklu fyrir íbúa og fyrirtæki hér,“ segir Sigríður Júlía.
Samgöngur Fréttir af flugi Ísafjarðarbær Icelandair Sveitarstjórnarmál Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fleiri fréttir Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Sjá meira