Skuggi yfir fyrsta heimaleik San Diego Henry Birgir Gunnarsson skrifar 4. mars 2025 13:33 Stuðningsmenn San Diego slógu ekki beint í gegn í fyrsta heimaleik í sögu félagsins. vísir/getty Nýjasta liðið í MLS-deildinni, San Diego FC, var að spila sinn fyrsta heimaleik í sögunni. Ekki varð úr sú gleðistund sem eigendur félagsins vonuðust eftir. Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum. Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira
Leikurinn endaði með leiðinlega markalausu jafntefli en það var framganga áhorfenda sem stal fyrirsögnunum eftir leik. Stór hluti áhorfenda notaði nefnilega niðrandi orð ítrekað allan leikinn. Orðið er þekkt í mexíkóska boltanum og hefur kostað mörg félög milljónir í sektir. Orðið þýðir karlhóra. Stuðningsmenn öskruðu orðið í hvert skipti sem markvörður andstæðinganna sparkaði boltanum frá marki sínu. „Það sem gekk á hér í kvöld endurspeglar ekki hvernig félag við erum og gildin sem við stöndum fyrir,“ sagði í yfirlýsingu frá félaginu. „Okkar boðskapur er að bera virðingu fyrir öllum og að fótbolti sé fyrir alla.“ Farið verður í þá erfiðu leit að finna sökudólgana. Þeir koma þó ekki úr herbúðum harðkjarna stuðningsmanna liðsins heldur voru þetta áhorfendur sem sátu í almennum sætum. Dugar ekki að sekta Vandamálið er aftur á móti áratugagamalt í Mexíkó. Endalausar sektir frá FIFA og átök á vegum knattspyrnusambands Mexíkó hafa engu skilað í þessari baráttu. Meðal annars hefur verið burgðist við vandamálinu með því að spila háværa tónlist á völlunum er áhorfendur láta í sér heyra. Knattspyrnuáhugamenn í Mexíkó segja of mikið gert úr þessu. „Fótboltaleikur er partí og fólk segir þetta bara í gríni. Svona hefur þetta verið í áratugi og mun örugglega aldrei breytast,“ sagði 38 ára gamall stuðningsmaður landsliðs Mexíkó eftir að orðið hafði verið notað í landsleik gegn Bandaríkjunum.
Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna Golf Fleiri fréttir Úr ensku boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin KR fær þýskan varnarmann Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Fegin að hvítir leikmenn Englands klikkuðu líka á vítum Ronaldo trúlofaður Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga Gunnlaugur byrjar vel á móti þar sem til mikils er að vinna „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Enska augnablikið: Sá allra svalasti Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Dagskráin í dag: Allskonar fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Tap setur Ísland í erfiða stöðu Spánn skiptir þjálfaranum út Sjá meira