Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Árni Sæberg skrifar 4. mars 2025 13:43 Eyjólfur Ármannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Vísir/Rúnar Samgönguráðherra segir það mjög slæmar fréttir að Icelandair stefni á að hætta áætlanaflugi milli Reykjavíkur og Ísafjarðar eftir sumarið 2026. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í.“ Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í gær að félagið hyggist hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan væri sérstaða flugvallarins, sem leiði til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Bæjarstjórinn sleginn „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar.“ Sagði Bogi. Áform Icelandair hafa þegar vakið hörð viðbrögð. Til að mynda sagðist Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í hádegisfréttum Bylgjunnar, vera slegin vegna málsins. Málið rætt í ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði þetta slæm tíðindi þegar hann ræddi við Berghildi Erlu Berharðsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann hafi tekið málið upp á ríkisstjórnarfundinum og skilaboðin hafi verið skýr. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í. Hvernig módelið verður eða hvernig það verður gert, það á eftir að koma í ljós. Ég hef óskað eftir fundi með forstjóra Icelandair til að ræða þetta mál.“ Grundvallaratriði fyrir Vestfirði Eyjólfur bendir í þessu samhengi á að ríkið styrki flug á aðra áfangastaði en farþegafjöldi sem þar um ræðir sé miklu, miklu minni en á Ísafjarðarleiðinni. 30 til 35 þúsund manns fljúgi þá leið „Þetta er algjört grundvallaratriði fyrir Vestfirðinga og Ísfirðinga, að þessi leið sé flogin, Reykjavík - Ísafjörður.“ Opni mögulega fyrir minni flugfélög Eyjólfur segir bæði rekstrarlegar og landfræðilegar ástæður liggi að baki ákvörðun Icelandair og skoða verði hvernig hægt sé að bregðast við. „Kannski opnast aðrir möguleikar fyrir annað flugfélag, að komast inn á þennan markað. Þá á aðra minni staði líka. Það á eftir að koma í ljós en það verður flogið í framtíðinni á flugleiðinni Reykjavík - Ísafjörður.“ Samgöngur Ísafjarðarbær Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair sagði í gær að félagið hyggist hætta að fljúga til Ísafjarðarbæjar eftir sumarið 2026. Ástæðan væri sérstaða flugvallarins, sem leiði til þess að einungis litlar vélar geti lent þar og vegna framkvæmda í Grænlandi. Bæjarstjórinn sleginn „Við höfum verið að nota þessar Bombardier Dash 200-vélar í flug til Grænlands og Ísafjarðar. Þessar flugvélar hafa hentað mjög vel í Grænlandsflugi en nú sjáum við fyrir endann á framkvæmdum þar. Þá verða lengri flugbrautir tilbúnar í notkun á næsta ári og þá geta stærri vélar flogið inn með lægri sætiskostnaði og þá eru þessar vélar ekki lengur samkeppnishæfar.“ Sagði Bogi. Áform Icelandair hafa þegar vakið hörð viðbrögð. Til að mynda sagðist Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, í hádegisfréttum Bylgjunnar, vera slegin vegna málsins. Málið rætt í ríkisstjórn Eyjólfur Ármannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sagði þetta slæm tíðindi þegar hann ræddi við Berghildi Erlu Berharðsdóttur fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann hafi tekið málið upp á ríkisstjórnarfundinum og skilaboðin hafi verið skýr. „Við ætlum að tryggja að það verði flogið til Ísafjarðar eftir lok sumars á næsta ári. Þetta er bara vinna sem ég mun fara í. Hvernig módelið verður eða hvernig það verður gert, það á eftir að koma í ljós. Ég hef óskað eftir fundi með forstjóra Icelandair til að ræða þetta mál.“ Grundvallaratriði fyrir Vestfirði Eyjólfur bendir í þessu samhengi á að ríkið styrki flug á aðra áfangastaði en farþegafjöldi sem þar um ræðir sé miklu, miklu minni en á Ísafjarðarleiðinni. 30 til 35 þúsund manns fljúgi þá leið „Þetta er algjört grundvallaratriði fyrir Vestfirðinga og Ísfirðinga, að þessi leið sé flogin, Reykjavík - Ísafjörður.“ Opni mögulega fyrir minni flugfélög Eyjólfur segir bæði rekstrarlegar og landfræðilegar ástæður liggi að baki ákvörðun Icelandair og skoða verði hvernig hægt sé að bregðast við. „Kannski opnast aðrir möguleikar fyrir annað flugfélag, að komast inn á þennan markað. Þá á aðra minni staði líka. Það á eftir að koma í ljós en það verður flogið í framtíðinni á flugleiðinni Reykjavík - Ísafjörður.“
Samgöngur Ísafjarðarbær Flokkur fólksins Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Fréttir af flugi Reykjavíkurflugvöllur Byggðamál Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira