Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2025 14:08 Sanna Magdalena Mörtudóttir, Sósíalistaflokki Íslands, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Pírötum, Heiða Björg Hilmisdóttir, Samfylkingunni, Líf Magneudóttir, Vinstri grænum, og Helga Þórðardóttir, Flokki fólksins, fara fyrir borgarstjórnarmeirihlutanum. Vísir/Vilhelm Nýr meirihluti í borginni hefur sýnt á spilin með aðgerðaráætlun sem lögð var fram á borgarstjórnarfundi í dag. Samstarfsflokkarnir fimm í meirihluta, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, lögðu fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á borgarstjórnarfundi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá oddvitum flokkanna fmm byggir áætlunin á samstarfsyfirlýsingu sem kynnt var á dögunum. „Flokkanir ganga samhentir til verks á sterkum félagslegum grunni og verður lífsgæðum borgarbúa forgangsraðað eins og sjá má í þessari fyrstu aðgerðaráætlun. Allar tillögunar í henni miða að því að styrkja grunnþjónustu enn frekar en um leið sýna ráðdeild og útsjónarsemi við rekstur Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni. Í áætluninni er að finna 25 tillögur sem allar koma til framkvæmda í lýðræðislega kjörnum ráðum og nefndum borgarinnar, þar sem endanleg útfærsla fær faglega umræðu og afgreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hér má nálgast beina útsendingu frá fundinum, sem hófst í hádeginu: Húsnæðisuppbygging, fjölgun leikskóla, ráðdeild og skilvirkni eru sögð meðal forgangsmála flokkanna. Í tilkynningunni segir: Við höfum hug á mæta aukinni húsnæðisþörf með fjölbreyttum lausnum bæði á kjörtímabilinu en líka leggja góðan grunn til framtíðar. Samtal við verkalýðshreyfinguna og ríkið um nýjar leiðir til uppbyggingar er hafið sem og leiðir til að hraða uppbyggingu almennt í borginni. Við munum leita allra leiða til að fjölga plássum í leikskólum og bæta starfsaðstæður í leik og grunnskólum í samstarfi við börn og fjölskyldur, starfsfólk og fræðasamfélagið. Við munum endurskoða og samþætta alla vinnu er varða forvarnir, samvinnu um þær og setja af stað sérstaka vinnu sem tengist ofbeldi gegn börnum og ungmennum. Við ætlum að efla beint og milliliðalaust samtal við íbúa um alla borg með nýjum og fjölbreyttum lýðræðislegum leiðum og fjölga borgaraþingum. Verið er að auka skilvirkni í stjórnsýslunni, þar sem tekið er utan um eignaumsýslu, fyrirkomulag innri og ytri upplýsingagjafar, innkaup og forgangsröðun fjárfestinga, þar með talið í stafrænum lausnum. Starfsfólk borgarinnar þekkir sitt starfsumhverfi best og því munum við leita til þeirra um hugmyndir að því hvernig við getum hagrætt fyrir auknum útgjöldum. Við munum einnig leita til borgarbúa og notenda þjónustunnar sem þekkja þjónustuna best. Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira
Samstarfsflokkarnir fimm í meirihluta, Samfylking, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands, Flokkur fólksins og Vinstri græn, lögðu fram sína fyrstu aðgerðaáætlun á borgarstjórnarfundi í dag. Samkvæmt tilkynningu frá oddvitum flokkanna fmm byggir áætlunin á samstarfsyfirlýsingu sem kynnt var á dögunum. „Flokkanir ganga samhentir til verks á sterkum félagslegum grunni og verður lífsgæðum borgarbúa forgangsraðað eins og sjá má í þessari fyrstu aðgerðaráætlun. Allar tillögunar í henni miða að því að styrkja grunnþjónustu enn frekar en um leið sýna ráðdeild og útsjónarsemi við rekstur Reykjavíkurborgar,“ segir í tilkynningunni. Í áætluninni er að finna 25 tillögur sem allar koma til framkvæmda í lýðræðislega kjörnum ráðum og nefndum borgarinnar, þar sem endanleg útfærsla fær faglega umræðu og afgreiðslu, að því er fram kemur í tilkynningunni. Hér má nálgast beina útsendingu frá fundinum, sem hófst í hádeginu: Húsnæðisuppbygging, fjölgun leikskóla, ráðdeild og skilvirkni eru sögð meðal forgangsmála flokkanna. Í tilkynningunni segir: Við höfum hug á mæta aukinni húsnæðisþörf með fjölbreyttum lausnum bæði á kjörtímabilinu en líka leggja góðan grunn til framtíðar. Samtal við verkalýðshreyfinguna og ríkið um nýjar leiðir til uppbyggingar er hafið sem og leiðir til að hraða uppbyggingu almennt í borginni. Við munum leita allra leiða til að fjölga plássum í leikskólum og bæta starfsaðstæður í leik og grunnskólum í samstarfi við börn og fjölskyldur, starfsfólk og fræðasamfélagið. Við munum endurskoða og samþætta alla vinnu er varða forvarnir, samvinnu um þær og setja af stað sérstaka vinnu sem tengist ofbeldi gegn börnum og ungmennum. Við ætlum að efla beint og milliliðalaust samtal við íbúa um alla borg með nýjum og fjölbreyttum lýðræðislegum leiðum og fjölga borgaraþingum. Verið er að auka skilvirkni í stjórnsýslunni, þar sem tekið er utan um eignaumsýslu, fyrirkomulag innri og ytri upplýsingagjafar, innkaup og forgangsröðun fjárfestinga, þar með talið í stafrænum lausnum. Starfsfólk borgarinnar þekkir sitt starfsumhverfi best og því munum við leita til þeirra um hugmyndir að því hvernig við getum hagrætt fyrir auknum útgjöldum. Við munum einnig leita til borgarbúa og notenda þjónustunnar sem þekkja þjónustuna best.
Reykjavík Borgarstjórn Samfylkingin Píratar Sósíalistaflokkurinn Flokkur fólksins Vinstri græn Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Fleiri fréttir Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Sjá meira