Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. mars 2025 15:27 Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra og Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra veittu tillögum hagræðingarhópsins viðtöku. Vísir/Anton Brink Forsætisráðherra, fjármálaráðherra og formaður hagræðingarhóps ríkisstjórnarinnar kynntu sextíu hagræðingartillögur hópsins á blaðamannafundi rétt í þessu. Ráðgert er að tillögurnar geti falið í sér sparnað upp á 71 milljarð króna á árunum 2026 til 2030. Tillögurnar sextíu eru afrakstur yfirferðar hópsins á um tíu þúsund tillögum sem bárust frá almenningi. Björn Ingi Victorsson, formaður hópsins, sagði þær tillögur sem skilað var til ráðherra í dag ná til sameiningar, hagræðingar í rekstri hins opinbera, aukins aðhalds og umbóta á regluverki. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundinum þar sem tillögurnar voru kynntar. „Í ljósi tímaskorts var ekki hægt að meta allar tillögurnar. Við erum búin að meta hluta af tillögunum og látum starfsmönnum ríkissjóðs að meta restina. Áætlað uppsafnað hagræði af þeim tillögum sem við höfum metið, eru 71 milljarður, yfir tímabil fjármálaáætlunar sem er þá 2026 til 2030,“ sagði Björn. Tillögur sem ekki hafi tekist að meta muni einnig geta skilað almenningi og ríkissjóði töluverðum fjárhæðum. „Við litum til sameininga og samreksturs, hagræðinga í rekstri, opinberra innkaupa og fjárfestinga, fækkunar verkefna og breytinga á regluverki,“ sagði Björn. Þá sagði hann hópinn ekki hafa metið tillögur sem sneru að tilfærslukerfum eða hápólitískum málum, svo sem tillagna sem sneru að breyttu rekstrarfyrirkomulagi, sölu eða stöðvun á rekstri ÁTVR og Ríkisútvarpsins. Skýrslunni sem hefur að geyma tillögurnar sextíu var skilað í þremur köflum: Sameiningar og samrekstur, hagræðingar og aðhald og umbætur á regluverki. Sameining, fermetranýting og fækkun hæstaréttardómara Björn nefndi að stofnanir ríkisins væru í dag 154, þar af eru 68 með færri en 50 starfsmenn. Sameining lítilla stofnana myndi auka slagkraft þeirra og bæta þjónustu við almenning. Það sé mat hópsins að slíkt sé verkefni sem ráðast eigi í strax. „Þessar tillögur snúast um, meðal annars: Sameiningu sýslumanna, löggæslu, héraðsdómstóla, Háskólasamstæðan verður öll tekin og sameinuð, það er sameiginleg stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana, öflugt markaðseftirlit og neytendavernd, stórfelld fækkun nefnda og samrekstur í Stjórnarráðinu, svo eitthvað sé tekið til,“ sagði Björn Ingi. Björn Ingi Victorsson fór fyrir hagræðingarhópnum.Vísir/Anton Brink Hópurinn leggi fram tillögur sem snúi að aðhaldi í æðstu stjórn ríkisins, svo sem með afnámi sérkjara hæstaréttardómara og handhafa forsetavalds, ásamt fækkun hæstaréttardómara, úr sjö í fimm. Afnema eigi ráðstöfunarfé ráðherra og endurskoða og lækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. „Hópurinn gerir enn fremur tillögur um ýmislegt til viðbótar um opinber innkaup, stafvæðingu og upplýsingatækni, bætingu fermetra, að við notum fermetrana betur sem við erum með í rekstri okkar, forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu, rekstrarúttekt á völdum ríkisfyrirtækjum og niðurlagningu ýmissa nefnda, stjórna og ráða.“ Breytingar á lögum um opinbera starfsmenn Björn sagði stærstu tillögurnar snúa að umbótum í regluverki. „Við leggjum til vinnu við afhúðun á ýmsum kröfum sem hafa verið lagðar á, þar meðal annars tölum við um sjálfbærniregluverk ESB.“ Lagt sé til að lögð verði á stöðugleikaregla, sem fjármálaráðherra hefur þegar boðað, útgjaldaendurmat fari fram á öllum ríkisútgjöldum, að lög um opinbera starfsmenn verði aðlöguð að almennum markaði, létt verði á jafnlaunavottun og við leggjum til að endurskoðaðar verði endurgreiðslur vegna rannsóknar, þróunar og kvikmynda. Stjórnmálamanna að tækla pólitíkina „Að lokum vil ég taka fram að fjöldi tillagna sneri að pólitískum úrlausnarefnum, sem eru úrlausnarefni þessa fólks hérna en ekki okkar. Því tókum við það ekki til í okkar tillögum,“ sagði Björn Ingi og vísaði þar til Kristrúnar og Daða. Því hafi tillögur sem sneru að breytingum á fyrirkomulagi ÁTVR og RÚV ekki verið teknar til skoðunar. Björn Ingi sagði það stjórnmálamanna að leggja mat á hápólitískar tillögur sem bárust, til að mynda þær sem snúa að ÁTVR og RÚV. Vísir/Anton Brink Tillögur hafi einnig borist sem sneru að því að hætta með ráðherrabíla, fækka pólitískum aðstoðarmönnum, sendiráðum og opinberum ferðum stjórnmálamanna á erlenda grundu. „Þetta var allt skoðað í hópnum og að sjálfsögðu tekið til greina, en hópurinn setur ekki fram tillögu um þessi efni,“ sagði Björn Ingi og þakkaði samstarfsfólki sínu í hagræðingarnefndinni og öðrum sem komu að vinnunni. Úr mörgu að moða þótt allt verði ekki notað Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði vinnu við tillögurnar hafa verið vandaða og metnaðarfulla, þrátt fyrir að hafa verið unnin á stuttum tíma. Ljóst væri að mikil tækifæri væru til staðar. Áætluð hagræðing upp á 70 milljarða til næstu fimm ára sýndi fram á að úr miklu væri að moða. „Það sýnir líka að það er vel hægt að taka til og fara betur með fjármagn í ríkisrekstri, þó að það verði ekki unnið með allar þessar tillögur,“ sagði Kristrún. Nú taki við pólitísk forgangsröðun. Hér má sjá hagræðingarhópinn ásamt fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Frá vinstri: Hildur Georgsdóttir, Oddný Árnadóttir, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, Björn Ingi Victorsson, formaður hópsins, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, og Gylfi Ólafsson.Vísir/Anton Brink „Vegna þess að það er okkar að taka ábyrgð á því hvaða verkefni við ráðumst í. Það verður í lok dags fagráðuneytanna að taka þetta til sín og gera þetta að sínu, vegna þess að það eru þau sem þurfa að gera þetta að veruleika.“ Hópur á vegum ráðuneytanna fylgi tillögunum eftir Tillögurnar hafi verið kynntar ríkisstjórn á fundi hennar í morgun, og vakið mikla ánægju. Ríkisstjórnin hafi samþykkt að vinnuhópur sem starfaði með hagræðingarhópnum starfi áfram við framkvæmd tillagnanna. Þar er átt við tvo úr forsætisráðuneytinu og tvo úr fjármálaráðuneytinu. Þeirra vinna snúi að eftirfylgni með tillögunum. „Það var líka samþykkt að ráðuneytin myndu öll taka mið af þessari vinnu núna þegar verið er að leggjast yfir fjármálaáætlun fyrir 2026 til 2030.“ Eitthvað komist strax inn, annað verði að bíða fjárlaga í haust og enn annað fjármálaáætlunar næsta vor. „Sumt getum við ráðist strax í,“ sagði Kristrún. „Hvað verður um byggðirnar í landinu?“ Kristrún nefndi þann fjölda sameiningatillagna sem finna mætti í plagginu. „Ég veit að það fyrsta sem fólk hugsar þegar talað er um sameiningar er: „Hvað verður um byggðirnar í landinu?“ Það er alltaf umræðan sem fer af stað, það er mjög eðlileg umræða. Pólitíkin, pólitísk þróun og byggðaþróun hér á Íslandi hefur oft haft í för með sér að störf hafa sogast yfir á höfuðborgarsvæðið,“ sagði Kristrún. Hugmyndin sé hins vegar sú að koma á fót samhæfingarhópi um sameiningu stofnana, sem forgangsraði sameiningarhugmyndum og taki mið af byggðasjónarmiðum. Ekki þurfi aðeins að verja gömul störf heldur einnig tryggja tækifæri fyrir ný störf til að myndast úti á landi. Um laun fyrir handhafa forsetavalds sagðist Kristrún telja um úrelt fyrirbæri að ræða. Máli skipti að ráðamenn byrjuðu á sjálfum sér, en Kristrún þiggur slík laun þegar Halla Tómasdóttir forseti er erlendis. Forgangsröðun og pólitísk stefnumótun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra sagði hafa komið á óvart hversu hratt og vel hefði verið hægt að vinna tillögurnar, hversu vel þjóðin tók í þær og hversu góðar tillögur litu dagsins ljós. „Það hefur verið unnið algjört þrekvirki af þessum hópi, að taka saman tíu þúsund tillögur niður í sextíu,“ sagði Daði. Hann sagði sérstaklega ánægjulegt hversu margar áhugaverðar tillögur væri að finna í lokaafurðinni. Nú þurfi að fara yfir pólitíkina í tillögunum, forgangsraða þeim og sjá hvað skili sér að endingu í stefnu ríkisstjórnarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira
Tillögurnar sextíu eru afrakstur yfirferðar hópsins á um tíu þúsund tillögum sem bárust frá almenningi. Björn Ingi Victorsson, formaður hópsins, sagði þær tillögur sem skilað var til ráðherra í dag ná til sameiningar, hagræðingar í rekstri hins opinbera, aukins aðhalds og umbóta á regluverki. Hér að neðan má sjá frá blaðamannafundinum þar sem tillögurnar voru kynntar. „Í ljósi tímaskorts var ekki hægt að meta allar tillögurnar. Við erum búin að meta hluta af tillögunum og látum starfsmönnum ríkissjóðs að meta restina. Áætlað uppsafnað hagræði af þeim tillögum sem við höfum metið, eru 71 milljarður, yfir tímabil fjármálaáætlunar sem er þá 2026 til 2030,“ sagði Björn. Tillögur sem ekki hafi tekist að meta muni einnig geta skilað almenningi og ríkissjóði töluverðum fjárhæðum. „Við litum til sameininga og samreksturs, hagræðinga í rekstri, opinberra innkaupa og fjárfestinga, fækkunar verkefna og breytinga á regluverki,“ sagði Björn. Þá sagði hann hópinn ekki hafa metið tillögur sem sneru að tilfærslukerfum eða hápólitískum málum, svo sem tillagna sem sneru að breyttu rekstrarfyrirkomulagi, sölu eða stöðvun á rekstri ÁTVR og Ríkisútvarpsins. Skýrslunni sem hefur að geyma tillögurnar sextíu var skilað í þremur köflum: Sameiningar og samrekstur, hagræðingar og aðhald og umbætur á regluverki. Sameining, fermetranýting og fækkun hæstaréttardómara Björn nefndi að stofnanir ríkisins væru í dag 154, þar af eru 68 með færri en 50 starfsmenn. Sameining lítilla stofnana myndi auka slagkraft þeirra og bæta þjónustu við almenning. Það sé mat hópsins að slíkt sé verkefni sem ráðast eigi í strax. „Þessar tillögur snúast um, meðal annars: Sameiningu sýslumanna, löggæslu, héraðsdómstóla, Háskólasamstæðan verður öll tekin og sameinuð, það er sameiginleg stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana, öflugt markaðseftirlit og neytendavernd, stórfelld fækkun nefnda og samrekstur í Stjórnarráðinu, svo eitthvað sé tekið til,“ sagði Björn Ingi. Björn Ingi Victorsson fór fyrir hagræðingarhópnum.Vísir/Anton Brink Hópurinn leggi fram tillögur sem snúi að aðhaldi í æðstu stjórn ríkisins, svo sem með afnámi sérkjara hæstaréttardómara og handhafa forsetavalds, ásamt fækkun hæstaréttardómara, úr sjö í fimm. Afnema eigi ráðstöfunarfé ráðherra og endurskoða og lækka ríkisstyrki til stjórnmálaflokka. „Hópurinn gerir enn fremur tillögur um ýmislegt til viðbótar um opinber innkaup, stafvæðingu og upplýsingatækni, bætingu fermetra, að við notum fermetrana betur sem við erum með í rekstri okkar, forgangsröðun í heilbrigðiskerfinu, rekstrarúttekt á völdum ríkisfyrirtækjum og niðurlagningu ýmissa nefnda, stjórna og ráða.“ Breytingar á lögum um opinbera starfsmenn Björn sagði stærstu tillögurnar snúa að umbótum í regluverki. „Við leggjum til vinnu við afhúðun á ýmsum kröfum sem hafa verið lagðar á, þar meðal annars tölum við um sjálfbærniregluverk ESB.“ Lagt sé til að lögð verði á stöðugleikaregla, sem fjármálaráðherra hefur þegar boðað, útgjaldaendurmat fari fram á öllum ríkisútgjöldum, að lög um opinbera starfsmenn verði aðlöguð að almennum markaði, létt verði á jafnlaunavottun og við leggjum til að endurskoðaðar verði endurgreiðslur vegna rannsóknar, þróunar og kvikmynda. Stjórnmálamanna að tækla pólitíkina „Að lokum vil ég taka fram að fjöldi tillagna sneri að pólitískum úrlausnarefnum, sem eru úrlausnarefni þessa fólks hérna en ekki okkar. Því tókum við það ekki til í okkar tillögum,“ sagði Björn Ingi og vísaði þar til Kristrúnar og Daða. Því hafi tillögur sem sneru að breytingum á fyrirkomulagi ÁTVR og RÚV ekki verið teknar til skoðunar. Björn Ingi sagði það stjórnmálamanna að leggja mat á hápólitískar tillögur sem bárust, til að mynda þær sem snúa að ÁTVR og RÚV. Vísir/Anton Brink Tillögur hafi einnig borist sem sneru að því að hætta með ráðherrabíla, fækka pólitískum aðstoðarmönnum, sendiráðum og opinberum ferðum stjórnmálamanna á erlenda grundu. „Þetta var allt skoðað í hópnum og að sjálfsögðu tekið til greina, en hópurinn setur ekki fram tillögu um þessi efni,“ sagði Björn Ingi og þakkaði samstarfsfólki sínu í hagræðingarnefndinni og öðrum sem komu að vinnunni. Úr mörgu að moða þótt allt verði ekki notað Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði vinnu við tillögurnar hafa verið vandaða og metnaðarfulla, þrátt fyrir að hafa verið unnin á stuttum tíma. Ljóst væri að mikil tækifæri væru til staðar. Áætluð hagræðing upp á 70 milljarða til næstu fimm ára sýndi fram á að úr miklu væri að moða. „Það sýnir líka að það er vel hægt að taka til og fara betur með fjármagn í ríkisrekstri, þó að það verði ekki unnið með allar þessar tillögur,“ sagði Kristrún. Nú taki við pólitísk forgangsröðun. Hér má sjá hagræðingarhópinn ásamt fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Frá vinstri: Hildur Georgsdóttir, Oddný Árnadóttir, Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra, Björn Ingi Victorsson, formaður hópsins, Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra, og Gylfi Ólafsson.Vísir/Anton Brink „Vegna þess að það er okkar að taka ábyrgð á því hvaða verkefni við ráðumst í. Það verður í lok dags fagráðuneytanna að taka þetta til sín og gera þetta að sínu, vegna þess að það eru þau sem þurfa að gera þetta að veruleika.“ Hópur á vegum ráðuneytanna fylgi tillögunum eftir Tillögurnar hafi verið kynntar ríkisstjórn á fundi hennar í morgun, og vakið mikla ánægju. Ríkisstjórnin hafi samþykkt að vinnuhópur sem starfaði með hagræðingarhópnum starfi áfram við framkvæmd tillagnanna. Þar er átt við tvo úr forsætisráðuneytinu og tvo úr fjármálaráðuneytinu. Þeirra vinna snúi að eftirfylgni með tillögunum. „Það var líka samþykkt að ráðuneytin myndu öll taka mið af þessari vinnu núna þegar verið er að leggjast yfir fjármálaáætlun fyrir 2026 til 2030.“ Eitthvað komist strax inn, annað verði að bíða fjárlaga í haust og enn annað fjármálaáætlunar næsta vor. „Sumt getum við ráðist strax í,“ sagði Kristrún. „Hvað verður um byggðirnar í landinu?“ Kristrún nefndi þann fjölda sameiningatillagna sem finna mætti í plagginu. „Ég veit að það fyrsta sem fólk hugsar þegar talað er um sameiningar er: „Hvað verður um byggðirnar í landinu?“ Það er alltaf umræðan sem fer af stað, það er mjög eðlileg umræða. Pólitíkin, pólitísk þróun og byggðaþróun hér á Íslandi hefur oft haft í för með sér að störf hafa sogast yfir á höfuðborgarsvæðið,“ sagði Kristrún. Hugmyndin sé hins vegar sú að koma á fót samhæfingarhópi um sameiningu stofnana, sem forgangsraði sameiningarhugmyndum og taki mið af byggðasjónarmiðum. Ekki þurfi aðeins að verja gömul störf heldur einnig tryggja tækifæri fyrir ný störf til að myndast úti á landi. Um laun fyrir handhafa forsetavalds sagðist Kristrún telja um úrelt fyrirbæri að ræða. Máli skipti að ráðamenn byrjuðu á sjálfum sér, en Kristrún þiggur slík laun þegar Halla Tómasdóttir forseti er erlendis. Forgangsröðun og pólitísk stefnumótun Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra sagði hafa komið á óvart hversu hratt og vel hefði verið hægt að vinna tillögurnar, hversu vel þjóðin tók í þær og hversu góðar tillögur litu dagsins ljós. „Það hefur verið unnið algjört þrekvirki af þessum hópi, að taka saman tíu þúsund tillögur niður í sextíu,“ sagði Daði. Hann sagði sérstaklega ánægjulegt hversu margar áhugaverðar tillögur væri að finna í lokaafurðinni. Nú þurfi að fara yfir pólitíkina í tillögunum, forgangsraða þeim og sjá hvað skili sér að endingu í stefnu ríkisstjórnarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Rekstur hins opinbera Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Stjórnsýsla Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Fleiri fréttir Ekki lengur framsal á fullveldi heldur neytendavernd Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Sjá meira