Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Magnús Jochum Pálsson skrifar 6. mars 2025 15:14 Íbúar Laugardals hafa ítrekað kvartað yfir Sunnutorgi vegna þess hve mikið lýti það er á hverfinu í núverandi mynd. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg mun gera húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagasamtökin Veraldarvini um hið sögufræga Sunnutorg á Langholtsvegi 70. Húsið verður endurbyggt í upprunalegri mynd og mun meðal annars hýsa fræðslustarf í umhverfismálum. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi auglýst eftir aðila til að byggja upp Sunnutorg með útboði þann 22. september 2023. Engin gild tilboð hafi borist svo ákveðið var að fara í samningskaup við Veraldarvini sem skiluðu inn tilboði eftir að frestur var runninn út. Húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagið var samþykktur í borgarráði í dag. „Gert er ráð fyrir að Veraldarvinir geti hafið framkvæmdir við húsnæðið, sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd, innan við þremur mánuðum frá undirritun samnings og að starfsemi hefjist í húsnæðinu eigi síðar en á vormánuðum 2026,“ segir í tilkynningunni. Samtökin munu fjármagna framkvæmdirnar að fullu og er gildistími leigusamnings fimmtán ár. Að þeim tíma liðnum beri Veraldarvinum að skila eigninni til Reykjavíkurborgar og verði allar fastar framkvæmdir og viðbætur eign borgarinnar við lok leigutíma. Lífrænn markaður og fræðsla fyrir grunnskólabörn Í tilkynningunni kemur fram að Veraldarvinir sjái fyrir sér að Sunnutorg verði „staður þar sem íbúar hverfisins og aðrir Reykvíkingar geti sótt sér fræðslu um sjálfbærni og allt sem henni fylgir.“ Félagið ætlar að bjóða nemendum í grunnskólum hverfisins í fræðsluheimsóknir en auk þess verði fræðsla í boði fyrir aðra hópa. „Húsið verður endurbyggt og rekið af sjálfboðaliðum Veraldarvina, sem sjá einnig fyrir sér að setja upp markað á Sunnutorgi fyrir lífrænt ræktaðar afurðir og aðstöðu fyrir listamenn til að sýna og jafnvel selja, list sína,“ segir í tilkynningunni. Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Reykjavíkurborgar. Þar kemur fram að Reykjavíkurborg hafi auglýst eftir aðila til að byggja upp Sunnutorg með útboði þann 22. september 2023. Engin gild tilboð hafi borist svo ákveðið var að fara í samningskaup við Veraldarvini sem skiluðu inn tilboði eftir að frestur var runninn út. Húsaleigu- og uppbyggingarsamning við félagið var samþykktur í borgarráði í dag. „Gert er ráð fyrir að Veraldarvinir geti hafið framkvæmdir við húsnæðið, sem verður endurbyggt í upprunalegri mynd, innan við þremur mánuðum frá undirritun samnings og að starfsemi hefjist í húsnæðinu eigi síðar en á vormánuðum 2026,“ segir í tilkynningunni. Samtökin munu fjármagna framkvæmdirnar að fullu og er gildistími leigusamnings fimmtán ár. Að þeim tíma liðnum beri Veraldarvinum að skila eigninni til Reykjavíkurborgar og verði allar fastar framkvæmdir og viðbætur eign borgarinnar við lok leigutíma. Lífrænn markaður og fræðsla fyrir grunnskólabörn Í tilkynningunni kemur fram að Veraldarvinir sjái fyrir sér að Sunnutorg verði „staður þar sem íbúar hverfisins og aðrir Reykvíkingar geti sótt sér fræðslu um sjálfbærni og allt sem henni fylgir.“ Félagið ætlar að bjóða nemendum í grunnskólum hverfisins í fræðsluheimsóknir en auk þess verði fræðsla í boði fyrir aðra hópa. „Húsið verður endurbyggt og rekið af sjálfboðaliðum Veraldarvina, sem sjá einnig fyrir sér að setja upp markað á Sunnutorgi fyrir lífrænt ræktaðar afurðir og aðstöðu fyrir listamenn til að sýna og jafnvel selja, list sína,“ segir í tilkynningunni.
Borgarstjórn Reykjavík Skipulag Húsavernd Tengdar fréttir Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01 Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Bregðast við ítrekuðum seinkunum leiðar 14 Til stendur að leggja niður strætóstoppistöðina Hólsveg sem er að finna á horni Langholtsvegar og Hólsvegar í Reykjavík. Strætó númer 14 stoppar þar á leið sinni í átt að Verzlunarskólanum, en ákvörðunin nú er tekin til að strætó geti betur haldið áætlun. 5. október 2023 14:01
Íbúar ósáttir við stöðu Sunnutorgs: „Þetta er lýti á hverfinu“ Íbúi í Laugardal segir Sunnutorg eitt mesta lýti hverfisins en húsið hefur staðið autt um árabil. Meirihluti íbúa vilji húsið burt í núverandi mynd en aðgerðarleysi borgarinnar sé algjört. 16. október 2022 21:15