Villuljós í varnarstarfi Gunnar Pálsson skrifar 6. mars 2025 20:34 Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu. Viðbrögð Evrópuríkjanna við þessari umfangsmiklu kúvendingu Bandaríkjanna hafa verið blendin. Mörg þeirra hafa ekki látið við það sitja að gagnrýna áformin, heldur hafa ýmist reynt að torvelda framkvæmd þeirra eða telja bandamönnum sínum hughvarf. Skýringanna er ekki langt að leita. Það var undir forystu Bandaríkjanna sem aðild Úkraínu að NATO var upphaflega sett á dagskrá gegn vilja stórra Evrópuríkja. Það voru síðan Bandaríkin sjálf sem drógu vagninn fyrir sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu 2014 og 2022. Tregða Evrópuríkjanna til að snúast á ásnum með Bandaríkjunum er því fyllilega skiljanleg. En hún er einnig misráðin. Evrópuríkin hafa ekki sýnt fram að þau hafi nothæfa, hvað þá sameiginlega, áætlun um hvernig halda skuli baráttunni í Úkraínu til streitu, nú þegar fyrirsjáanlegt er að Bandaríkin kunni að hellast úr lestinni. Þrátt fyrir gríðarlegar fórnir Úkraínumanna, stórfellt mannfall og eyðileggingu, fólksflótta og missi meira en fimmtungs landsins til rússneska innrásarliðsins, virðast Evrópuríkin líta svo á að enn sé ekki fullreynt hvort óbreytt stefna beri á endanum tilætlaðan árangur. Er óneitanlega nokkur kaldhæðni í því fólgin að kalla slíka afstöðu “að standa með” Úkraínu. Óbreytt stefna er raunar ekki í boði. Fyrirætluð aukning framlaga til varnarmála, sem leiðtogaráð ESB hefur nú samþykkt, getur engu breytt um úrslit yfirstandandi átaka í Úkraínu. Til þess eru áform sambandsins of seint fram komin. Taka mun nokkur ár að byggja upp bolmagn í iðnaði sem nauðsynlegt er til aukinnar vopnaframleiðslu í Evrópu. Í millitíðinni eiga Evrópuríkin engan annan kost en að kaupa meirihluta hergagna sinna áfram frá Bandaríkjunum, sem sjálf eiga fullt í fangi með að endurnýja vopnabirgðir sínar. Á þá enn eftir að koma í ljós hvort almenningur í Evrópuríkjunum sætti sig við þá umtalsverðu skuldsetningu og/eða niðurskurð opinberrar þjónustu sem óhjákvæmilega þarf að grípa til svo áform sambandsins um “endurvígvæðingu” Evrópu geti orðið að veruleika. Ákvörðun Evrópuríkja um að efla sínar eigin varnir er engu að síður lofsverð. Ef rétt er á haldið, er hún til þess fallin að jafna byrðarnar í Atlantshafssamstarfinu og þar með styrkja samstarfið. Af þessari ástæðu hafa Evrópuríkin nú tækifæri til að leggjast á árar með Bandaríkjunum og draga úr því eldfima ástandi sem skapast hefur í álfunni í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Gangi þeim tækifærið úr greipum, er á hinn bóginn hætta á að rekinn verði fleygur í Atlantshafssamstarfið og varnir Evrópu veiktar. Frá árdögum lýðveldisins hefur það verið leiðarstef íslenskrar utanríkisstefnu að þjóðin verði ekki knúin til að velja á milli samstarfs við Norður-Ameríku og Evrópu. Það væri í samræmi við þá meginhagsmuni að stjórnvöld tækju undir tilraunir Bandaríkjanna til að leiða til lykta það ógnvænlega ástand sem nú ríkir í Úkraínu. Vænti þau þess að ESB, fari það sínar eigin leiðir, muni í fyrirsjáanlegri framtíð vísa veginn til friðar í álfunni, gæti það reynst viðsjárvert villuljós. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum, CSCE og ESB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innrás Rússa í Úkraínu Bandaríkin Úkraína Mest lesið Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Sjá meira
Atburðir síðustu daga hafa undirstrikað svart á hvítu að Bandaríkin ætli að koma samskiptum sínum við Rússland, stærsta kjarnaveldi veraldar, á réttan kjöl. Til að það megi takast, þarf fyrst að binda endi á stríðsátökin í Úkraínu. Viðbrögð Evrópuríkjanna við þessari umfangsmiklu kúvendingu Bandaríkjanna hafa verið blendin. Mörg þeirra hafa ekki látið við það sitja að gagnrýna áformin, heldur hafa ýmist reynt að torvelda framkvæmd þeirra eða telja bandamönnum sínum hughvarf. Skýringanna er ekki langt að leita. Það var undir forystu Bandaríkjanna sem aðild Úkraínu að NATO var upphaflega sett á dagskrá gegn vilja stórra Evrópuríkja. Það voru síðan Bandaríkin sjálf sem drógu vagninn fyrir sameiginlegum aðgerðum vestrænna ríkja gegn Rússum eftir innrás þeirra í Úkraínu 2014 og 2022. Tregða Evrópuríkjanna til að snúast á ásnum með Bandaríkjunum er því fyllilega skiljanleg. En hún er einnig misráðin. Evrópuríkin hafa ekki sýnt fram að þau hafi nothæfa, hvað þá sameiginlega, áætlun um hvernig halda skuli baráttunni í Úkraínu til streitu, nú þegar fyrirsjáanlegt er að Bandaríkin kunni að hellast úr lestinni. Þrátt fyrir gríðarlegar fórnir Úkraínumanna, stórfellt mannfall og eyðileggingu, fólksflótta og missi meira en fimmtungs landsins til rússneska innrásarliðsins, virðast Evrópuríkin líta svo á að enn sé ekki fullreynt hvort óbreytt stefna beri á endanum tilætlaðan árangur. Er óneitanlega nokkur kaldhæðni í því fólgin að kalla slíka afstöðu “að standa með” Úkraínu. Óbreytt stefna er raunar ekki í boði. Fyrirætluð aukning framlaga til varnarmála, sem leiðtogaráð ESB hefur nú samþykkt, getur engu breytt um úrslit yfirstandandi átaka í Úkraínu. Til þess eru áform sambandsins of seint fram komin. Taka mun nokkur ár að byggja upp bolmagn í iðnaði sem nauðsynlegt er til aukinnar vopnaframleiðslu í Evrópu. Í millitíðinni eiga Evrópuríkin engan annan kost en að kaupa meirihluta hergagna sinna áfram frá Bandaríkjunum, sem sjálf eiga fullt í fangi með að endurnýja vopnabirgðir sínar. Á þá enn eftir að koma í ljós hvort almenningur í Evrópuríkjunum sætti sig við þá umtalsverðu skuldsetningu og/eða niðurskurð opinberrar þjónustu sem óhjákvæmilega þarf að grípa til svo áform sambandsins um “endurvígvæðingu” Evrópu geti orðið að veruleika. Ákvörðun Evrópuríkja um að efla sínar eigin varnir er engu að síður lofsverð. Ef rétt er á haldið, er hún til þess fallin að jafna byrðarnar í Atlantshafssamstarfinu og þar með styrkja samstarfið. Af þessari ástæðu hafa Evrópuríkin nú tækifæri til að leggjast á árar með Bandaríkjunum og draga úr því eldfima ástandi sem skapast hefur í álfunni í kjölfar stríðsins í Úkraínu. Gangi þeim tækifærið úr greipum, er á hinn bóginn hætta á að rekinn verði fleygur í Atlantshafssamstarfið og varnir Evrópu veiktar. Frá árdögum lýðveldisins hefur það verið leiðarstef íslenskrar utanríkisstefnu að þjóðin verði ekki knúin til að velja á milli samstarfs við Norður-Ameríku og Evrópu. Það væri í samræmi við þá meginhagsmuni að stjórnvöld tækju undir tilraunir Bandaríkjanna til að leiða til lykta það ógnvænlega ástand sem nú ríkir í Úkraínu. Vænti þau þess að ESB, fari það sínar eigin leiðir, muni í fyrirsjáanlegri framtíð vísa veginn til friðar í álfunni, gæti það reynst viðsjárvert villuljós. Höfundur er fyrrverandi sendiherra Íslands m.a. hjá NATO, Sameinuðu þjóðunum, CSCE og ESB.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun