Annað Starship sprakk í loft upp Samúel Karl Ólason skrifar 7. mars 2025 10:35 Frá geimskoti Starship í Texas í gær. AFP/Brandon Bell Annað tilraunaskot Starship-geimskips SpaceX í röð misheppnaðist í gærkvöldi. Geimskipið sprakk skömmu eftir geimskotið og dreifðist brakið úr því í háloftunum yfir Flórída og Karíbahafinu þar sem það brann, með tilheyrandi sjónarspili. Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025 Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Starship var skotið á loft frá höfuðstöðvum SpaceX í Texas. Geimskotið fór vel af stað en eftir nokkrar mínútur misstu starfsmenn fyrirtækisins samband við Starship og síðan slökknaði á einhverjum hreyflum þess. Geimskipið átti að falla til jarðar yfir Indlandshafi eftir um klukkustundar flug en eins og áður segir sprakk það í loft upp í um 150 kílómetra hæð, skömmu eftir flugtak. Ekki liggur fyrir hvort sjálfvirkt kerfi geimfarsins hafi sprengt það í loft upp eftir að sambandið slitnaði eða það hafi fyrst sprungið vegna einhvers galla eða mistaka. Þótt geimskip þetta hafi sprungið í loft upp, eins og það síðasta, tókst aftur að grípa Super Heavy eldflaugina, sem er á stærð við turn Hallgrímskirkju. Mechazilla has caught the Super Heavy booster! pic.twitter.com/JFeJSdnQ5x— SpaceX (@SpaceX) March 6, 2025 Starship-kerfið samanstendur af gríðarstórri eldflaug og af um fimmtíu metra löngu geimfari sem ber nafnið Starship. Bæði stig kerfisins eru hönnuð til að geta verið notuð fljótt aftur, eins og SpaceX hefur gert með Falcon-eldflaugarnar. Stæða Super Heavy eldflaugarinnar og Starship er 120 metrar á hæð. Eldflaugin er búin 33 Raptor hreyflum sem brenna metan og fljótandi súrefni. Á myndbandinu hér að neðan má fyrst sjá þegar Starship brotnar upp í háloftunum og síðan nokkur myndskeið sem tekin voru á jörðu niðri af braki brenna upp. Á að flytja menn og birgðir til tunglsins Starship á að vera grunnurinn að framtíð SpaceX. Með því að þróa fullkomlega endurnýtanlega eldflaug og geimfar gæti fyrirtækið dregið enn frekar úr kostnaði við geimskot og framkvæmt þau mun oftar en samkeppnisaðilar. Nota á Starship og Super Heavy til að flytja menn og birgðir til tunglsins og jafnvel lengra út í geim með mun minni tilkostnaði en samkeppnisaðilar hafa burði til. With a test like this, success comes from what we learn, and today’s flight will help us improve Starship’s reliability. We will conduct a thorough investigation, in coordination with the FAA, and implement corrective actions to make improvements on future Starship flight tests… pic.twitter.com/3ThPm0Yzky— SpaceX (@SpaceX) March 7, 2025 Þetta var áttunda tilraunaskotið með Starship og Super Heavy en forsvarsmenn Geimvísindastofnunar Bandaríkjanna (NASA) hafa gert samkomulag við SpaceX um að nota Starship til að lenda geimförum á tunglinu seinna á þessum áratug. Sjá einnig: Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk Eins og síðast bar Starship einnig Starlink-gervihnattalíkön og stóð til að prófa að koma þeim á braut um jörðu með geimfarinu. SpaceX hefur flutt þúsundir slíkra gervihnatta á braut um jörðu með Falcon 9 eldflaugum fyrirtækisins en vonir eru bundnar við að hægt verði að fjölga gervihnöttunum mun meira með því að nota Starship, sem á að geta borið miklu fleiri gervihnetti. Brakið úr Starship sást frá Alþjóðlegu geimstöðinni. We saw the Starship 8 breakup in the upper atmosphere and fall back to earth from the ISS. pic.twitter.com/ZhDoGTCvS4— Don Pettit (@astro_Pettit) March 7, 2025
Bandaríkin SpaceX Geimurinn Artemis-áætlunin Mest lesið „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Erlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Fleiri fréttir Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Sjá meira
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent