Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar 8. mars 2025 08:00 Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Jafnréttismál Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Þann 8. mars er alþjóðlegur baráttudagur kvenna haldinn hátíðlegur um allan heim. Dagurinn er tilefni til að fagna sigrum í jafnréttismálum en einnig til að beina sjónum að þeim áskorunum sem enn eru til staðar. Í dag, þegar konur standa frammi fyrir bakslagi í réttindabaráttu sinni víða um heim, er mikilvægara en nokkru sinni að styrkja innviði sem tryggja öryggi þeirra og réttindi. Eitt af þeim verkefnum sem styrkja stöðu kvenna hér á landi er innleiðing samræmds verklags heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem ég setti á laggirnar árið 2021 sem heilbrigðisráðherra. Bakslag í jafnréttismálum – sótt að réttindum kvenna Í Bandaríkjunum og víða annars staðar heiminum er staða kvenna í jafnréttismálum síður en svo sjálfgefin. Afturför í lögvernduðum réttindum, til að mynda þegar kemur að kyn- og frjósemisréttindum, er staðreynd sem kallar á viðbrögð. Á sama tíma sjáum við aukna hættu á kynbundnu ofbeldi, bæði innan heimila og í samfélaginu í heild. Slík þróun undirstrikar nauðsyn þess að ríki grípi til markvissra aðgerða til að vernda og styðja konur sem verða fyrir ofbeldi, óháð efnahag eða félagslegri stöðu. Samræmt verklag sem viðurkennd fyrirmynd Eitt af verkefnunum sem hafa vakið athygli á alþjóðavísu er samræmt verklag heilbrigðisstofnana vegna þjónustu við þolendur heimilisofbeldis, sem hófst hér á landi árið 2021. Verkefnið hefur þegar skilað árangri og hefur vakið athygli Evrópudeildar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sem hefur sýnt áhuga á að innleiða svipaða nálgun víðar í Evrópu. Verklagið felur í sér samræmda nálgun í heilbrigðiskerfinu gagnvart þeim sem leita sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis. Í stað þess að þolendur séu settir í óljósan farveg eða vísað á milli stofnana, fær hver og ein stuðning frá teymi sérfræðinga, þar á meðal félagsráðgjafa og sálfræðinga. Málin eru unnin markvisst og tryggt að þolendur fái alla þá aðstoð sem þeir þurfa – alt frá lögfræðilegri ráðgjöf til öryggisráðstafana og aðstoðar við samskipti við aðrar stofnanir eins og lögreglu og barnavernd. Aukin fjármögnun og lagalegar úrbætur Þegar innleiðing verkefnisins hófst haustið 2022 var Landspítala falið að leiða framkvæmdina. Til þess var veitt sérstök fjármögnun upp á 90 milljónir króna, sem gerði kleift að ráða inn sérfræðinga í heimilisofbeldisteymi. Jafnframt var gerð breyting á lögum um heilbrigðisstarfsmenn árið 2023 sem skýrði heimildir þeirra til að tilkynna lögreglu um ofbeldi í samráði við þolendur. Heilbrigðiskerfið er oft fyrsti og eini viðkomustaður kvenna sem verða fyrir ofbeldi, og því var brýnt að taka af öll tvímæli um hlutverk þess í því að tryggja öryggi þeirra. Hvað næst? Verkefnið hefur þegar sýnt fram á mikilvægi sitt og stuðningur WHO staðfestir að Ísland getur verið í fararbroddi þegar kemur að því að móta öflugar leiðir til að styðja þolendur ofbeldis. Hins vegar er þetta aðeins eitt skref í baráttunni fyrir jafnrétti. Víða um heim er sótt að réttindum kvenna og það er ekkert gefið í þeim efnum. Í stað þess að taka áunnin réttindi sem sjálfsögð verðum við að verja þau og treysta þá innviði sem tryggja öryggi kvenna og annarra þolenda ofbeldis. Heilbrigðiskerfið er einn lykilþáttur í þessari vernd og verkefni sem þetta sýnir hvernig hægt er að byggja upp kerfi sem virkilega virkar fyrir þá sem þurfa mest á því að halda. Á alþjóðlegum baráttudegi kvenna er því tilefni til að fagna þeim árangri sem náðst hefur – en einnig til að minna á að baráttan fyrir jafnrétti er stöðug. Hún er ekki aðeins spurning um lagasetningu heldur líka um raunverulegar aðgerðir, fjármögnun og pólitíska forgangsröðun. Þessi vinna heldur áfram, ekki aðeins fyrir konur í dag heldur einnig fyrir komandi kynslóðir. Til hamingju með daginn konur, baráttan heldur áfram! Höfundur er formaður Vinstri grænna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun