Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kristján Már Unnarsson skrifar 7. mars 2025 22:11 Frá útför Boris Spasskís í Moskvu. A.Fedorov/SE Rússneski skákmeistarinn Boris Spasskí var jarðsettur með viðhöfn í Moskvu í vikunni í kirkjugarði þar sem margar af hetjum Rússlands og Sovétríkjanna hvíla. Útförin var gerð frá höfuðkirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar. Þar með virðist útséð um að Spasskí verði grafinn við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum við Selfoss. Spasskí hafði sjálfur spurt þegar hann lagði blómsveig að leiði Fischers í marsmánuði 2008 hvort laust pláss væri við hliðina og gefið sterklega til kynna að þar vildi hann einnig liggja. Spasskí leggur blómsveig að leiði Fischers með aðstoð Friðriks Ólafssonar í kirkjugarðinum að Laugardælum þann 11. mars árið 2008.Stöð 2/skjáskot „Það er vonlaust að eiga við þetta lengur. Við leggjum ekkert í að ráðast inn í Rússland til að fá Spasskí fluttan til Íslands,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson í samtali við fréttastofu í kvöld. Guðmundur var forseti Skáksambands Íslands árið sem einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík. Guðmundur hafði sjálfur kannað það lauslega undanfarna daga í gegnum sambönd sín í hinum alþjóðlega skákheimi hvort einhver flötur væri á því að Spasskí yrði grafinn á Íslandi. Kista Spasskís borin frá kirkju í Moskvu.A.Fedorov/SE Spasskí lést í Moskvu þann 27. febrúar síðastliðinn, 89 ára að aldri. Samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla var útförin gerð frá Dómkirkju Krists frelsara síðastliðinn þriðjudag, 4. mars. Hún er aðaldómkirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og er staðsett nálægt Kreml á bakka Moskvuár. Meðal viðstaddra voru forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Arkady Dvorkovich, og forseti Skáksambands Rússlands, Andrey Filatov. Spasskí var síðan jarðsettur í Troyekurovskoye-kirkjugarðinum í vesturhluta Moskvu. Þar hvíla margir frægir rússneskir afreksmenn, íþróttahetjur, rithöfundar, leikarar, söngvarar, kvikmyndaleikstjórar, vísindamenn, stjórnmálamenn, geimfarar, KGB-njósnarar, herforingjar og stríðshetjur. En einnig þekktir stjórnarandstæðingar, eins og blaðakonan Anna Politkovskaya, sem myrt var árið 2006. Arkady Dvorkovich, forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, var meðal viðstaddra.A.Fedorov/SE Spasskí varð heimsmeistari í skák árið 1969 þegar hann sigraði Tigran Petrosian. Hann hélt titlinum í þrjú ár en tapaði honum til Fischers árið 1972 í einvíginu sögufræga í Reykjavík. Árið 1976 flutti Spasskí til Frakklands og gerðist franskur ríkisborgari. Hann sneri síðan aftur til Rússlands árið 2012 og árið 2018 var hann kjörinn heiðursforseti rússneska skáksambandsins. Guðmundur G. Þórarinsson var forseti Skáksambands Íslands þegar einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík.Stefán Ingvarsson „Mínar fréttir segja að Spasskí hafi haft lítil samskipti við landa sína síðustu árin,“ sagði Guðmundur. Kvaðst hann vilja senda ættmennum og vinum Spasskís innilegustu samúðarkveðjur frá Íslandi. „Með ósk um að hann hvíli í friði og njóti þeirrar virðingar og heiðurs sem honum ber,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 daginn sem Spasskí fór að leiði Fischers að Laugardælum: Einvígi aldarinnar Skák Rússland Kirkjugarðar Flóahreppur Tengdar fréttir Telur að reyna ætti að fá Spasskí Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi. 3. mars 2025 21:00 Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25 Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Þar með virðist útséð um að Spasskí verði grafinn við hlið Bobby Fischers í kirkjugarðinum að Laugardælum við Selfoss. Spasskí hafði sjálfur spurt þegar hann lagði blómsveig að leiði Fischers í marsmánuði 2008 hvort laust pláss væri við hliðina og gefið sterklega til kynna að þar vildi hann einnig liggja. Spasskí leggur blómsveig að leiði Fischers með aðstoð Friðriks Ólafssonar í kirkjugarðinum að Laugardælum þann 11. mars árið 2008.Stöð 2/skjáskot „Það er vonlaust að eiga við þetta lengur. Við leggjum ekkert í að ráðast inn í Rússland til að fá Spasskí fluttan til Íslands,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson í samtali við fréttastofu í kvöld. Guðmundur var forseti Skáksambands Íslands árið sem einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík. Guðmundur hafði sjálfur kannað það lauslega undanfarna daga í gegnum sambönd sín í hinum alþjóðlega skákheimi hvort einhver flötur væri á því að Spasskí yrði grafinn á Íslandi. Kista Spasskís borin frá kirkju í Moskvu.A.Fedorov/SE Spasskí lést í Moskvu þann 27. febrúar síðastliðinn, 89 ára að aldri. Samkvæmt fréttum rússneskra fjölmiðla var útförin gerð frá Dómkirkju Krists frelsara síðastliðinn þriðjudag, 4. mars. Hún er aðaldómkirkja rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar og er staðsett nálægt Kreml á bakka Moskvuár. Meðal viðstaddra voru forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, Arkady Dvorkovich, og forseti Skáksambands Rússlands, Andrey Filatov. Spasskí var síðan jarðsettur í Troyekurovskoye-kirkjugarðinum í vesturhluta Moskvu. Þar hvíla margir frægir rússneskir afreksmenn, íþróttahetjur, rithöfundar, leikarar, söngvarar, kvikmyndaleikstjórar, vísindamenn, stjórnmálamenn, geimfarar, KGB-njósnarar, herforingjar og stríðshetjur. En einnig þekktir stjórnarandstæðingar, eins og blaðakonan Anna Politkovskaya, sem myrt var árið 2006. Arkady Dvorkovich, forseti Alþjóðaskáksambandsins, FIDE, var meðal viðstaddra.A.Fedorov/SE Spasskí varð heimsmeistari í skák árið 1969 þegar hann sigraði Tigran Petrosian. Hann hélt titlinum í þrjú ár en tapaði honum til Fischers árið 1972 í einvíginu sögufræga í Reykjavík. Árið 1976 flutti Spasskí til Frakklands og gerðist franskur ríkisborgari. Hann sneri síðan aftur til Rússlands árið 2012 og árið 2018 var hann kjörinn heiðursforseti rússneska skáksambandsins. Guðmundur G. Þórarinsson var forseti Skáksambands Íslands þegar einvígi aldarinnar var háð í Reykjavík.Stefán Ingvarsson „Mínar fréttir segja að Spasskí hafi haft lítil samskipti við landa sína síðustu árin,“ sagði Guðmundur. Kvaðst hann vilja senda ættmennum og vinum Spasskís innilegustu samúðarkveðjur frá Íslandi. „Með ósk um að hann hvíli í friði og njóti þeirrar virðingar og heiðurs sem honum ber,“ sagði Guðmundur G. Þórarinsson. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 daginn sem Spasskí fór að leiði Fischers að Laugardælum:
Einvígi aldarinnar Skák Rússland Kirkjugarðar Flóahreppur Tengdar fréttir Telur að reyna ætti að fá Spasskí Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi. 3. mars 2025 21:00 Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25 Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00 Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Telur að reyna ætti að fá Spasskí Það væri einnar nætur virði að reyna að fá skákmeistarann Boris Spasskí jarðsettan við hlið Bobby Fischers á Íslandi. Þetta segir Guðmundur G. Þórarinsson, sem var forseti Skáksambandsins árið sem einvígi aldarinnar var háð á Íslandi. 3. mars 2025 21:00
Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Það væri kannski ekkert óviðeigandi að þessir gömlu kappar og keppinautar… að þeir væru svona hvor öðrum til skemmtunar og ánægju eftir að þessari jarðvist lýkur.“ 28. febrúar 2025 09:25
Boris Spassky er látinn Skákmeistarinn og Íslandsvinurinn Boris Spassky er látinn. Hann var 89 ára gamall en ekki liggur fyrir hvernig hann dó. 27. febrúar 2025 19:00
Spasskí og Fischer á sviði í London með Guðmundi G. og Sæma Rokk Þeir Spasskí og Fischer eru aðalpersónurnar í nýju leikriti um skákeinvígi aldarinnar, sem frumsýnt hefur verið í London. Tveir Íslendingar eru persónur í leikritinu. 9. desember 2019 22:30