Krakkarnir í Keníu kalla hana „mzungu“ og hlaupa með henni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2025 07:03 Andrea Kolbeinsdóttir hefur eytt stórum hluta af nýju ári í æfingarbúðum í Afríkuríkinu Kenía. @andreakolbeins Langhlauparinn Andrea Kolbeinsdóttir leggur mikið á sig til að undirbúa sig fyrir komandi frjálsíþróttatímabil. Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif) Frjálsar íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira
Síðustu vikur hefur Andrea verið við æfingar í Kenía í Afríku. Hún hefur verið þar í æfingarbúðum í Iten. Æfir í 2400 metra hæð Iten er í 2400 metra hæð frá sjávarmáli sem hjálpar langhlaupurum að fá enn meira út úr æfingum sínum. Þess má geta að Hvannadalshnjúkur, hæsti tindur Íslands, er bara í 2110 metra hæð yfir sjávarmáli. Andrea er að meðal annars að undirbúa sig fyrir Evrópumótið í götuhlaupum og síðar Kaupmannahafnarmaraþonið. Andrea svaraði spurningum fyrir samfélagsmiðla Útilífs sem eru að styðja við bakið á íslensku hlaupadrottningunni. Andrea var að hefja síðustu vikuna sína í Afríku og talaði um lífið á þessum fjarlæga stað. Mjög velkomin og örugg Andrea var meðal annars spurð um hvað hafi komið henni mest á óvart. „Samfélagið hérna. Manni finnst maður verða mjög velkominn og öruggur ,“ sagði Andrea og hún er í miklum samskiptum við heimafólk. „Margir vilja mynd með ‚mzungu' og maður hleypur varla fram hjá barni án þess að það kalli hæ eða ‚mzungu' og gefi manni fimmu eða hlaupi smá kafla áleiðis með manni,“ segir Andrea. Hún útskýrir líka orðið „mzungu“ sem þýðir hvíti maðurinn á svahíli tungumálinu en það eru mjög mörg tungumál sem eru töluð í Kenía. Andrea hrósar samheldninni og segist hafa lært mikið að hlaupa í hóp. Hún hvetur líka alla að fara í svona æfingabúðir. Miklu minna vesen en maður heldur „Kýldu á það, ég lofa að þú munt ekki sjá eftir því. Maður miklar það kannski fyrir sér að fara á svona framandi stað, langt í burtu, en þetta er án djóks svo miklu minna vesen en maður heldur,“ segir Andrea. „Að skipta um umhverfi og búa í kringum fólk sem er að æfa og setja sér markmið eins og maður sjálfur er ótrúlega hvetjandi,“ segir Andrea. Andrea hrósar líka matnum í Kenía en segir að sumum finnist of mikið af baunum og hrísgrjónum. Hér fyrir neðan má sjá viðtalið og myndir frá æfingarbúðunum hennar Andreu í Kenía. Það er hægt að fletta til að sjá meira. View this post on Instagram A post shared by Útilíf (@utilif)
Frjálsar íþróttir Mest lesið Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Handbolti Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Fótbolti Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Younghoe sparkað burt Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Þrjú rauð spjöld á Sauðárkróki: Tindastóll fer á Laugardalsvöll Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Kristian skoraði og lagði upp í stórsigri gegn fyrrum félögum Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals Framlengir um fimm ár og snýr aftur á morgun Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Sonur Zidane skiptir um landslið Lítil hvíld hjá Man. City | Við ætlum í fjallgöngu Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Bills byrjar tímabilið með látum Missti níu leikmenn milli tímabila: „Passar mjög vel við aðstoðarþjálfarastarfið“ Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Dregið í Meistaradeild: Glódís mætir Íslendingum, Arsenal og Barcelona Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Littler laug því að hann væri hættur Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Sjá meira