Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Bjarki Sigurðsson skrifar 14. mars 2025 11:45 Steinn Jóhannsson er sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir/Samsett Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar harmar að börn séu ítrekað að beita önnur börn ofbeldi í Breiðholti. Borgin og skólayfirvöld hafi gert ýmislegt til að reyna að bregðast við ástandinu. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengs í 7. bekk við Breiðholtsskóla. Drengurinn hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika en var barinn af fimm drengjum á leikvelli við skólann. Einn þeirra er samnemandi hans en aðrir úr öðrum skólum. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ sagði Esther Einarsdóttir, móðir drengsins. Hópur drengja hefur haldið hverfinu í heljargreipum síðustu mánuði. Foreldri hafa lýst því að þeim finnist yfirvöld bregðast takmarkað við ástandinu og að gerendurnir haldi áfram að brjóta af sér sama hvað. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir ýmislegt hafa verið reynt. „Við endurskoðuðum hópaskiptingu og fundum úrræði fyrir nemendur sem á að svara þeirra kröfum. Þjónusta við hæfi og þeir þurftu á að halda. Við þurftum að finna úrræði í öðrum skóla, það var eitt sem við gerðum. Við erum með aukna aðkomu kennara skólans að þessum árgangi sem hefur komið mikið við sögu í fjölmiðlum. Við erum með aukin einstaklingsúrræði þarna, við höfum staðið fyrir hópefli fyrir árganginn, við höfum verið með félagsfærninámskeið sem er á vegum félagsmiðstöðvanna,“ segir Steinn. Einnig hafi verið forvarnarfræðsla, foreldrafræðsla og fleira. Með þessu hafi ástandið innan veggja skólans bæst verulega. „Það er allt annað andrúmsloft í skólanum núna og hefur verið upp á síðkastið. Það hefur ríkt nokkuð góður friður í skólastarfinu, en auðvitað hörmum við þau atvik sem hafa komið við sögu utan skólatíma,“ segir Steinn. Fyrir mánuði síðan sagði Steinn borgina ekki hafa gripið nógu hratt inn í gang mála í Breiðholti. Síðasta mánuðinn hafi staðan þó skánað verulega. „Þessar birtingarmyndir ofbeldis sem eru að gerast utan skólatíma, það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í okkar samfélagi. Við þurfum sem samfélag að berjast gegn slíku,“ segir Steinn. Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær var rætt við móður drengs í 7. bekk við Breiðholtsskóla. Drengurinn hafði í fyrsta sinn í langan tíma hætt sér einn út að leika en var barinn af fimm drengjum á leikvelli við skólann. Einn þeirra er samnemandi hans en aðrir úr öðrum skólum. „Ég hef bara aldrei séð jafn mikinn ótta í augum nokkurs annars. Þetta var bara hrikalegt. Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu,“ sagði Esther Einarsdóttir, móðir drengsins. Hópur drengja hefur haldið hverfinu í heljargreipum síðustu mánuði. Foreldri hafa lýst því að þeim finnist yfirvöld bregðast takmarkað við ástandinu og að gerendurnir haldi áfram að brjóta af sér sama hvað. Steinn Jóhannsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir ýmislegt hafa verið reynt. „Við endurskoðuðum hópaskiptingu og fundum úrræði fyrir nemendur sem á að svara þeirra kröfum. Þjónusta við hæfi og þeir þurftu á að halda. Við þurftum að finna úrræði í öðrum skóla, það var eitt sem við gerðum. Við erum með aukna aðkomu kennara skólans að þessum árgangi sem hefur komið mikið við sögu í fjölmiðlum. Við erum með aukin einstaklingsúrræði þarna, við höfum staðið fyrir hópefli fyrir árganginn, við höfum verið með félagsfærninámskeið sem er á vegum félagsmiðstöðvanna,“ segir Steinn. Einnig hafi verið forvarnarfræðsla, foreldrafræðsla og fleira. Með þessu hafi ástandið innan veggja skólans bæst verulega. „Það er allt annað andrúmsloft í skólanum núna og hefur verið upp á síðkastið. Það hefur ríkt nokkuð góður friður í skólastarfinu, en auðvitað hörmum við þau atvik sem hafa komið við sögu utan skólatíma,“ segir Steinn. Fyrir mánuði síðan sagði Steinn borgina ekki hafa gripið nógu hratt inn í gang mála í Breiðholti. Síðasta mánuðinn hafi staðan þó skánað verulega. „Þessar birtingarmyndir ofbeldis sem eru að gerast utan skólatíma, það er eitthvað sem við viljum alls ekki sjá í okkar samfélagi. Við þurfum sem samfélag að berjast gegn slíku,“ segir Steinn.
Skóla- og menntamál Ofbeldi barna Börn og uppeldi Reykjavík Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira