Stórefast um framtíð íslenska körfuboltans ef ekkert verði gert Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2025 10:24 Það er oft erfitt fyrir ljósmyndara að ná íslenskum leikmanni á mynd þegar þeir mynda leiki í Bónus deild karla. Bragi Hinrik Magnússon hefur miklar áhyggjur af stöðu mála í íslenska körfuboltanum. Vísir/Hulda Margrét Í dag fer fram ársþing Körfuknattleikssambands Íslands og þar verður meðal annars kosið um nýjan formann sambandsins. Reynslubolti úr körfuboltahreyfingunni segir að þetta sé mikilvægasta þingið í langan tíma. Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls. Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Bragi Hinrik Magnússon hefur komið að körfuboltanum sem leikmaður í fremstu röð, sem þjálfari og sem formaður. Hann þekkir því íslenska körfuboltann út og inn og hefur upplifað hann frá mörgum hliðum. Sumir hafa kallað mig rasista Bragi skrifaði langa og ýtarlega grein á samfélagsmiðilin Facebook þar sem hann fer á athyglisverðan hátt yfir útlendingamál íslenska körfuboltans sem verða enn á ný tekin fyrir á þinginu. „Ég er lengi búinn að vera talsmaður þess að það þurfi að vera einhverjar takmarkanir á fjölda leikmanna til verndar þeim leikmönnum sem alast hér upp. Sumir hafa kallað mig rasista vegna þessarar skoðunar, sem mér finnst pínu harkalegt. Raunveruleikinn er hins vegar sá að fjöldi íslenskra leikmanna í efstu deildum, sérstaklega karla megin, hefur minnkað óhugnanlega mikið og það virðist vera þónokkur fjöldi af fólki sem finnst það bara allt í lagi,“ skrifar Bragi. Leikmönnum í deildunum hefur þegar fækkað mikið „Ég hef áður sett fram þá skoðun mína að körfuknattleikshreyfingin þrífst á fyrrum leikmönnum, þ.e. lang flestir sjálfboðaliðar eru fyrrum leikmenn eða foreldrar núverandi leikmanna. Stjórnarfólk og nánast öll þjálfaraflóra landsins, sérstaklega yngri flokka þjálfarar, eru flestir fyrrum leikmenn. Leikmönnum í deildunum hefur nú þegar fækkað það mikið að ég stórefast um að körfuboltahreyfingin verði eitthvað til að hrópa húrra fyrir eftir 10-15 ár,“ skrifar Bragi. „Ekki nema að hægt sé að hringja í alla þessa fjölmörgu tugi af erlendu leikmönnum sem hér spila þessa dagana og biðja þá um að koma aftur hingað eftir 5-10 ár til að þjálfa og sitja í stjórnum, setja upp falleg LED skilti og selja auglýsingar og klósettpappír. Ef ekki, þá vona ég að allir þeir sem virðist vera sama um þessa þróun í dag taki þetta til sín og gangi í þessi verk í komandi framtíð. Það verða allavega miklu miklu færri fyrrum íslenskir leikmenn sem munu gera það,“ skrifar Bragi. Hér fyrir neðan er síðan hægt að lesa alla þennan pistil Braga þar sem hann svarar eftirfarandi fullyrðingum á upplýstan og fróðlegan hátt. Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Punktar til að svara: 1. Deildin hefur aldrei verið skemmtilegri en núna. 2. Deildin hefur aldrei verið betri en hún er núna. 3. Íslenska landsliðið hefur aldrei verið betra en núna og leikmennirnir þar aldrei verið betri. 4. Áhorf á úrslitakeppni í körfu hefur aldrei verið meira. 5. Umfjöllun um körfu hefur aldrei verið meiri. 6. Sumir leikmenn hafa verið hér lengi og eiga ekki skilið að vera sendir heim. 7. Það er erfitt að halda úti liði á landsbyggðinni – erfitt að fá leikmenn af höfuðborgarsvæðinu. 8. Íslenskir leikmenn sem eiga það skilið munu ná að fá mínútur. 9. Endalaus forræðishyggja, félög eiga að ráða sér sjálf. Ef félög eiga ekki pening fyrir útlendingum þá eiga þau bara ekkert að ráða þá. 10. Við erum bundin af Evrópulögum um frjálst flæði vinnuafls.
Bónus-deild karla Bónus-deild kvenna KKÍ Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira