„Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 15. mars 2025 16:28 Keir Starmer boðaði leiðtoga á fjarfund í morgun. AP/Leon Neal Keir Starmer forsætisráðherra Bretlands kallar eftir því að byssurnar þagni. Hann segir undirbúning öryggisráðstafana fara bráðum á framkvæmdastig. Keir Starmer kallaði saman 25 leiðtoga á fjarfund í morgun til að ræða mögulegar ráðstafanir vopnahlés í Úkraínu. Að fundinum loknum sagði hann við blaðamenn að Pútín væri tefja frið og að fyrr eða síðar muni hann þurfa að setjast við samningaborðið. Nýjar skuldbindingar Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og tóku ýmsir leiðtogar hins svokallaða „bandalags hinna viljugu“ þátt, þar á meðal Kanada, Úkraína, Nýja-Sjáland og margar Atlantshafsbandalagsþjóðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat fundinn. Á fundinum tóku til máls Starmer, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Við blaðamenn sagði Starmer að á fundinum hefði náðst samkomulag um „nýjar skuldbindingar“ en tók þó ekki fram hvað fælist í þeim. Hann sagði tímann til kominn til að ræða hvernig hægt sé að tryggja að friðurinn verði varanlegur. „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við. Í staðinn munum við halda áfram að ná árangri,“ sagði Starmer. Pútín setti vopnahlé hörð skilyrði Hann sagði að sammælst hefði verið um það að beita Rússa hámarksþrýstingi, halda áfram að styrkja varnir Úkraínu og beita Rússa frekari efnahagsþvingunum. Herforingjar muni hittast á fimmtudaginn kemur til að stilla saman strengi. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar samþykkt tillögu um þrjátíu daga vopnahlé en Pútín setti vopnahlé ansi þröngar skorður. Úkraínumenn mættu til að mynda ekki nota vopnahléð til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. „Vólódímír hefur skuldbundið sig þrjátíu daga vopnahléi án skilyrða, en Pútín er að reyna að tefja og segir að það þurfi að fara fram ítarleg rannsókn áður en til vopnahlés kemur. Heimurinn þarfnast þess að brugðist sé við, ekki rannsókn, ekki innantóm orð og skilyrði,“ sagði Starmer. Bretland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Keir Starmer kallaði saman 25 leiðtoga á fjarfund í morgun til að ræða mögulegar ráðstafanir vopnahlés í Úkraínu. Að fundinum loknum sagði hann við blaðamenn að Pútín væri tefja frið og að fyrr eða síðar muni hann þurfa að setjast við samningaborðið. Nýjar skuldbindingar Fundurinn fór fram í gegnum fjarfundarbúnað og tóku ýmsir leiðtogar hins svokallaða „bandalags hinna viljugu“ þátt, þar á meðal Kanada, Úkraína, Nýja-Sjáland og margar Atlantshafsbandalagsþjóðir. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sat fundinn. Á fundinum tóku til máls Starmer, Emmanuel Macron Frakklandsforseti, Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti og Mark Rutte framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Við blaðamenn sagði Starmer að á fundinum hefði náðst samkomulag um „nýjar skuldbindingar“ en tók þó ekki fram hvað fælist í þeim. Hann sagði tímann til kominn til að ræða hvernig hægt sé að tryggja að friðurinn verði varanlegur. „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við. Í staðinn munum við halda áfram að ná árangri,“ sagði Starmer. Pútín setti vopnahlé hörð skilyrði Hann sagði að sammælst hefði verið um það að beita Rússa hámarksþrýstingi, halda áfram að styrkja varnir Úkraínu og beita Rússa frekari efnahagsþvingunum. Herforingjar muni hittast á fimmtudaginn kemur til að stilla saman strengi. Úkraínsk stjórnvöld hafa þegar samþykkt tillögu um þrjátíu daga vopnahlé en Pútín setti vopnahlé ansi þröngar skorður. Úkraínumenn mættu til að mynda ekki nota vopnahléð til að styrkja varnir sínar, þjálfa menn sína eða fá ný hergögn á tímabilinu. „Vólódímír hefur skuldbundið sig þrjátíu daga vopnahléi án skilyrða, en Pútín er að reyna að tefja og segir að það þurfi að fara fram ítarleg rannsókn áður en til vopnahlés kemur. Heimurinn þarfnast þess að brugðist sé við, ekki rannsókn, ekki innantóm orð og skilyrði,“ sagði Starmer.
Bretland Úkraína Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Vladimír Pútín Tengdar fréttir Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06 Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55 Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segist heilt yfir hlynntur því að samþykkja þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu, en því fylgi ákveðin skilyrði og vandkvæði. Hann í raun hafnaði tillögu Bandaríkjamanna á þeim grundvelli að Úkraínumenn myndu hagnast á því og sagðist vilja að vopnahlé leiddi til langvarandi friðar og að „rætur“ innrásar Rússa í Úkraínu yrðu ávarpaðar. 13. mars 2025 16:06
Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Tillaga Bandaríkjamanna um þrjátíu daga vopnahlé í Úkraínu þjónar engum tilgangi, samkvæmt ráðgjafa Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Vopnahlé yrði eingöngu tímabundin pása fyrir úkraínska hermenn, sem ættu undir högg að sækja. 13. mars 2025 11:55
Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, segir að hann og/eða erindrekar hans hafi átt gott og uppbyggilegt samtal við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, í gær. Hann segir góðar líkur á því að hægt verði að binda enda á innrás Rússa í Úkraínu, þó Pútín hafi hafnað vopnahléstillögu Bandaríkjamanna í gær og lagt fram viðbótarkröfur. 14. mars 2025 15:52