Réðst á konu í Róm og við Ögur Árni Sæberg skrifar 17. mars 2025 13:39 Aðra líkamsárásina framdi maðurinn í nágrenni bæjarins Ögurs í Súðavíkurhreppi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur. Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur.
Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Fleiri fréttir Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Sjá meira