Réðst á konu í Róm og við Ögur Árni Sæberg skrifar 17. mars 2025 13:39 Aðra líkamsárásina framdi maðurinn í nágrenni bæjarins Ögurs í Súðavíkurhreppi. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið dæmdur til sextíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir tvær líkamsárásir gegn konu. Aðra árásina framdi maðurinn í Róm á Ítalíu en hina í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur. Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira
Þetta segir í dómi Héraðsdóms Vestfjarða, sem kveðinn var upp í lok febrúar. Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að konan sem maðurinn réðst á sé barnsmóðir hans. Ekkert er tekið fram í dóminum um tengsl mannsins við konuna og hann var ákærður fyrir líkamsárásir en ekki brot í nánu sambandi. Réðst á konuna í Róm Í dóminum segir að annars vegar verið ákærður fyrir líkamsárás með því að hafa, aðfaranótt laugardags í júlí í fyrra, veist að konunni Í Róm á Ítalíu, ýtt henni niður í rúm, sest klofvega ofan á hana og haldið höndum hennar föstum með fótum sínum og sett hægra hné sitt neðan við háls hennar vinstra megin og auk þess sett hönd sína fyrir munn hennar tvisvar sinnum í nokkrar sekúndur í hvort skipti, til þess að þagga niður í henni. Við þetta hafi konan hlotið roða yfir kinnsvæði og höku og mar neðan við háls vinstra megin. Dró konuna út úr bíl á hárinu Hins vegar hafi maðurinn verið ákærður fyrir að hafa ráðist að konunni fyrir hádegi á mánudegi síðar í júlí sama ár, í nágrenni við bæinn Ögur í Súðavíkurhreppi. Eftir deilur þeirra tveggja hafi maðurinn slegið konuna þrisvar sinnum í andlitið með lófanum og síðan sparkað til hennar með fætinum, þar sem hún sat í framsæti bíls. Maðurinn hafi þá farið út úr bílnum, teygt sig inn um bílstjórahurð bílsins, gripið í hár konunnar og dregið hana þannig yfir bílstjórasætið, út úr bílnum og hent henni í jörðina. Af þessu hafi konan hlotið eymsl, roða og bjúg í hársverði ofan ennis, tvo til þrjá marbletti og eitt hruflsár á nefi, mar og roða á vinstra kinnbeini, mar á vinstra eyra, roðabletti, mar og blæðingu aftan við vinstra eyra, sár vinstra megin á hálsi aftan við eyrnasnepil, tvo marbletti á brjóstkassa, tvö lengri klórför vinstra megin á mjóbaki og þrjú til fjögur minni klórför hægra megin á mjóbaki, þrjá upphleypta marbletti framan á miðju hægra læri og mikil eymsl í vinstra hné eftir að snerist upp á hnéð. Játaði skýlaust Í dóminum segir að maðuirnn hafi játað brot sín skýlaust og því hafi málið verið tekið til dóms án frekari sönnunarfærslu. Sakaferill hans hefði ekki áhrif við ákvörðun refsingar og skýlaus játning hans horfði honum til málsbóta. Með vísan til þessa, sakarefni og dómvenju þætti ákvörðun mannsins hæfilega ákveðin sextíu daga fangelsi en fresta skyldi fullnustu hennar og hún látin niður falla að tveimur árum liðnum, haldi maðurinn almennt skilorð. Þá væri manninum gert að greiða allan sakarkostnað, 322 þúsund krónur, þar með talið þóknun skipaðs verjanda síns, 160 þúsund krónur.
Dómsmál Ítalía Kynbundið ofbeldi Súðavíkurhreppur Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Sjá meira