Þora ekki að snúa heim til Ítalíu með barn fætt af staðgöngumóður Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2025 11:55 Aðgerðasinnar mótmæla lögunum í október síðastliðnum. Getty/Corbis/Simona Granati Samkynja par frá Ítalíu sem ferðaðist til Bandaríkjanna til að taka á móti barni sem staðgöngumóðir gekk með, þorir ekki að snúa heim vegna nýrra laga sem bannar Ítölum að notast við staðgöngumæðrun. Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið. Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira
Umrædd lög voru samþykkt í október í fyrra, þegar barnið var þegar getið, en parið óttast engu að síður að eiga yfir höfði sér allt að tveggja ára fangelsi og 600.000 til milljón evra sekt. Lögmaður parsins, Gianni Baldini, vakti athygli fjölmiðla á málinu fyrir hönd foreldranna nýju en hann telur að nokkrir tugir barna ítalskra foreldra hafi fæðst með aðstoð staðgöngumóður síðan lögin tóku gildi. Ómögulegt sé að segja til um raunverulegan fjölda, þar sem fólk þori ekki að stíga fram og kom upp um sig. Umrædd lög eru sögð hafa verið sérstakt áhugamál forsætisráðherrans Giorgiu Meloni en flokkur hennar, Bærður Ítalíu, hafa talað mjög fyrir því að færa hina „hefðbundnu fjölskyldu“ aftur til vegs og virðingar. Þrátt fyrir að áætlað sé að lang flestir Ítalir sem hafa nýtt sér staðgöngumæðrun séu gagnkynhneigð pör sem glíma við ófrjósemi, segja aðgerðasinnar lögunum beint gegn hinsegin fólki. Lögin eiga ekki að virka afturvirkt en skjólstæðingar Baldini treysta sér ekki til að snúa aftur til Ítalíu fyrr en þeir fá fullvissu fyrir því að verða ekki handteknir eða sektaðir. Báðir starfa hjá fjölþjóðlegu fyrirtæki og parið er sagt íhuga að flytjast hreinlega búferlum vestur um haf. Þar segir Baldini ástandið hins vegar litlu skárra, þar sem stjórnvöld undir forystu Donald Trump forseta hafa bæði sótt að og grafið undan réttindum hinsegin fólks. Þá hefur Trump sagst hafa í hyggju að binda enda á sjálfkrafa ríkisborgararétt allra sem fæðast í Bandaríkjunum, sem á einnig við um börn staðgöngumæðra. Baldini segir parið veigra sér við málaferlum heima fyrir en ef til þess kemur segist hann munu taka málið alla leið í dómstólakerfinu og fá úr því skorið hvort lögin standist stjórnarskrá landsins. Segist hann telja að það geri þau ekki, þar sem það sé hæpið að sækja einhvern til saka á Ítalíu fyrir „brot“ sem var framið í landi þar sem það er alls ekkert „brot“ heldur þvert á móti fullkomlega löglegt. Guardian fjallar um málið.
Ítalía Bandaríkin Hinsegin Málefni trans fólks Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Erlent Fleiri fréttir Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjá meira