Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. mars 2025 21:02 Kristinn Jónasson. lögmaður KPMG og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, og Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri ÍTF. KPMG/VÍSIR Auknar kröfur og eftirlit skattsins gagnvart íþróttafélögum hefur valdið titringi í hreyfingunni hér á landi. Lögmaður segir það skjóta skökku við að sjálfboðaliðar geti sætt refsiábyrgð og starfshópur hagsmunaaðila leitar lausna til að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga. Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum. Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira
Íþróttafélögum barst bréf frá Ríkisskattstjóra síðasta haust þar sem það var áréttað að forsvarsmenn íþróttafélaga geti sætt refsiábyrgð vegna staðgreisðlu skatta og tryggingagjalds. Þá var tekið fyrir að íþróttafélög væru með verktaka á sínum snærum eins og venja er hjá ýmsum félögum gagnvart starfsmönnum í hlutastörfum. Enginn að fara í sjálfboðaliðastarf ef hann gæti lent í steininum Kristinn Jónasson, lögmaður og formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að auknar kröfur og aukið eftirlit gagnvart íþróttafélögum muni hafa víðtæk áhrif á reksturinn og bendir á að oftast nær séu það sjálfboðaliðar sem standi skil á skattamálum hjá íþróttafélögum. „Þetta olli smá titringi í samfélaginu og það hafa verið nokkrir fundir eftir það. Það verður mun erfiðara að fá sjálfboðaliða í þetta starf, fólk er ekki að fara bjóða fram krafta sína ókeypis ef það á í hættu á að lenda í steininum fyrir það. Svo kann þetta að leiða til þess að íþróttamenn og þjálfarar óski hreinlega eftir hærri launum.“ Kristinn segir að Ríkisskattstjóri hafi tekið fram í bréfinu að hann hafi orðið þess áskynja að misbrestir hafi orðið hjá íþróttafélögum hvað varðar staðgreiðslu og tryggingargjald. Alvarleg staða komi upp ef ekki verði hægt að manna sjálfboðaliðastörf og þjálfarstöður. Miklir hagsmunir séu í húfi og vísar hann sem dæmi til starfsemi yngri flokka. Uppfæra þurfi reglur er varða íþróttastarfsemi sem séu úr sér gengnar. „Það þarf að gerast hratt því að skatturinn segir í þessu bréfi að hann ætli að fara í aðgerðir á þessu ári gagnvart íþróttafélögunum. Ég held að því fyrr sem að þau bregðast við að leiðrétta þessa misbresti því betra. Allavega á meðan það er verið að vinna í því að fá uppfærðar reglur í þetta.“ Beðið eftir fundi með fjármálaráðherra Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri Íslensks toppfótbolta hagsmunasamtök þeirra félaga sem reka lið í tveimur efstu deildum í knattspyrnu hér á landi, segir vinnu við að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga hér á landi þegar hafna. „Við erum í samtali við ríkið og ríkisskattstjóra um að finna leiðir til að koma hlutunum í lag en á þann máta að það henti íþróttafélögum og íþróttahreyfingunni í heild sinni. Ég vonast bara til að þessi vinna haldi áfram, við megum engan tíma missa.“ Starfshópur hagsmunaaðila bíði nú eftir fundi með fjármálaráðherra. Ívilnanir fyrir íþróttafólk og hreyfingar geti skipt sköpum.
Skattar og tollar Fótbolti Handbolti Körfubolti Lögmennska Félagasamtök Mest lesið Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Innlent Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Sjá meira