Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. mars 2025 19:51 Tracy Morgan er búinn að jafna sig eftir svæsna matareitrun sem varð til þess að hann ældi á körfuboltavöll í Madison Square Garden. Bandaríski grínistinn Tracy Morgan, sem þurfti að flytja í hjólastól af leik New York Knicks og Miami Heat eftir að hann ældi á völlinn í gær, segist hafa veikst af matareitrun. Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný. Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Hinn 56 ára Morgan, sem er þekktastur fyrir leik sinn í grínþáttunum 30 Rock, greindi frá fréttunum í Instagram-færslu þar sem hann þakkaði fylgjendum sínum fyrir áhyggjurnar og kveðjurnar. „Mér líður vel núna og læknarnir segja að þetta hafi verið matareitrun,“ skrifaði Morgan í færslunni og birti mynd af sér liggjandi í sjúkrarúmi berum að ofan, alsettum snúrum, að gefa þumalinn upp. Í færslunni þakkaði Morgan MSG-fjölskyldu sinni og vísaði þar sennilega í starfsfólk Madison Square Garden. Þá hrósaði hann sérstaklega fólkinu sem þreif upp æluna eftir hann. „Það sem meira máli skiptir er að Knicks eru núna 1-0 þegar ég æli á völlinn svo kannski ég þurfi að henda aftur í það í úrslitakeppninni😅 #goknicks,“ bætti hann svo við í færslunni. Morgan sat á fremsta bekk í Madison Square Garden og ældi því beint á körfuboltavöllinn. Starfsfólk í höllinni var fljótt að bregðast við og var Morgan keyrður á brott í hjólastól með handklæði fyrir andlitinu. Vegna uppákomunnar var leiknum seinkað um rúmlega tíu mínútur. Knicks höfðu leitt með sex stigum þegar leikurinn var stöðvaður en eftir seinkunina skoruðu heimamenn 24 stig gegn sex stigum Miami-manna. Þeir leiddu því 88-64 fyrir fjórða leikhluta og unnu á endanum öruggan sigur 116-95. Eftir að fréttirnar bárust í gær töldu einhverjir að atvikið hefði tengst alvarlegu bílslysi sem Morgan lenti í fyrir rúmum tíu árum og hafði gríðarlegar afleiðingar. Morgan lifði af lífshættulegt bílslys í júní árið 2014 þegar Walmart-trukkur keyrði aftan á limmósínu grínistans á hraðbraut í New Jersey. Ökumaður bílsins hafði ekki sofið í sólarhring og ók á of miklum hraða til að geta stöðvað trukkinn í tæka tíð. Sjá einnig: Tracy Morgan í lífshættu eftir bílslys Morgan fótbrotnaði og var í dái í tvær vikur eftir slysið en James McNair, mentor Morgan og náinn samstarfsaðili, lést í slysinu. Þrír aðrir slösuðust alvarlega. Morgan notaði hjólastól í fimm mánuði eftir slysið og þurfti að fara í mikla endurhæfingu til að geta gengið og talað á ný.
Hollywood Bandaríkin NBA Tengdar fréttir Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30 Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30 Mest lesið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Lífið Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Emilíana Torrini fann ástina Lífið Hlaupaæfing með Rakel Maríu á Heilsudögum í Hagkaup tókst afar vel Lífið samstarf Alvöru bíó en hægt brenna Eldarnir Gagnrýni Fleiri fréttir Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Djúsí Ceasar vefja sem klikkar seint Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Fjölgar mannkyninu enn frekar Berjamó með sjálfum Berjakarlinum Sjá meira
Tracy Morgan mætti á ný í SNL eftir slysið skelfilega - Myndbönd Tracy Morgan var mættur á ný í sjónvarpsþáttinn Saturday Night Live á laugardagskvöldið en Morgan lenti í skelfilegu bílslysi fyrir rúmlega ári síðan. 19. október 2015 13:30
Tracy Morgan tjáir sig eftir bílslysið Bandaríski gamanleikarinn Tracy Morgan er allur að braggast eftir að hafa legið þungt haldinn á spítala í kjölfar sex bíla áreksturs í New Jersey í júní. 15. júlí 2014 16:30
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning
Segir strákum að hætta í bandarísku efni: „Eins og við séum í málhöltu úthverfi í Nebraska“ Menning