Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir og Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifa 19. mars 2025 10:31 Starfsdagar fyrirtækja og stofnana eru gagnlegt tæki ef vinna á að vexti, samvinnu og vellíðan starfsfólks. Það felur í sér að taka til hliðar dag þar sem starfsfólk einbeitir sér að faglegri þróun, uppbyggingu og samræmingu markmiða vinnustaðarins. Ávinningurinn er þó víðtækari því með því að gefa tíma í slíka vinnu, er hlúð að vinnumenningu og sálfélagslegu öryggi. Að auka færni og þekkingu Eitt af meginmarkmiðum starfsdaga er gjarnan að fjárfesta í faglegum vexti starfsfólks. Að bjóða upp á vinnustofur, fræðslu eða námskeið gerir starfsfólki kleift að læra nýja færni, hressa upp á þá færni sem það býr yfir og fylgjast með þróun innan síns sviðs. Að fjárfesta í þróun starfsfólks með þessum hætti, bætir ekki aðeins frammstöðu einstaklinga heldur stuðlar að aukinni framleiðni vinnustaðarins í heild og gefur starfsfólki þá tilfinningu að vinnustaðurinn meti framlag þeirra, slík upplifun ýtir undir hollustu starfsfólks. Að styrkja liðsheild Annar ávinningur starfsdaga er tækifæri til að styrkja tengsl milli starfsfólks. Með verkefnum og umræðu þar sem áhersla er lögð á samvinnu, gefst starfsfólki tækifæri til að vinna að auknu trausti og betri samskiptum, sem eru lykilatriði skilvirkrar teymisvinnu. Að stuðla að sálfélagslegu öryggi Þegar vel tekst til má álykta að dýrmætasti ávinningur af starfsdögum sé efling sálfélagslegs öryggis. Þegar vinnustaðir leggja áherslu á slíka vinnu er umhverfi skapað þar sem starfsfólk upplifir sig metið að verðleikum, það er hvatt til að deila upplifunum og ræða áskoranir. Unnið er að því að efla þá trú starfsfólks að það geti tjáð skoðanir og deilt hugmyndum án þess að vera dæmt. Þessi öryggistilfinning skiptir sköpum fyrir nýsköpun, þar sem starfsfólk sem telur sig vera sálfræðilega öruggt, er líklegra til að leggja fram skapandi hugmyndir, vekja máls á því sem það telur að betur megi fara og taka ábyrgð á mistökum. Allt eru þetta mikilvægir þættir fyrir persónulegan og faglegan vöxt. Þegar sálfræðilegt öryggi er til staðar er starfsfólk líklegra til að taka frumkvæði, sem hefur bein áhrif á heildarárangur vinnustaðar. Langtímaávinningur Til lengri tíma litið sjá vinnustaðir, sem fjárfesta í reglulegum starfsdögum, meiri ánægju starfsfólks og betri heildarframmistöðu. Starfsfólk sem upplifir stuðning, bæði í persónulegum vexti og sálrænu öryggi, er virkara og áhugasamara við að leggja sitt að mörkum til að vinna að markmiðum vinnustaðarins. Vel skipulagður starfsdagur getur því haft margvíslegan ávinning, vinnur að eflingu einstaklingshæfni, betri liðsheild og stuðlar að menningu öryggis og trausts. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd, búa yfir áralangri reynslu sem stjórnendur og starfa hjá Auðnast m.a. við undirbúning og utanumhald um starfsdaga fyrir vinnustaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Starfsdagar fyrirtækja og stofnana eru gagnlegt tæki ef vinna á að vexti, samvinnu og vellíðan starfsfólks. Það felur í sér að taka til hliðar dag þar sem starfsfólk einbeitir sér að faglegri þróun, uppbyggingu og samræmingu markmiða vinnustaðarins. Ávinningurinn er þó víðtækari því með því að gefa tíma í slíka vinnu, er hlúð að vinnumenningu og sálfélagslegu öryggi. Að auka færni og þekkingu Eitt af meginmarkmiðum starfsdaga er gjarnan að fjárfesta í faglegum vexti starfsfólks. Að bjóða upp á vinnustofur, fræðslu eða námskeið gerir starfsfólki kleift að læra nýja færni, hressa upp á þá færni sem það býr yfir og fylgjast með þróun innan síns sviðs. Að fjárfesta í þróun starfsfólks með þessum hætti, bætir ekki aðeins frammstöðu einstaklinga heldur stuðlar að aukinni framleiðni vinnustaðarins í heild og gefur starfsfólki þá tilfinningu að vinnustaðurinn meti framlag þeirra, slík upplifun ýtir undir hollustu starfsfólks. Að styrkja liðsheild Annar ávinningur starfsdaga er tækifæri til að styrkja tengsl milli starfsfólks. Með verkefnum og umræðu þar sem áhersla er lögð á samvinnu, gefst starfsfólki tækifæri til að vinna að auknu trausti og betri samskiptum, sem eru lykilatriði skilvirkrar teymisvinnu. Að stuðla að sálfélagslegu öryggi Þegar vel tekst til má álykta að dýrmætasti ávinningur af starfsdögum sé efling sálfélagslegs öryggis. Þegar vinnustaðir leggja áherslu á slíka vinnu er umhverfi skapað þar sem starfsfólk upplifir sig metið að verðleikum, það er hvatt til að deila upplifunum og ræða áskoranir. Unnið er að því að efla þá trú starfsfólks að það geti tjáð skoðanir og deilt hugmyndum án þess að vera dæmt. Þessi öryggistilfinning skiptir sköpum fyrir nýsköpun, þar sem starfsfólk sem telur sig vera sálfræðilega öruggt, er líklegra til að leggja fram skapandi hugmyndir, vekja máls á því sem það telur að betur megi fara og taka ábyrgð á mistökum. Allt eru þetta mikilvægir þættir fyrir persónulegan og faglegan vöxt. Þegar sálfræðilegt öryggi er til staðar er starfsfólk líklegra til að taka frumkvæði, sem hefur bein áhrif á heildarárangur vinnustaðar. Langtímaávinningur Til lengri tíma litið sjá vinnustaðir, sem fjárfesta í reglulegum starfsdögum, meiri ánægju starfsfólks og betri heildarframmistöðu. Starfsfólk sem upplifir stuðning, bæði í persónulegum vexti og sálrænu öryggi, er virkara og áhugasamara við að leggja sitt að mörkum til að vinna að markmiðum vinnustaðarins. Vel skipulagður starfsdagur getur því haft margvíslegan ávinning, vinnur að eflingu einstaklingshæfni, betri liðsheild og stuðlar að menningu öryggis og trausts. Höfundar eru sérfræðingar í vinnuvernd, búa yfir áralangri reynslu sem stjórnendur og starfa hjá Auðnast m.a. við undirbúning og utanumhald um starfsdaga fyrir vinnustaði.
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun