„Reginhneyksli“ að Sádar stýri nefnd um réttindi kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 20. mars 2025 10:52 Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Fulltrúi í utanríkismálanefnd Alþingis segir það reginhneyksli að Sádi-Arabía gegni nú formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í ljósi mannréttindabrota landsins á konum. Hann saknar þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyra. Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum. Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Sádar voru kjörnir samhljóða til formennsku í kvennanefnd Sameinuðu þjóðanna í fyrra en ekkert mótframboð kom fram. Formennskan færist vanalega á milli álfuhópa innan Sameinuðu þjóðanna og höfðu Asíuríki sammælst um framboð Sáda. Áhuga Sáda á formennskunni röktu flestir til umfangsmikilla tilrauna þeirra til þess að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi. Valið olli furðu og reiði enda er ástand mannréttindamála í Sádi-Arabíu bágborið, ekki síst staða kvenna. Þannig þurfa konur í Sádi-Arabíu leyfi karlkyns aðstandenda sinna til grundvallarathafna í landinu. Diljá Mist Einarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálanefnd og fyrrverandi formaður nefndarinnar, líkir formennsku Sáda í nefndinni við að gera úlfinn að fjárhirði í grein sem birtist á Vísi í dag. Auk daglegrar kúgunar kvenna sæti baráttukonur fyrir kvenréttindum ofsóknum, handtökum, varðhaldi, pyntingum og ferðabanni af hálfu stjórnvalda. Þannig hafi kona nýlega hlotið ellefu ára fangelsisdóm fyrir að lýsa yfir stuðningi við réttindi kvenna á samfélagsmiðli og birta mynd af sér í klæðnaði sem stjórnvöld töldu ósæmilegan. „Að táknmynd kúgunar kvenna stýri kvennanefndinni bætist á langan lista yfir gagnrýni á Sameinuðu þjóðirnar. Stofnunin hefur sannarlega mátt muna sinn fífil fegri. Það sér það hver maður að formennska Sádi-Arabíu í kvennanefndinni, nefnd sem hverfist um réttindi kvenna, er reginhneyksli,“ skrifar Diljá Mist. Ísland átti ekki beina aðkomu að kjöri Sáda Segist Diljá Mist sakna þess að íslensk stjórnvöld láti í sér heyri en þau séu í betri aðstöðu til þess en oft áður í krafti setu sinnar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. Ísland hafi ekki átt beina aðkomu að skipan Sáda til formennskunnar og stjórnvöld verið gagnrýnin á konungsríkið í mannréttindamálum þar sem réttindi kvenna hafi verið ofarlega á baugi. Þingkonan tengir þátttöku Sádi-Arabíu í mannréttindastarfi á vettvangi Sameinuðu þjóðanna við ímyndarherferð konungsríkisins sem það hafi varið miklum fjármunum í og sé ætlað að blekkja umheiminn. Sádar hafa meðal annars fjárfest fúlgur fjár í vestrænum íþróttaliðum og íþróttamótaröðum til þess að bæta ímynd sína. Sú ímyndarherferð hefur verið nefnd „íþróttaþvætti“. Ályktar ekki um verstu mannréttindabrjótana Félagasamtökin SÞ-vaktin (e. UN Watch) eru að meðal þeirra sem hafa gagnrýnt kvennanefnd SÞ harðlega í gegnum tíðina. Nefndin hafi þannig aldrei ályktað um ýmis ríki þar sem réttindi kvenna eru fótum troðin, þar á meðal um Sádi-Arabíu. Íran var vikið úr nefndinni árið 2022, fyrst ríkja, í kjölfar dauða Möhsu Amini, ungrar konu sem lést í haldi trúarlögreglunnar eftir að hún var stöðvuð fyrir að hylja ekki hár sitt. Dauði hennar var kveikan að mótmælaöldu í Íran. Kvennanefndin hafði engu að síður aldrei ályktað um stöðu kvenréttinda í trúræðisríkinu þrátt fyrir mannréttindabrot þess á konum.
Sádi-Arabía Mannréttindi Jafnréttismál Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira