Telur sig ekki vanhæfan og sé hann það skapi það mikinn vanda Jón Þór Stefánsson skrifar 21. mars 2025 08:25 Björn Gíslason borgarfulltrúi hefur setið í stjórn Fylkis frá árinu 2001. Vísir/Vilhelm Björn Gíslason, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir það álit að hann sé vanhæfur til að taka sæti í íþrótta- og tómstundaráði borgarinnar, en hann er formaður aðalstjórnar íþróttafélagsins Fylkis. „Ég hef verið mikið í íþrótta- og tómstundaráði í gegnum árin, í mjög langan tíma. Og ég er formaður í Fylki. Ég hef bara vikið af fundi ef það snýr eitthvað að því. Það hefur aldrei verið neitt mál,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag átti að kjósa um hvort hann tæki sæti í ráðinu, en kosningunni var frestað. Lagt var fram minnisblað frá árinu 2023, sem var unnið eftir að Birni var gert að víkja úr þessu sama ráði í febrúar 2023. Þá fór Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fram á skriflegan rökstuðning. Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Ebba Schram borgarlögmaður unnu minnisblað um málið og komust að þeirri niðurstöðu að Björn væri, sem formaður Fylkis, vanhæfur til að taka sæti í nefndinni. Væri annað fengi hann tekjur Björn telur mikilvægt að láta á það reyna, hvort þetta álit standist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ segir Björn. Fylkismenn etja kappi. Myndin er úr safni.Vísir/Diego „Ég held að þetta væri svolítið annað ef ég hefði af þessu tekjur og framfærslu. Það er lykilatriði. Þetta er bara sjálfboðavinna.“ Hann myndi vilja senda málið til að sveitastjórnarráðuneytisins sem myndi úrskurða í málinu, hvort Björn sé vanhæfur eða ekki. Gætir hagsmuna samkeppnisaðila Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Þar að auki var komist að þeirri niðurstöðu að ef Björn tæki sæti í ráðinu og tæki þátt í afgreiðslu máls þar sem hann væri vanhæfur, væri sú ákvörðun ráðsins haldin annmarka. Og það gæti leitt til þess að stjórnvaldsákvörðun borgarinnar væri ógild og gæti gert hana skaðabótaskylda. Björn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að baka borginni skaðabótaskyldu með setu í ráðinu. Þó að málið varði hæfi Björns í borginni telur hann að það gæti haft áhrif víðar.Vísir/Vilhelm Vanhæfi myndi hafa áhrif víða Ef Björn er vanhæfur vegna stjórnarsetunnar í Fylki veltir hann fyrir sér hvort margir aðrir hljóti því ekki líka að vera í sömu stöðu „Úti á landi, í minni sveitarfélögum, þar sem oft eru fulltrúar í alls konar aukavinnu, kannski í björgunarsveit eða þvíumlíkt, sinna þar ýmsum trúnaðarstörfum,“ segir hann. „Þar geta menn oft verið með marga hatta.“ Verði komist að þeirri niðurstöðu að Björn sé vanhæfur telur hann að það gæti skapað vandamál fyrir ansi marga. „Ég held að það geti bara verið vandamál ef þetta fer í gegn, að þú megir ekki sinna einu eða neinu.“ Borgarstjórn Fylkir Stjórnsýsla Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Ég hef verið mikið í íþrótta- og tómstundaráði í gegnum árin, í mjög langan tíma. Og ég er formaður í Fylki. Ég hef bara vikið af fundi ef það snýr eitthvað að því. Það hefur aldrei verið neitt mál,“ segir Björn í samtali við fréttastofu. Á borgarstjórnarfundi síðastliðinn þriðjudag átti að kjósa um hvort hann tæki sæti í ráðinu, en kosningunni var frestað. Lagt var fram minnisblað frá árinu 2023, sem var unnið eftir að Birni var gert að víkja úr þessu sama ráði í febrúar 2023. Þá fór Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins, fram á skriflegan rökstuðning. Helga Björg Laxdal, skrifstofustjóri borgarstjórnar, og Ebba Schram borgarlögmaður unnu minnisblað um málið og komust að þeirri niðurstöðu að Björn væri, sem formaður Fylkis, vanhæfur til að taka sæti í nefndinni. Væri annað fengi hann tekjur Björn telur mikilvægt að láta á það reyna, hvort þetta álit standist skoðun. „Ég hef enga framfærslu eða tekjur af því að vera formaður í þessu félagi. Ég skil ekki hvernig ég get verið vanhæfur. Ég held að þetta væri frekar bara kostur, að vera með einhvern sem er í þessu. Þetta er svipað og ef kennari væri í skóla- og frístundaráði. Það er bara kostur að þekkja starfið,“ segir Björn. Fylkismenn etja kappi. Myndin er úr safni.Vísir/Diego „Ég held að þetta væri svolítið annað ef ég hefði af þessu tekjur og framfærslu. Það er lykilatriði. Þetta er bara sjálfboðavinna.“ Hann myndi vilja senda málið til að sveitastjórnarráðuneytisins sem myndi úrskurða í málinu, hvort Björn sé vanhæfur eða ekki. Gætir hagsmuna samkeppnisaðila Í minnisblaðinu var niðurstaðan rökstudd á þeim grundvelli að ráðinu bæri að hafa eftirlit með rekstri mannvirkja á sviði íþrótta sem væru á vegum borgarinnar, en Fylkir annast rekstur eða hefur afnot af ýmsum eignum sem borgin annað hvort á eða framleigir til félagsins. Vanhæfið væri þó líka vegna þess að sem formaður Fylkis væri Björn að gæta hagsmuna þess félags og því ekki einungis vanhæfur til að fjalla um mál félagsins heldur einnig mál sem varða önnur íþróttafélög sem væru í samkeppni við Fylki. Þar að auki var komist að þeirri niðurstöðu að ef Björn tæki sæti í ráðinu og tæki þátt í afgreiðslu máls þar sem hann væri vanhæfur, væri sú ákvörðun ráðsins haldin annmarka. Og það gæti leitt til þess að stjórnvaldsákvörðun borgarinnar væri ógild og gæti gert hana skaðabótaskylda. Björn segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að baka borginni skaðabótaskyldu með setu í ráðinu. Þó að málið varði hæfi Björns í borginni telur hann að það gæti haft áhrif víðar.Vísir/Vilhelm Vanhæfi myndi hafa áhrif víða Ef Björn er vanhæfur vegna stjórnarsetunnar í Fylki veltir hann fyrir sér hvort margir aðrir hljóti því ekki líka að vera í sömu stöðu „Úti á landi, í minni sveitarfélögum, þar sem oft eru fulltrúar í alls konar aukavinnu, kannski í björgunarsveit eða þvíumlíkt, sinna þar ýmsum trúnaðarstörfum,“ segir hann. „Þar geta menn oft verið með marga hatta.“ Verði komist að þeirri niðurstöðu að Björn sé vanhæfur telur hann að það gæti skapað vandamál fyrir ansi marga. „Ég held að það geti bara verið vandamál ef þetta fer í gegn, að þú megir ekki sinna einu eða neinu.“
Borgarstjórn Fylkir Stjórnsýsla Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira