Gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn Jón Ísak Ragnarsson og Tómas Arnar Þorláksson skrifa 22. mars 2025 00:23 Diljá segir ýmsar spurningar hafa vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu eftir blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar undanfarna daga. Vísir Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir það gríðarlega alvarlegt hafi trúnaður verið rofinn í samskiptum forsætisráðuneytisins við konu sem kom til þeirra með erindi varðandi barnamálaráðherra. Barnamálaráðherra hafi axlað ábyrgð með afsögn, en ýmsar spurningar hafi vaknað um aðkomu forsætisráðuneytisins að málinu. „Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“ Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
„Ráðherra hefur auðvitað axlað ákveðna ábyrgð með afsögn sinni. En eftir stendur eins og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur bent á, að það hafa vaknað ýmsar spurningar um aðkomu forsætisráðuneytisins,“ sagði Diljá Mist í kvöldfréttum Stöðvar 2. Viðtalið við Diljá hefst eftir um þrjár og hálfa mínútu í klippunni hér að neðan: Fannst þér forsætisráðherra ekki svara þessu nægilega skýrt á blaðamannafundi bæði í dag og í gær? „Nei mér fannst fjölmargar spurningar vakna bæði við svör hennar og auðvitað yfirlýsingu og svör Ásthildar Lóu.“ Spurningar vakni um það hvernig tímalínan horfi við þeim, af hverju hafi ekki orðið við fundarbeiðni, og hverjir hafi fengið upplýsingarnar. Þá skipti máli að skera úr um það hvort trúnaður hafi verið rofinn. „Sem væri þá gríðarlega alvarlegt,“ segir Diljá. Ótrúlegt að hafa erindið að engu Ef þetta er eins og Kristrún sagði og aðstoðarmaður hafði samband við annan aðstoðarmann, og sagði að það hafi verið óskað eftir fundi og bara vika sem líður, er það ekki eðlilegur tími? „Nei það finnst mér ekki, og ég vil bara vekja athygli á því að það hefði verið hægt að skera úr um þessar upplýsingar með einföldu gúggli, með því að fara á Þjóðskrá eða Íslendingabók ef því er að skipta,“ sagði Diljá. „Mér finnst eiginlega ótrúlegt að fá svona erindi á sitt borð, og einhvern veginn hafa það að engu, og eins og því hefur verið svarað til að það hafi bara verið skráð í málaskrá.“ „Það er ekki fyrr en að það er yfirvofandi fréttaflutningur að forsætisráðherra bregst við.“ Hvaða áhrif hefur þetta á ríkisstjórnarsamstarfið ef einhver? „Maður hefur áhyggjur af því að í stað þess að einhvern tímann verði dropi sem fyllir mælinn að það sé að myndast ákveðið þol fyrir þessum ítrekuðu hneykslismálum og vandræðagangi hjá ríkisstjórninni.“ „Það líður varla sú vika að maður fletti ekki í gegnum blöðin eða fréttirnar, og það sé eitthvað nýtt mál að koma upp sem vekur mann til umhugsunar.“
Barnamálaráðherra segir af sér Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Fleiri fréttir Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum