Hratt vaxandi skjálftavirkni Sunna Sæmundsdóttir skrifar 24. mars 2025 12:52 Benedikt Gunnar Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur og fagstjóri aflögunarmælinga á Veðurstofu Íslands. vísir/arnar Skjálftavirkni við Sundhnúksgíga fer hratt vaxandi að sögn fagstjóra hjá Veðurstofunni og kvikumagnið undir Svartsengi er komið yfir öll fyrri mörk. Hann segir almannavarnayfirvöld þurfa að gera ráðstafnir áður en gosvirkni færist á milli kerfa á Reykjanesskaganum. „Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
„Skjálftavirknin þarna er að vaxa tiltölulega hratt. Við fáum svona hrinur og svo er hljóðlátara inni á milli en heilt yfir er sjálftavirknin við Sundhnúksgíga að vaxa,“ segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands, um skjálftahrinu sem reið yfir við Sundhnúksgíga í gær. Skjálftavirknin hefur verið minni í dag en Benedikt segir kvikumagnið undir Svartsengi komið yfir öll fyrri mörk. Þessi aukna skjálftavirkni, er hún til marks um að kvikuhlaup sé yfirvofandi? „Það er erfitt að fullyrða um það, en já ætli það ekki. Það er nú líklegt að það fari að styttast í eitthvað. Við vitum ekki hvað við þurfum að bíða lengi en við erum að sjá hana vaxa frekar hratt þannig ég myndi halda að það ætti nú eitthvað að fara að gerast.“ Almannavarnayfirvöld þurfa að vera undir það búin að gosvirkni færist á milli kerfa og gera ráðstafanir, til dæmis fyrir það ef gosvirknin færist til Krýsuvíkur í nágrenni höfuðborgarsvæðisins.vísir/Vilhelm Veðurstofan birti fyrir helgi pistil þar sem bent er á að almennt hafi hægt á kvikusöfnun undir Svartsengi. Gróft áætlað sé hraðinn nú, og fyrir síðustu gos, um fjórðungur af því sem hann var í upphafi goshrinunnar. Líklegt sé að virknin muni færast yfir í nálægt goskerfi þegar henni lýkur við Svartsengi. Íbúar og almannavarnayfirvöld þurfi að vera undir það búin og gera ráðstafanir. „Þetta snýst fyrst og fremst um viðbragðsáætlanir þar sem eldstöðvakerfi eru nærri byggð, eins og sérstaklega við Krýsuvík þar sem þetta gæti haft áhrif inn á höfuðborgarsvæðið. Ekki eldgos en mögulega spurnguhreyfingar, skjálftavirkni og annað slíkt. Einnig hraunflæði, sem er kannski ólíklegra en líka alveg inni í myndinni. Þetta eru bara hlutir sem þarf að fara að undirbúa og hafa áætlanir um,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira