Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2025 15:45 Ísland þarf mikinn viðsnúning frá leikjunum við Kósovó til þess að eiga möguleika í undankeppni HM í haust. Þá ætti liðið þó að geta spilað heimaleiki sína á Íslandi. EPA-EFE/Marcial Guillen Nýja-Sjáland varð í nótt fimmta liðið til þess að festa sér sæti á HM karla í fótbolta sumarið 2026. Nýsjálendingar verða þá með í þriðja sinn en leiðin hefur aldrei verið greiðari fyrir þá. Ísland á hins vegar erfiða leið fyrir höndum. Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Eftir fjölgun liða á HM úr 32 í 48 fékk Eyjaálfa í fyrsta sinn eitt öruggt sæti á HM og nú hefur Nýja-Sjáland tryggt sér það. Ástralía spilar í undankeppni Asíu líkt og liðið hóf að gera fyrir mörgum árum og því er samkeppnin lítil fyrir Nýsjálendinga sem þó þurftu að hafa fyrir hlutunum í úrslitaleik við Nýju Kaledóníu í nótt. Staðan var markalaus í hálfleik og Chris Wood, markahrókur Nottingham Forest, fór svo meiddur af velli snemma í seinni hálfleik. Það kom þó ekki að sök og Nýja-Sjáland tryggði sér HM-farseðilinn með 3-0 sigri. Áður hafði Japan orðið fyrsta þjóðin til að vinna sér inn HM-farseðil og svo eiga gestgjafarnir (Bandaríkin, Mexíkó og Kanada) öruggt sæti á mótinu. Ísland fékk Frakkland og Heimir glímir við Portúgal Undankeppnin í Evrópu hefur svo loks tekið á sig skýrari mynd eftir að 8-liða úrslitum Þjóðadeildarinnar lauk í gær. Sigurliðin þar fóru nefnilega í ákveðin laus pláss í fjögurra liða riðlum en tapliðin í fimm liða riðla. Frakkland bættist í riðil Íslands með því að slá út Króatíu sem því spilar í L-riðli. Heimir Hallgrímsson og Írarnir hans þurfa að kljást við Portúgal eftir að Portúgalar slógu Dani út. Það er nefnilega svo að liðin sem komust í undanúrslit Þjóðadeildar, eins og Frakkland og Portúgal, urðu að vera í fjögurra liða riðlum til að allt passaði í leikjadagatalinu en fullmótaða riðla í evrópsku undankeppni HM má sjá hér að neðan. Undanriðlar HM í Evrópu. Keppni er þegar hafin í fimm liða riðlunum.@footrankings Mbappé til Reykjavíkur í október Ísland leikur í riðli með Aserbaísjan, Úkraínu og Frakklandi og fer hún fram frá september fram í nóvember. Efsta liðið kemst beint á HM og liðið í 2. sæti í umspil. Heimaleikur Íslands við Kylian Mbappé og félaga í franska landsliðinu er settur á 13. október, fimm dögum eftir að Ísland tekur á móti Úkraínu. Áætlað er að heimaleikir Íslands fari allir fram á endurbættum Laugardalsvelli, eftir að liðið neyddist til að spila heimaleik sinn gegn Kósovó í gær í Murcia á Spáni. Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
Leikir Íslands í undankeppni HM: 5. sept: Ísland – Aserbaísjan 9. sept: Frakkland – Ísland 10. okt: Ísland – Úkraína 13. okt: Ísland – Frakkland 13. nóv: Aserbaísjan – Ísland 16. nóv: Úkraína - Ísland
HM 2026 í fótbolta Landslið karla í fótbolta Mest lesið Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Hefur eignast barn en þarf samt að sanna það að hún sé kona Sport Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Enski boltinn Lyon krækir í leikmann Liverpool Enski boltinn Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Fótbolti Ómar Björn: Misreiknaði boltann Fótbolti Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Sport Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Fleiri fréttir Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira