„Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Lovísa Arnardóttir skrifar 25. mars 2025 09:17 Guðlaugur Þór fór yfir málið í Bítinu á Bylgjunni. Vísir/Einar Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks og íbúi í Grafarvogi, segir hafa verið lagðar fram hugmyndir um skipulagsbreytingar í Grafarvogi sem myndu breyta hverfinu umtalsvert. Ofuráhersla sé á þéttingu byggðar og skipulagið byggi á að byggja á grænum reitum. Mikil andstaða sé meðal íbúa með breytingar á aðalskipulagi. Á íbúafundinum á fimmtudag átti að kynna breytingar í Grafarvogi um frekari uppbyggingarmöguleika. Kynntar voru breytingar á skipulagi þar sem búið var að fækka nýjum íbúðum úr 476 í 340. Guðlaugur segir fólk ekki flytja ekki í Grafarvog því það þurfi þess, heldur því það vilji það. Guðlaugur fór yfir stöðuna og umræður á hitafundi fyrir helgi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsbreytingin sé í kynningu og hægt að setja inn athugasemdir til og með 10. apríl. Búið er að skila inn sjö umsögnum eins og er þar sem íbúar lýsa óánægju með að byggja eigi hærri hús, að verið sé að byggja á bílastæðum og grænum svæðum og að fækka eigi bílastæðum á hvert hús í eitt. Fundurinn var afar fjölsóttur. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir skipulagsbreytingarnar ekki hafa verið kynntar vel. Það hafi verið 700 manna fundur fyrir jól þar sem fólk lýsti ekki áhuga á breytingunum. Guðlaugur segir mikið af grænum svæðum í hverfinu og það sé hugsunin að baki hverfisins. Það sé heilnæmt og bæti lífskjör að hafa aðgang að náttúru. „Hugmyndin er einfaldlega þessi: Það var bara keyrt um Grafarvoginn og sagt hér er laus blettur, og hér er laus blettur og það er hægt að setja fullt af húsum hér,“ segir Guðlaugur um skipulagsbreytingar borgarinnar og að upphaflega hafi átt að koma fyrir nærri 500 íbúðum á þessa bletti. Yfirlitskort í verklýsingu aðalskipulagsbreytingarReykjavíkurborg Á fundinum á fimmtudag hafi komið í ljós að ekki hafi verið búið að gera hljóðvistarskýrslur eða greiningu á umferð og embættismenn hafi ætlast til þess að íbúar myndu skipta sér niður þau svæði sem þau búi á og breytingar á svæðinu yrðu kynntar fyrir þeim í stað þess að það yrðu almennar umræður. Hér má sjá uppfærsluna á reitunum eftir að ákveðið var að fækka íbúðum. Myndin er úr skýrslu um drög að breytingu á aðalskipulagi. Reykjavíkurborg „Fólk er að verja hverfið sitt. Þegar það flutti í hverfið er það skrifað út að það sé fullmannað hverfi, fullgert, og auðvitað er enginn að setja sig á móti því að breyta hlutum sem eru í samræmi við það sem þarna gerist. En þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu,“ segir Guðlaugur og þetta sé partur af „trúarbrögðum um ofurþéttingu byggðar“ sem hafi verið í gangi síðustu ár í borginni. Reykjavíkurborg birti stutta tilkynningu um fundinn á vef sínum á föstudag en minntist ekkert á að mikil óánægja hafi verið meðal íbúa um breytingarnar og fyrirkomulag fundarins. Ítarlega er þó fjallað um það í nokkrum fréttum á hverfismiðlinum Grafarvogur.net að fundurinn hafi verið erfiður og mikill hiti á fundinum. Til dæmis er fjallað þar um að íbúar hafi verið verulega óánægðir með að ekki myndu fara fram almennar umræður um skipulagsbreytingarnar. Fólk var óánægt með að geta ekki átt í almennum umræðum heldur að vera skipt á svæði. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir fólk búa í hverfinu á ákveðnum forsendum, þeim líði vel, og það hafi enginn stjórnmálamaður komið til þeirra og tilkynnt að það eigi til dæmis að taka grænu svæðin. Það sé ekki verið að taka þau öll en það sé gríðarleg breyting að bæta við rúmum 300 íbúðum á svæði sem núna eru græn. Guðlaugur segir að hann hafi talið að eftir fundinn sem fór fram fyrir jól myndi Reykjavíkurborg leggja málið til hliðar og að þessar breytingar yrðu „jarðaðar“. Í þættinum ræddu þau einnig vilja stjórnmálamanna til að hlusta á kjósendur og eiga við þá almennar umræður. Guðlaugur segir sögulegt hvernig borgin gengur fram í þessu máli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan. Ferlið er nú í drögum og stefnt að því að samþykkja breytingar í júlí. Reykjavíkurborg Skipulag Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Umhverfismál Umferð Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49 Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. 30. júní 2024 15:01 Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27. júní 2024 13:49 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Á íbúafundinum á fimmtudag átti að kynna breytingar í Grafarvogi um frekari uppbyggingarmöguleika. Kynntar voru breytingar á skipulagi þar sem búið var að fækka nýjum íbúðum úr 476 í 340. Guðlaugur segir fólk ekki flytja ekki í Grafarvog því það þurfi þess, heldur því það vilji það. Guðlaugur fór yfir stöðuna og umræður á hitafundi fyrir helgi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Á vef Reykjavíkurborgar kemur fram að skipulagsbreytingin sé í kynningu og hægt að setja inn athugasemdir til og með 10. apríl. Búið er að skila inn sjö umsögnum eins og er þar sem íbúar lýsa óánægju með að byggja eigi hærri hús, að verið sé að byggja á bílastæðum og grænum svæðum og að fækka eigi bílastæðum á hvert hús í eitt. Fundurinn var afar fjölsóttur. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir skipulagsbreytingarnar ekki hafa verið kynntar vel. Það hafi verið 700 manna fundur fyrir jól þar sem fólk lýsti ekki áhuga á breytingunum. Guðlaugur segir mikið af grænum svæðum í hverfinu og það sé hugsunin að baki hverfisins. Það sé heilnæmt og bæti lífskjör að hafa aðgang að náttúru. „Hugmyndin er einfaldlega þessi: Það var bara keyrt um Grafarvoginn og sagt hér er laus blettur, og hér er laus blettur og það er hægt að setja fullt af húsum hér,“ segir Guðlaugur um skipulagsbreytingar borgarinnar og að upphaflega hafi átt að koma fyrir nærri 500 íbúðum á þessa bletti. Yfirlitskort í verklýsingu aðalskipulagsbreytingarReykjavíkurborg Á fundinum á fimmtudag hafi komið í ljós að ekki hafi verið búið að gera hljóðvistarskýrslur eða greiningu á umferð og embættismenn hafi ætlast til þess að íbúar myndu skipta sér niður þau svæði sem þau búi á og breytingar á svæðinu yrðu kynntar fyrir þeim í stað þess að það yrðu almennar umræður. Hér má sjá uppfærsluna á reitunum eftir að ákveðið var að fækka íbúðum. Myndin er úr skýrslu um drög að breytingu á aðalskipulagi. Reykjavíkurborg „Fólk er að verja hverfið sitt. Þegar það flutti í hverfið er það skrifað út að það sé fullmannað hverfi, fullgert, og auðvitað er enginn að setja sig á móti því að breyta hlutum sem eru í samræmi við það sem þarna gerist. En þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu,“ segir Guðlaugur og þetta sé partur af „trúarbrögðum um ofurþéttingu byggðar“ sem hafi verið í gangi síðustu ár í borginni. Reykjavíkurborg birti stutta tilkynningu um fundinn á vef sínum á föstudag en minntist ekkert á að mikil óánægja hafi verið meðal íbúa um breytingarnar og fyrirkomulag fundarins. Ítarlega er þó fjallað um það í nokkrum fréttum á hverfismiðlinum Grafarvogur.net að fundurinn hafi verið erfiður og mikill hiti á fundinum. Til dæmis er fjallað þar um að íbúar hafi verið verulega óánægðir með að ekki myndu fara fram almennar umræður um skipulagsbreytingarnar. Fólk var óánægt með að geta ekki átt í almennum umræðum heldur að vera skipt á svæði. Reykjavíkurborg Guðlaugur segir fólk búa í hverfinu á ákveðnum forsendum, þeim líði vel, og það hafi enginn stjórnmálamaður komið til þeirra og tilkynnt að það eigi til dæmis að taka grænu svæðin. Það sé ekki verið að taka þau öll en það sé gríðarleg breyting að bæta við rúmum 300 íbúðum á svæði sem núna eru græn. Guðlaugur segir að hann hafi talið að eftir fundinn sem fór fram fyrir jól myndi Reykjavíkurborg leggja málið til hliðar og að þessar breytingar yrðu „jarðaðar“. Í þættinum ræddu þau einnig vilja stjórnmálamanna til að hlusta á kjósendur og eiga við þá almennar umræður. Guðlaugur segir sögulegt hvernig borgin gengur fram í þessu máli. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni að ofan. Ferlið er nú í drögum og stefnt að því að samþykkja breytingar í júlí. Reykjavíkurborg
Skipulag Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Heilbrigðismál Umhverfismál Umferð Bítið Bylgjan Tengdar fréttir Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49 Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. 30. júní 2024 15:01 Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27. júní 2024 13:49 Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Umræða um „ofurþéttingu“ sé leidd af Diljá og Guðlaugi Þór Mikil óánægja er meðal íbúa Grafarvogs vegna áforma um uppbyggingu og meints samskiptaleysis borgarstjóra. Formaður íbúasamtaka Grafarvogs segir suma íbúa vilja láta kanna klofning frá Reykjavíkurborg. Borgarstjóri segir aldrei hafa verið farið í jafn ítarlegt samráð við íbúa og umræðan í Grafarvogi sé leidd af kjörnum fulltrúum Sjálfstæðisflokksins. 23. október 2024 22:49
Grafarvogsbúar þurfi ekki að óttast blokkir Borgarstjóri segir áhyggjur íbúa Grafavogs af fyrirhugaðri uppbyggingu í hverfinu óþarfar. Enginn sé að fá margra hæða blokk í bakgarðinn hjá sér. 30. júní 2024 15:01
Íbúar Grafarvogs óánægðir með þéttingaráform Mikillar óánægju gætir meðal hóps íbúa í Grafarvogi um áform borgarinnar um uppbyggingu í hverfinu. Hópurinn óttast að græn svæði hverfi fyrir þéttri byggð og hefur stofnað undirskriftalista til að mótmæla byggingu á fjölbýlishúsi á lóð við Smárarima/Sóleyjarima. 27. júní 2024 13:49