Sækja á sjötta milljarð króna Árni Sæberg skrifar 25. mars 2025 10:13 Eggert Þór Kristófersson er forstjóri First Water í Þorlákshöfn. Vísir/Magnús Hlynur First Water, sem sérhæfir sig í sjálfbæru landeldi á laxi í Þorlákshöfn, hefur lokið hlutafjáraukningu að upphæð 39 milljónir evra, sem samsvarar um 5,7 milljörðum króna. Í fréttatilkynningu þess efnis segir að hlutafjáraukningin sé leidd af núverandi hluthöfum en þar á meðal séu Stoðir hf., FW Horn slhf., Framherji ehf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Líra ehf. og LSR. Ná að klára fyrsta áfangann Fyrir hlutafjáraukninguna hefði félagið sótt hlutafé að fjárhæð 122 milljónum evra en hafi nú sótt 161 milljónir evra í hlutafé að fjármögnun lokinni, eða um 24 milljarða króna. Í lok síðasta árs hafi verið tilkynnt um 80 milljóna evra lánsfjármögnun frá Landsbankanum og Arion banka eða samtals um 12 milljarða íslenskra króna. Félagið hafi þannig tryggt sér fjármögnun sem nemi um 35 milljörðum króna og nemi fjárfesting í verkefninu nú yfir 20 milljörðum króna. Hlutafjáraukningin geri First Water kleift að klára uppbyggingu á fyrsta áfanga af sex í Þorlákshöfn og styrkja þannig stöðu félagsins sem leiðandi fyrirtæki í sjálfbæru landeldi á laxi á Íslandi. Áhersla sé lögð á hágæðaframleiðslu og lágmörkun umhverfisáhrifa, sem séu allt lykilþættir í áreiðanlegum og ábyrgum rekstri. Stefna á fimmtíu þúsund tonn First Water hafi nú þegar selt um 2.000 tonn af laxi, sem endurspegli vel möguleika fyrirtækisins til að svara sífellt aukinni eftirspurn á heimsvísu eftir sjálfbærum og umhverfisvænum sjávarafurðum. Þegar uppbyggingu verði lokið muni landeldisstöð First Water framleiða um 50.000 tonn af laxi á ári en stöðin verði byggð upp í sex áföngum og komin í fulla vinnslu árið 2030. Framleiðslugeta í hverjum áfanga verði um 8.300 tonn af laxi á ári. Samanlögð fjárfesting í verkefninu muni nema um 825 milljónum evra eða um 120 milljörðum króna. Gert sé ráð fyrir að þegar starfsemi félagsins verður komin í fulla starfsemi muni um 330 manns starfa hjá félaginu. Til að tryggja framleiðslugetu til framtíðar hafi First Water gert raforkukaupasamning við Landsvirkjun um raforkukaup uppá 20 megavött og gert sé ráð fyrir stækkun í 50 megavött þegar Hvammsvirkjun verður komin í rekstur. Þá hafi félagið samið við Landsnet um afhendingu orkunnar. Endurspegli traust „Þessi fjármögnun endurspeglar mikið traust og trú þeirra sem þekkja okkur best – núverandi hluthafa. Hún gerir okkur kleift að halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu á starfsemi okkar í Þorlákshöfn og hraða framleiðslu á hágæða útflutningsvöru. Áætlanir okkar varðandi uppbyggingu hafa staðist og við gerum ráð fyrir að fyrsta fasa verkefnisins ljúki á þessu ári. Við finnum fyrir miklum áhuga á erlendum mörkuðum á hágæða laxi sem framleiddur er fyrir alþjóðlega markaði með nýjustu tækni, í öflugu samstarfi við nærsamfélagið og með sterkri áherslu á ábyrga nýtingu náttúruauðlinda. Umhverfisvernd og strangt gæðaeftirlit eru grunnstoðir í allri starfsemi First Water. Við erum þakklát fyrir þennan öfluga stuðning okkar hluthafa og hlökkum til að nýta tækifærin sem framundan eru,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni. Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira
Í fréttatilkynningu þess efnis segir að hlutafjáraukningin sé leidd af núverandi hluthöfum en þar á meðal séu Stoðir hf., FW Horn slhf., Framherji ehf., Lífeyrissjóður verslunarmanna, Brú lífeyrissjóður, Líra ehf. og LSR. Ná að klára fyrsta áfangann Fyrir hlutafjáraukninguna hefði félagið sótt hlutafé að fjárhæð 122 milljónum evra en hafi nú sótt 161 milljónir evra í hlutafé að fjármögnun lokinni, eða um 24 milljarða króna. Í lok síðasta árs hafi verið tilkynnt um 80 milljóna evra lánsfjármögnun frá Landsbankanum og Arion banka eða samtals um 12 milljarða íslenskra króna. Félagið hafi þannig tryggt sér fjármögnun sem nemi um 35 milljörðum króna og nemi fjárfesting í verkefninu nú yfir 20 milljörðum króna. Hlutafjáraukningin geri First Water kleift að klára uppbyggingu á fyrsta áfanga af sex í Þorlákshöfn og styrkja þannig stöðu félagsins sem leiðandi fyrirtæki í sjálfbæru landeldi á laxi á Íslandi. Áhersla sé lögð á hágæðaframleiðslu og lágmörkun umhverfisáhrifa, sem séu allt lykilþættir í áreiðanlegum og ábyrgum rekstri. Stefna á fimmtíu þúsund tonn First Water hafi nú þegar selt um 2.000 tonn af laxi, sem endurspegli vel möguleika fyrirtækisins til að svara sífellt aukinni eftirspurn á heimsvísu eftir sjálfbærum og umhverfisvænum sjávarafurðum. Þegar uppbyggingu verði lokið muni landeldisstöð First Water framleiða um 50.000 tonn af laxi á ári en stöðin verði byggð upp í sex áföngum og komin í fulla vinnslu árið 2030. Framleiðslugeta í hverjum áfanga verði um 8.300 tonn af laxi á ári. Samanlögð fjárfesting í verkefninu muni nema um 825 milljónum evra eða um 120 milljörðum króna. Gert sé ráð fyrir að þegar starfsemi félagsins verður komin í fulla starfsemi muni um 330 manns starfa hjá félaginu. Til að tryggja framleiðslugetu til framtíðar hafi First Water gert raforkukaupasamning við Landsvirkjun um raforkukaup uppá 20 megavött og gert sé ráð fyrir stækkun í 50 megavött þegar Hvammsvirkjun verður komin í rekstur. Þá hafi félagið samið við Landsnet um afhendingu orkunnar. Endurspegli traust „Þessi fjármögnun endurspeglar mikið traust og trú þeirra sem þekkja okkur best – núverandi hluthafa. Hún gerir okkur kleift að halda áfram að fjárfesta í uppbyggingu á starfsemi okkar í Þorlákshöfn og hraða framleiðslu á hágæða útflutningsvöru. Áætlanir okkar varðandi uppbyggingu hafa staðist og við gerum ráð fyrir að fyrsta fasa verkefnisins ljúki á þessu ári. Við finnum fyrir miklum áhuga á erlendum mörkuðum á hágæða laxi sem framleiddur er fyrir alþjóðlega markaði með nýjustu tækni, í öflugu samstarfi við nærsamfélagið og með sterkri áherslu á ábyrga nýtingu náttúruauðlinda. Umhverfisvernd og strangt gæðaeftirlit eru grunnstoðir í allri starfsemi First Water. Við erum þakklát fyrir þennan öfluga stuðning okkar hluthafa og hlökkum til að nýta tækifærin sem framundan eru,“ er haft eftir Eggerti Þór Kristóferssyni.
Ölfus Fiskeldi Landeldi Mest lesið „Var með skipt í miðju og notaði óhóflegt magn af geli“ Atvinnulíf Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Viðskipti innlent Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Sjá meira