Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2025 23:20 Sjálfa sem Curiosity tók á mars árið 2023. NASA/JPL-Caltech/MSSS Könnunarfarið Curiosity, sem er statt á yfirborð Mars, hefur fundið stærstu lífrænu sameindirnar hingað til. Fundurinn gefur til kynna að líffræðilegir ferlar hafi verið komnir lengra á Mars en áður hefur verið talið. Um er að ræða langar sameindir kolefna sem fundust í grjóti og er talið að hafi verið brot úr fitusýru. Slíkar sýrur eru meðal frumeininga lífs á jörðinni, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) um uppgötvunina. I came, I saw, I detected some of the largest organic molecules on Mars using my onboard science lab. 👀It could be the best evidence yet that organic chemistry advanced toward the kind of complexity required for an origin of life on the Red Planet. https://t.co/gheRVvhmrd pic.twitter.com/2bWEkkK9zm— Curiosity Rover (@MarsCuriosity) March 25, 2025 Lífverur mynda frumuhimnur úr fitusýrum, meðal annars til að verja frumuveggi. Þær geta þó einnig orðið til í lífrænum ferlum án lífvera, eins og þegar vatn blandast við steinefni í kringum við hveri neðansjávar. Sýnið var tekið í maí 2013 á stað í Gale-gígnum sem var eitt sinn botn stöðuvatns. Sýni sem tekin voru þar innihalda fjölmörg efni sem hafa varpað ljósi á sögu svæðisins. Í grein NASA segir ómögulegt að skera úr um við hvaða aðstæður þessar sameindir urðu til en fundurinn hefur þó gert vísindamenn spennta. Þessar stóru sameindir auka líkurnar á því að líf hafi fundist á Mars á árum áður. Sömuleiðis þykir þessi uppgötvun auka líkurnar á því að hægt verði að finna ummerki lífs einhvern tímann og dregur hún úr áhyggjum vísindamanna varðandi það að allar slíkar sameindir hafi eyðilagst vegna mikillar geislunar og slæmra aðstæðna á Mars undanfarna tuga milljóna ára. „Það eru vísbendingar um að fljótandi vatn hafi mátt finna í Gale-gíg í milljónir ára og jafnvel mun lengur, sem þýðir að það var nægur tími fyrir líffræðilega ferla í þessum gígum á Mars,“ er haft eftir einum vísindamannanna sem greindu sýnið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Curiosity finnur lífrænar sameindir á Mars en það hefur bandaríski könnunarjeppinn Perseverence einnig gert. Sjá einnig: Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Uppgötvunin þykir einnig jákvæð varðandi ætlanir forsvarsmanna NASA þegar kemur að því að sækja sýni til Mars. Perseverance hefur safnað sýnum í og við Jezero-gíginn, sem var fullur af vatni á árum áður. Með því að koma sýnunum til jarðar vonast vísindamenn til að geta grandskoðað þau og mögulega svara þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Sjá einnig: Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sýnið sem stóru sameindirnar fundust í gætu innihaldið enn stærri sameindir en rannsóknarbúnaður Curiosity er ekki nægilega öflugur til að greina það betur. Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19. janúar 2024 14:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Um er að ræða langar sameindir kolefna sem fundust í grjóti og er talið að hafi verið brot úr fitusýru. Slíkar sýrur eru meðal frumeininga lífs á jörðinni, samkvæmt grein á vef Geimvísindastofnunnar Bandaríkjanna (NASA) um uppgötvunina. I came, I saw, I detected some of the largest organic molecules on Mars using my onboard science lab. 👀It could be the best evidence yet that organic chemistry advanced toward the kind of complexity required for an origin of life on the Red Planet. https://t.co/gheRVvhmrd pic.twitter.com/2bWEkkK9zm— Curiosity Rover (@MarsCuriosity) March 25, 2025 Lífverur mynda frumuhimnur úr fitusýrum, meðal annars til að verja frumuveggi. Þær geta þó einnig orðið til í lífrænum ferlum án lífvera, eins og þegar vatn blandast við steinefni í kringum við hveri neðansjávar. Sýnið var tekið í maí 2013 á stað í Gale-gígnum sem var eitt sinn botn stöðuvatns. Sýni sem tekin voru þar innihalda fjölmörg efni sem hafa varpað ljósi á sögu svæðisins. Í grein NASA segir ómögulegt að skera úr um við hvaða aðstæður þessar sameindir urðu til en fundurinn hefur þó gert vísindamenn spennta. Þessar stóru sameindir auka líkurnar á því að líf hafi fundist á Mars á árum áður. Sömuleiðis þykir þessi uppgötvun auka líkurnar á því að hægt verði að finna ummerki lífs einhvern tímann og dregur hún úr áhyggjum vísindamanna varðandi það að allar slíkar sameindir hafi eyðilagst vegna mikillar geislunar og slæmra aðstæðna á Mars undanfarna tuga milljóna ára. „Það eru vísbendingar um að fljótandi vatn hafi mátt finna í Gale-gíg í milljónir ára og jafnvel mun lengur, sem þýðir að það var nægur tími fyrir líffræðilega ferla í þessum gígum á Mars,“ er haft eftir einum vísindamannanna sem greindu sýnið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Curiosity finnur lífrænar sameindir á Mars en það hefur bandaríski könnunarjeppinn Perseverence einnig gert. Sjá einnig: Fundu óvænt merki um mögulegt örverulíf á Mars Uppgötvunin þykir einnig jákvæð varðandi ætlanir forsvarsmanna NASA þegar kemur að því að sækja sýni til Mars. Perseverance hefur safnað sýnum í og við Jezero-gíginn, sem var fullur af vatni á árum áður. Með því að koma sýnunum til jarðar vonast vísindamenn til að geta grandskoðað þau og mögulega svara þeirri spurningu hvort líf hafi á einhverjum tímapunkti fundist á Mars. Sjá einnig: Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Sýnið sem stóru sameindirnar fundust í gætu innihaldið enn stærri sameindir en rannsóknarbúnaður Curiosity er ekki nægilega öflugur til að greina það betur.
Geimurinn Mars Bandaríkin Vísindi Tengdar fréttir Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19. janúar 2024 14:22 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Gífurlegt magn af ís undir yfirborði Mars Mögulegt er að finna megi gífurlegt magn af ís undir yfirborðinu á Mars. Talið er að ef ísinn yrði bræddur gæti hann þakið reikistjörnuna með 1,5 til 2,7 metra djúpu hafi. 19. janúar 2024 14:22
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“