24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2025 11:40 Gounsa-hofið, einnig kallað Unramsa, brann til kaldra kola í eldunum. AP/Yonhap/Baek Seung-reol/Kim Do-hoon Að minnsta kosti 24 hafa látist í skógareldum í Suður-Kóreu, sem stjórnvöld segja fordæmalausa. Flestir voru á sjötugs- og áttræðisaldri. Þá eru 26 særðir, þar af tólf lífshættulega. Yfir 23 þúsund manns hafa neyðst til að flýja eldana í suðausturhluta landsins. Þá brann Gounsa-musterið í Uiseong borg, sem er talið hafa verið reist árið 618. Munkar á staðnum, sem einnig er kallað Unramsa-hofið, eru sagðir hafa náð að bjarga nokkrum trúarlegum minjum og flytja á öruggan stað. Han Duck-soo, starfandi forseti, segir neyðarástand ríkja og að eldarnir séu að „endurskrifa metabækurnar“ um elda í landinu. 1000 year old Temple consumed by wildfireThousand-year-old Unramsa Temple on Cheondeungsan Mountain South Korea, was completely destroyed by a forest fire yesterday. It quickly spread due to strong winds, burning down both the main building and its outbuildings. “Before the… pic.twitter.com/din0YMNE1v— Global Index (@TheGlobal_Index) March 25, 2025 Gróðureldarnir hófust í Sancheong-sýslu á föstudag og náðu síðar inn í Uiseong-sýslu. Þá sækja þeir nú í átt að fjórum öðrum nálægum sýslum. Reuters hefur eftir sérfræðingi í skógarhamförum að eldurinn í Uiseong hafi breiðst út á „óhugsandi“ hraða. Þúsundir slökkviliðsmanna og um 5.000 hermenn hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana og þá hefur einnig verið notast við þyrlur frá bandaríska hernum. Þyrla sem var við björgunarstörf í dag, hrapaði í Uiseong. Björgunarmenn virða fyrir sér bjöllu sem hékk í bjöllusal Gounsa-hofsins.AP/Yonhap/Kim Do-hoon AFP hefur eftir eplabóndanum Cho Jae-oak að hann og eiginkona hans hafi freistað þess að „vökva“ heimili sitt til að forða því frá eldunum. Þau neyddust hins vegar að lokum til að flýja. Veður hefur verið þurrt í Suður-Kóreu það sem af er ári og 244 gróðureldar kviknað, 2,4 sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra. Gróðureldar Náttúruhamfarir Suður-Kórea Loftslagsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira
Yfir 23 þúsund manns hafa neyðst til að flýja eldana í suðausturhluta landsins. Þá brann Gounsa-musterið í Uiseong borg, sem er talið hafa verið reist árið 618. Munkar á staðnum, sem einnig er kallað Unramsa-hofið, eru sagðir hafa náð að bjarga nokkrum trúarlegum minjum og flytja á öruggan stað. Han Duck-soo, starfandi forseti, segir neyðarástand ríkja og að eldarnir séu að „endurskrifa metabækurnar“ um elda í landinu. 1000 year old Temple consumed by wildfireThousand-year-old Unramsa Temple on Cheondeungsan Mountain South Korea, was completely destroyed by a forest fire yesterday. It quickly spread due to strong winds, burning down both the main building and its outbuildings. “Before the… pic.twitter.com/din0YMNE1v— Global Index (@TheGlobal_Index) March 25, 2025 Gróðureldarnir hófust í Sancheong-sýslu á föstudag og náðu síðar inn í Uiseong-sýslu. Þá sækja þeir nú í átt að fjórum öðrum nálægum sýslum. Reuters hefur eftir sérfræðingi í skógarhamförum að eldurinn í Uiseong hafi breiðst út á „óhugsandi“ hraða. Þúsundir slökkviliðsmanna og um 5.000 hermenn hafa verið kallaðir út til að berjast við eldana og þá hefur einnig verið notast við þyrlur frá bandaríska hernum. Þyrla sem var við björgunarstörf í dag, hrapaði í Uiseong. Björgunarmenn virða fyrir sér bjöllu sem hékk í bjöllusal Gounsa-hofsins.AP/Yonhap/Kim Do-hoon AFP hefur eftir eplabóndanum Cho Jae-oak að hann og eiginkona hans hafi freistað þess að „vökva“ heimili sitt til að forða því frá eldunum. Þau neyddust hins vegar að lokum til að flýja. Veður hefur verið þurrt í Suður-Kóreu það sem af er ári og 244 gróðureldar kviknað, 2,4 sinnum fleiri en á sama tíma í fyrra.
Gróðureldar Náttúruhamfarir Suður-Kórea Loftslagsmál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Innlent Fleiri fréttir Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Sjá meira