Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar 26. mars 2025 13:01 Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi. Hópurinn sem kemur í Skógarlund er mjög fjölbreyttur, stuðningsþarfir margvíslegar og því er starfið í sífelldri þróun. Húsnæði Skógarlundar var tekið í notkun árið 1996. Starfsemin fluttist þá frá Sólborg en þar hafði hún hafist árið 1992. Skógarlundur er í dag um 550 fm. að stærð og hefur staðið óbreytt frá þessum fyrstu árum. Nú er staðan hins vegar sú að bæði er biðlisti eftir þjónustu og sum sem sækja Skógarlund ná ekki fullum þjónustutíma. Viðmið um þjónustutíma eru 4 klst. á dag. Til að geta veitt þá lágmarksþjónustu sem skilgreind er í lögum, ásamt því að mæta mjög ólíkum þörfum, er bráðnauðsynlegt að byggja við húsnæði Skógarlundar. Lóðaplássið er til staðar og hugmyndir að stækkun hafa oft verið viðraðar áður. Nú er ekki hægt að fresta þeim áformum mikið lengur. Ýmis jákvæð samlegðaráhrif verða við stækkun. Fækkun verður á biðlista, hægt verður að veita betri þjónustu til fólks sem notar hjólastóla og önnur hjálpartæki, t.d. til vinnu og virkni. Eins verður hægt að nýta plássið fyrir þá sem nú þegar eru í þjónustu í Skógarlundi og þurfa aukna fjölbreytni eða tilbreytingu í virkni eða vinnu. Eins er líklegt að hægt verði að taka inn einstaklinga, á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi, með minnkandi vinnugetu og fækka á biðlistum þar. Ég óska þess að Akureyrarbær standi sem allra best að þjónustu við fatlað fólk. Faglegt starf og húsnæði við hæfi spilar þar lykilhlutverk. Hefjum því undirbúning að stækkun Skógarlundar sem allra fyrst. Höfundur situr í velferðarráði Akureyrarbæjar fyrir hönd Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Akureyri Samfylkingin Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í Skógarlundi á Akureyri rekur Akureyrarbær vinnustað þar sem veitt er þjónusta til fólks með langvarandi stuðningsþarfir skv. lögum nr. 38/2018. Fullorðnir einstaklingar stunda virkni og vinnu á skilgreindum vinnusvæðum ásamt því að stutt er við ýmsa félagslega þætti, umönnun og afþreyingu. Einnig er framleidd í Skógarlundi listræn gjafavara af ýmsu tagi. Hópurinn sem kemur í Skógarlund er mjög fjölbreyttur, stuðningsþarfir margvíslegar og því er starfið í sífelldri þróun. Húsnæði Skógarlundar var tekið í notkun árið 1996. Starfsemin fluttist þá frá Sólborg en þar hafði hún hafist árið 1992. Skógarlundur er í dag um 550 fm. að stærð og hefur staðið óbreytt frá þessum fyrstu árum. Nú er staðan hins vegar sú að bæði er biðlisti eftir þjónustu og sum sem sækja Skógarlund ná ekki fullum þjónustutíma. Viðmið um þjónustutíma eru 4 klst. á dag. Til að geta veitt þá lágmarksþjónustu sem skilgreind er í lögum, ásamt því að mæta mjög ólíkum þörfum, er bráðnauðsynlegt að byggja við húsnæði Skógarlundar. Lóðaplássið er til staðar og hugmyndir að stækkun hafa oft verið viðraðar áður. Nú er ekki hægt að fresta þeim áformum mikið lengur. Ýmis jákvæð samlegðaráhrif verða við stækkun. Fækkun verður á biðlista, hægt verður að veita betri þjónustu til fólks sem notar hjólastóla og önnur hjálpartæki, t.d. til vinnu og virkni. Eins verður hægt að nýta plássið fyrir þá sem nú þegar eru í þjónustu í Skógarlundi og þurfa aukna fjölbreytni eða tilbreytingu í virkni eða vinnu. Eins er líklegt að hægt verði að taka inn einstaklinga, á Plastiðjunni Bjargi Iðjulundi, með minnkandi vinnugetu og fækka á biðlistum þar. Ég óska þess að Akureyrarbær standi sem allra best að þjónustu við fatlað fólk. Faglegt starf og húsnæði við hæfi spilar þar lykilhlutverk. Hefjum því undirbúning að stækkun Skógarlundar sem allra fyrst. Höfundur situr í velferðarráði Akureyrarbæjar fyrir hönd Samfylkingarinnar.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun