Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2025 12:15 Einar Þorsteinsson, þáverandi borgarstjóri, sagði í janúar að von væri á tillögum að breytingum á húsinu. Ekkert hefur heyrst af þeim síðan. Vísir/Vilhelm Skipulagsstofnun hefur fjarlægt umsagnir íbúa um fyrirhugaða kjötvinnslu Haga í vöruskemmunni við Álfabakka 2a, sem borist höfðu í skipulagsgátt stofnunarinnar. Um var að ræða að minnsta kosti sex umsagnir. Fréttastofa leitaði svara hjá Skipulagsstofnun og var tjáð að umsagnirnar hefðu verið fjarlægðar þar sem viðkomandi hefðu skilað þeim inn í nafni Reykjavíkurborgar. Fyrir Skipulagsstofnun liggur að taka ákvörðun um það hvort kjötvinnslan þarf að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum en þar sem lög kveða ekki á um að leitað skuli umsagna íbúa var umsagna aðeins óskað frá þremur aðilum; Reykjavíkurborg, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Matvælastofnun. Viðkomandi þurfa hins vegar að skila umsögnum í gegnum skipulagsgáttina, þar sem allir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Þannig virðast íbúar hafa farið inn og valið Reykjavíkurborg í fellilista til að geta skilað inn umsögn. Spurður að því hvers vegna umsögnunum var ekki leyft að standa sagði Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun, að það mætti rekja til kerfisins. Ef umsögn hefði verið skilað inn undir nafni Reykjavíkurborgar, myndi borgin ekki fá sjálfvirka áminningu úr kerfinu um skilafrestinn. Umsagnafresturinn rennur út 15. apríl næstkomandi. Íbúar munu aðeins fá að tjá sig formlega um málið ef Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að kjötvinnslan eigi að fara í umhverfismat. Þá munu hagsmunaaðilar fá að koma sinni afstöðu á framfæri. Verkís hefur skilað inn skýrslu um kjötvinnsluna sem unnin var fyrir Álfabakka 2 ehf. en skýrslan var rýnd af Ara Péturssyni fyrir hönd Álfabakka 2 og Sveinbirni Sveinbirnssyni fyrir hönd Haga hf. Álfabakki 2 er eigandi hússins en Hagar hyggjast taka það á leigu. Fréttin hefur verið uppfærð. Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Hagar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Um var að ræða að minnsta kosti sex umsagnir. Fréttastofa leitaði svara hjá Skipulagsstofnun og var tjáð að umsagnirnar hefðu verið fjarlægðar þar sem viðkomandi hefðu skilað þeim inn í nafni Reykjavíkurborgar. Fyrir Skipulagsstofnun liggur að taka ákvörðun um það hvort kjötvinnslan þarf að fara í gegnum mat á umhverfisáhrifum en þar sem lög kveða ekki á um að leitað skuli umsagna íbúa var umsagna aðeins óskað frá þremur aðilum; Reykjavíkurborg, heilbrigðiseftirliti Reykjavíkurborgar og Matvælastofnun. Viðkomandi þurfa hins vegar að skila umsögnum í gegnum skipulagsgáttina, þar sem allir geta skráð sig inn með rafrænum skilríkjum. Þannig virðast íbúar hafa farið inn og valið Reykjavíkurborg í fellilista til að geta skilað inn umsögn. Spurður að því hvers vegna umsögnunum var ekki leyft að standa sagði Egill Þórarinsson, sviðsstjóri umhverfismatssviðs hjá Skipulagsstofnun, að það mætti rekja til kerfisins. Ef umsögn hefði verið skilað inn undir nafni Reykjavíkurborgar, myndi borgin ekki fá sjálfvirka áminningu úr kerfinu um skilafrestinn. Umsagnafresturinn rennur út 15. apríl næstkomandi. Íbúar munu aðeins fá að tjá sig formlega um málið ef Skipulagsstofnun kemst að þeirri niðurstöðu að kjötvinnslan eigi að fara í umhverfismat. Þá munu hagsmunaaðilar fá að koma sinni afstöðu á framfæri. Verkís hefur skilað inn skýrslu um kjötvinnsluna sem unnin var fyrir Álfabakka 2 ehf. en skýrslan var rýnd af Ara Péturssyni fyrir hönd Álfabakka 2 og Sveinbirni Sveinbirnssyni fyrir hönd Haga hf. Álfabakki 2 er eigandi hússins en Hagar hyggjast taka það á leigu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Reykjavík Skipulag Vöruskemma við Álfabakka Hagar Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Fleiri fréttir Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Þrjú innbrot og alltaf fúlsað við verkunum: „Þetta er kannski smá yfirlýsing“ Ísland ekki óhult ef til átaka kemur í Evrópu „Ég mun ekki sjá eftir honum“ Fjöldi glæpahópa á Íslandi hefur tvöfaldast á tíu árum Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels