Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli Gunnar Gunnarsson skrifar 27. mars 2025 22:39 Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftnesinga, mun ekki dvelja lengi við tap kvöldsins. Vísir/Pawel Cieslikiewicz Kjartan Atli Kjartansson, þjálfari Álftaness, hefði óneitanlega verið til í að sjá meira frá sínu liði þegar það tapaði 99-95 fyrir Hetti, sem var fallið úr úrvalsdeildinni, í lokaumferðinni í kvöld. Einbeitingin eftir leik fór strax á úrslitakeppnina sem er framundan. „Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“ Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira
„Það er alltaf leiðinlegt að tapa körfuboltaleikjum, það er bara þannig. Við komum hingað í kvöld með það að markmiði að vinna leikinn en það gekk ekki eftir. Hattarmenn voru orkumiklir í kvöld. Mér fannst það sem vera það sem stendur upp úr eftir leikinn. Þetta var erfiður leikur við að eiga, sá leikur sem minnst gat hreyft við stöðu liðanna og ég held hann hafi borið þess merki. Spennustigið var frekar skrýtið. Þetta var vissulega jafn leikur. Hattarmenn settu í fjórða leikhlutanum stór þriggja stiga skot sem slitu leikinn aðeins í sundur. Okkur tókst að gera þetta að leik í lokin með að pressa þá stíft en þessi stóru skot gerðu útslagið.“ Álftanes mætir Njarðvík Úrslit kvöldsins gera það að verkum að Álftanes féll úr fimmta sæti niður í það sjötta og mætir Njarðvík í úrslitakeppninni. „Þetta verður skemmtilegt og krefjandi verkefni. Njarðvíkingar hafa spilað mjög vel í vetur. Undirbúningurinn byrjar strax í kvöld. Við þjálfarateymið horfum á leikinn þeirra frá í kvöld uppi á hóteli til að greina þá. Við erum með einhverjar hugmyndir um hvað við viljum gera. Við vitum ekki hvorn leikdaginn við fáum enn, það kemur í ljós. Núna verður spilað þéttar og þá snýst undirbúningurinn mikið um að halda skrokknum góðum. Sjúkraþjálfarnir byrja strax að meðhöndla leikmennina. Það þarf líka að halda sálinni góðri og spennustiginu réttu.“ Loks fullskipað lið Álftanes hefur verið að fá leikmenn til baka úr meiðslum að undanförnu og engin ný gerðu vart við sig í kvöld. „Það voru alla veganna allir heilir inni í klefa þegar ég gáði áðan. Við höfum verið í smá meiðslabrasi í vetur. Í rauninni er þetta annar leikurinn þar sem við erum með fullskipað lið í þessari mynd. Við náðum flokkum takti í seinni umferðinni og komum með hann inn í úrslitakeppnina.“ Justin James missti af leikjum í febrúar en var stigahæstur hjá Álftanesi í kvöld og leiddi stigaskorið algjörlega framan af. „Hann fann taktinn snemma í leiknum. Þegar á leið fóru aðrir að draga vagninn. Stigaskorið hefur dreifst mjög vel og við höfum fundið gott jafnvægi í því sem við viljum gera. Við höldum því áfram.“
Bónus-deild karla UMF Álftanes Mest lesið Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti Leggur til bíl ef félagið ákveður að ræna Antony Fótbolti Leik lokið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára Körfubolti Fleiri fréttir „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Sjá meira