Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. mars 2025 14:02 Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra var kát eftir fundinn á Eyrarbakka hér stödd í ráðherrabílnum með Gils Jóhannssyni, bílastjóra sínum. Magnús Hlynur Hreiðarsson Byggðaþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu segir að eitthvað stórt eigi eftir að gerast í umferðinni á sínu atvinnusvæði vegna lélegra vega og samgangna. Fulltrúinn, sem býr í Þorlákshöfn taldi 150 holur í veginum á leið sinni í Aratungu í Bláskógabyggð en gafst þá upp að telja en þá átti viðkomandi samt eftir hálftíma í Aratungu Opinn fundur með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og þingmönnunum Víði Reynissyni og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur var haldin í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni þar sem farið var yfir ýmis mál í þjóðfélaginu. Fundurinn var mjög vel sóttur en nokkrir fundarmenn ræddu um lélega vegi og ekki síst á Suðurlandi. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum. „Ég ákvað einhvern tíman að reyna að telja holurnar þarna á milli. Ég ákvað að hætta þegar ég var komin upp í 150 og ég átti örugglega eftir að keyra í hálftíma í viðbót þá”, sagði Lína og hélt áfram. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum og vakti m.a. athygli á 150 holum á vegum á stuttum vegakafla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að bjóða fólki að keyra þetta á hverjum degi. Einnig eru megin hluti þeirra, sem taka bílaleigubíla erlendir aðilar. Þeir eru að fara þarna og upp í uppsveitirnar. Við erum að bíða eftir einhverju stórslysi þar bara svo það sé sagt. Við erum að bíða eftir því, það verður eitthvað stórt. Við verðum að fara að bregðast við, þetta erum við að bjóða okkar erlendu ferðamönnum að koma og keyra um og þau þekkja ekki aðstæður, þetta er virkilega hættulegt,” sagði Lína. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra svaraði Línu Björg svona: „Ég vil bara leggja áherslu á að það þarf auðvitað að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald. Við erum komin á þann stað að sumstaðar á landinu er verið að rífa af malbik vegna þess að það er búið að eyðileggja svo ofboðslega vegina í landinu,” sagði Kristrún og hélt áfram. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sem sagði á fundinum að það þyrfti að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald í vegi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við höfum bara staðið okkur illa í þessu. Það þarf að forgangsraða og það þarf að finna fjármagn í þetta og það er það sem við erum að gera og það er ekkert auðvelt. Það þýðir að þú tekur erfiðar ákvarðanir, þú þarft að taka stórar ákvarðanir og við ákváðum bara við þrjár formennirnir í þessari ríkisstjórn og við ætluðum að taka upp stóru skófluna og bara að byrja á því strax í upphafi nýs kjörtímabils.” Fundurinn á Stað á Eyrarbakka var fjölsóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifstofa Línu er í Aratungu í Bláskógabyggð en sjálf býr hún í Þorlákshöfn.Aðsend Árborg Samgöngur Bláskógabyggð Alþingi Umferðaröryggi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Opinn fundur með Kristrúnu Frostadóttur, forsætisráðherra og þingmönnunum Víði Reynissyni og Ásu Berglindi Hjálmarsdóttur var haldin í samkomuhúsinu Stað á Eyrarbakka í vikunni þar sem farið var yfir ýmis mál í þjóðfélaginu. Fundurinn var mjög vel sóttur en nokkrir fundarmenn ræddu um lélega vegi og ekki síst á Suðurlandi. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum. „Ég ákvað einhvern tíman að reyna að telja holurnar þarna á milli. Ég ákvað að hætta þegar ég var komin upp í 150 og ég átti örugglega eftir að keyra í hálftíma í viðbót þá”, sagði Lína og hélt áfram. Lína Björg Tryggvadóttir, sem býr í Þorlákshöfn en starfar sem byggðþróunarfulltrúi uppsveita Árnessýslu og þarf því að vera mikið á ferðinni á milli Þorlákshafnar og uppsveitanna var ein þeirra, sem tók til máls á fundinum og vakti m.a. athygli á 150 holum á vegum á stuttum vegakafla.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við erum að bjóða fólki að keyra þetta á hverjum degi. Einnig eru megin hluti þeirra, sem taka bílaleigubíla erlendir aðilar. Þeir eru að fara þarna og upp í uppsveitirnar. Við erum að bíða eftir einhverju stórslysi þar bara svo það sé sagt. Við erum að bíða eftir því, það verður eitthvað stórt. Við verðum að fara að bregðast við, þetta erum við að bjóða okkar erlendu ferðamönnum að koma og keyra um og þau þekkja ekki aðstæður, þetta er virkilega hættulegt,” sagði Lína. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra svaraði Línu Björg svona: „Ég vil bara leggja áherslu á að það þarf auðvitað að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald. Við erum komin á þann stað að sumstaðar á landinu er verið að rífa af malbik vegna þess að það er búið að eyðileggja svo ofboðslega vegina í landinu,” sagði Kristrún og hélt áfram. Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra, sem sagði á fundinum að það þyrfti að forgangsraða stórkostlega fjármagni í þjónustu og viðhald í vegi.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Og við höfum bara staðið okkur illa í þessu. Það þarf að forgangsraða og það þarf að finna fjármagn í þetta og það er það sem við erum að gera og það er ekkert auðvelt. Það þýðir að þú tekur erfiðar ákvarðanir, þú þarft að taka stórar ákvarðanir og við ákváðum bara við þrjár formennirnir í þessari ríkisstjórn og við ætluðum að taka upp stóru skófluna og bara að byrja á því strax í upphafi nýs kjörtímabils.” Fundurinn á Stað á Eyrarbakka var fjölsóttur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skrifstofa Línu er í Aratungu í Bláskógabyggð en sjálf býr hún í Þorlákshöfn.Aðsend
Árborg Samgöngur Bláskógabyggð Alþingi Umferðaröryggi Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira