Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar Samúel Karl Ólason skrifar 31. mars 2025 13:17 Leitað í rústum fjölbýlishúss sem hrundi í Mandalay. AP/Thein Zaw Fjöldi látinna hefur hækkað í rúmlega 1.700 eftir öflugan jarðskjálfta í Mjanmar á föstudaginn. Skjálftinn var 7,7 stig og olli gífurlegum skaða en óttast er að afleiðingarnar verði langvarandi og fari versnandi með því að ýta frekar undir það slæma ástand sem hafði myndast í Mjanmar fyrir jarðskjálftann. Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar. Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Þá er talið að fjöldi látinna muni reynast mun hærri en búið er að staðfesta. Alþjóðlegar hjálparsveitir eru að störfum í Mjanmar en borgarastyrjöld hefur geisað þar um nokkurra ára skeið. Milljónir hafa þurft að flýja heimili sín vegna átaka og margir hafa haft takmarkað aðgengi að mat, lyfjum og öðrum nauðsynjum. Sjá einnig: „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sameinuðu þjóðirnar segja um tuttugu milljónir manna í Mjanmar hafa þurft mannúðaraðstoð, áður en jörðin byrjaði að skjálfa, samkvæmt AP fréttaveitunni. Stórum hluta landsins er í raun stjórnað af mismunandi uppreisnarhópum sem hafa verið að berjast gegn herforingjastjórninni sem tók völd í Mjanmar árið 2021. Þessum hópum hefur vaxið ásmegin gegn herforingjastjórninni. Ásigkomulag vega, brúa og almennra innviða er mjög slæmt. Staðan í landinu hefur gert björgunar- og hjálparstarf flóknara en ella. Leiðtogar Hjálparsamtaka sem vinna á svæðinu segja að enn sé ekki búið að ná almennilega utan um umfang skaðans í landinu. Skriður hafi meðal annars leitt til þess að ekki sé búið að ná til hluta landsins. Uppruni skjálftans var skammt frá borginni Mandalay, sem er sú næst stærsta í Mjanmar. Þar urðu skemmdir gífurlega miklar.
Mjanmar Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37 Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12 Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Innlent Fleiri fréttir Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Sjá meira
Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Sameinuðu þjóðirnar vara við miklum skorti á sjúkravörum í Mjanmar eftir jarðskjálftann sem skók landið á föstudagsmorgun og varð minnst 1600 að bana. 30. mars 2025 08:37
Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fleiri en sextán hundruð manns eru látnir eftir stóra jarðskjálfta í Mjanmar. Þúsundir eru slasaðir og tuga enn saknað. 29. mars 2025 16:12